Erlent

Faldi sprengjuna í gervi­fæti

Bjarki Sigurðsson skrifar
Árásin átti sér stað í Kabúl, höfuðborg Afganistan.
Árásin átti sér stað í Kabúl, höfuðborg Afganistan. Getty

Afganski sjeikinn Rahimullah Haqqani var í dag myrtur í sjálfsvígssprengjuárás í Kabúl, höfuðborg Afganistan. Talið er að morðinginn hafi falið sprengjuna í gervifæti sínum og sprengt sig er hann var við hlið Haqqani.

Haqqani var klerkur í Afganistan og studdi meðal annars það að konur ættu að mennta sig. Hann studdi einnig talíbana og var þar af leiðandi ekki vinsæll meðal ISIS sem höfðu tvisvar áður reynt að koma honum fyrir kattarnef. ISIS hafa sagst bera ábyrgð á morðinu.

Árásin átti sér stað við prestaskóla í Kabúl en BBC hefur eftir stjórnarliða í landinu að þetta sé mikill missir fyrir Afganistan. Verið er að rannsaka hvort ISIS beri raunverulega ábyrgð á morðinu.

„Það er ekkert í sharíalögum sem segir að konur megi ekki stunda nám, bara ekki neitt,“ sagði Haqqani í viðtali við BBC fyrr á árinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×