Höfrungaárásir eru ekki algengar en þekkjast þó. Það gerist þó enn sjaldnar að sami höfrungurinn beri ábyrgð á sex árásum. Umræddur höfrungur er tíður gestur á Koshino-ströndinni nærri borginni Fukui í Japan en í gær beit hann tvo einstaklinga sem voru að njóta í sjónum við ströndina.
Yfirvöld í Japan hafa brugðist við árásunum með því að setja upp skynjara á ströndinni sem skynja úthljóðsbylgjur en vonast er eftir því að hægt sé að koma fólki úr vatninu þegar höfrungurinn mætir á svæðið.
Samkvæmt BBC er ekki vitað af hvaða tegund umræddur höfrungur er en höfrungar í Japan eru að verða meira og meira vanir því að manneskjur séu í sjónum og því eru heimsóknir þeirra á strendur að verða algengari.