Innlent

Beraði sig fyrir framan fólk í miðbænum

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Nóg að gera hjá lögreglunni í nótt.
Nóg að gera hjá lögreglunni í nótt. vísir/kolbeinn tumi

Töluverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. 

Í miðbænum hafði maður berað sig fyrir framan fólk og var handtekinn af lögreglu í kjölfarið, grunaður um blygðunarsemisbrot.

Tvö vinnuslys komu á borð lögreglunnar í nótt. Annars vegar hafði maður, sem var vinna í skurði, fallið aftur fyrir sig og rotast.

Hins vegar hafði maður verið að pússa glas sem brotnði með þeim afleiðingum að glerbrot skaust í auga mannsins.

Báðir voru fluttir á slysadeild til aðhlynningar.

Í tilkynningu er einnig sagt frá aðila sem ógnaði lögreglumönnum með hnífi eftir að hafa ekki viljað fylgja fyrirmælum þeirra. Sá var handtekinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×