Lífríki í ám og sjó ógnað Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 13. ágúst 2022 13:00 Skeljatínsla á Norður-Spáni Xurxo Lobato/ Getty Images Loftslagbreytingar, mengun og innrásartegundir í dýraríkinu valda því að dýraríkið í vötnum og sjó hefur tekið miklum breytingum á Spáni á síðustu árum. Konurnar sem hafa skeljatínslu að lifibrauði í Galisíu á Norður-Spáni, hafa áhyggjur. Skeljarnar eru að hverfa og þær eru að minnka. Þær segja deginum ljósara að þetta sé vegna loftslagsbreytinga. Þetta eru aðallega hjartaskel og manilluskel, sem eru eftirsótt sælkerafæði á veitingahúsum um allan Spán. Ekki bara loftslagsbreytingar Á nokkrum árum hefur framleiðslan og ræktunin dregist saman um helming. Sérfræðingar segja að hluti ástæðnanna séu loftslagsbreytingar, en fleira kemur til; aukin mengun og innrás ágengra tegunda í lífríkið sem drepa allt sem á vegi þeirra verður. Ein athyglisverð ástæða er aukin úrkoma á norðanverðum Spáni. Það veldur því að saltinnihald sjávar lækkar. Suma daga um allt að 60%. Þar sem skeljarnar eru ræktaðar er saltinnihaldið um 30 grömm á lítra. Eftir mikla úrkomu lækkar það niður í 5 til 10 grömm. Í svo fjandsamlegu umhverfi lokar skelin sér til þess að vernda sig þar til saltið eykst að nýju. Að endingu verður skelin að opna sig og þetta lága saltinnihald veldur bæði því að skelin vex ekki og/eða hún drepst. Sama gerist þegar hitabylgjur ríða yfir. Þá verður sjórinn á grunnsævi bókstaklega heitur, skeljarnar grafa sig þá í sandinn, í leit að kælingu. Og þegar hitabylgjurnar standa lengi yfir þá verður skelin að endingu að koma upp úr sandinum og hún þolir ekki hitann og drepst. Innrásartegundir ógna lífríkinu Annað vandamál í vatnalífríki Spánar er ameríski mýrarkrabbinn sem nam land í ferskvatnsám fyrir nokkrum áratugum. Hann hefur fengið viðurnefnið „hrægammur ánna“, enda eru sumar ár orðnir með öllu líflausar sprænur vegna hans. Mýrarkrabbinn ræðst á og étur allt sem á vegi hans verður, fiska, froskdýr, smáfugla og jafnvel uppskeru í nágrenni árinnar. Nú er svo komið að sums staðar er öllum leyft að veiða eins mikið og þeir geta af þessum gómsæta skaðvaldi, en þeim er stranglega bannað að selja hann. Menn hafa nefnilega rekið sig á að þegar þessi krabbi er seldur, lifandi, eins og gengur og gerist, þá hafa dýraverndunarsinnar gjarnan tekið sig til, keypt þá í stóru magni og sleppt þeim út í árnar. Þar sem þeir gera ekkert nema drepa allt kvikt í kringum sig. Loftslagsmál Dýr Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Konurnar sem hafa skeljatínslu að lifibrauði í Galisíu á Norður-Spáni, hafa áhyggjur. Skeljarnar eru að hverfa og þær eru að minnka. Þær segja deginum ljósara að þetta sé vegna loftslagsbreytinga. Þetta eru aðallega hjartaskel og manilluskel, sem eru eftirsótt sælkerafæði á veitingahúsum um allan Spán. Ekki bara loftslagsbreytingar Á nokkrum árum hefur framleiðslan og ræktunin dregist saman um helming. Sérfræðingar segja að hluti ástæðnanna séu loftslagsbreytingar, en fleira kemur til; aukin mengun og innrás ágengra tegunda í lífríkið sem drepa allt sem á vegi þeirra verður. Ein athyglisverð ástæða er aukin úrkoma á norðanverðum Spáni. Það veldur því að saltinnihald sjávar lækkar. Suma daga um allt að 60%. Þar sem skeljarnar eru ræktaðar er saltinnihaldið um 30 grömm á lítra. Eftir mikla úrkomu lækkar það niður í 5 til 10 grömm. Í svo fjandsamlegu umhverfi lokar skelin sér til þess að vernda sig þar til saltið eykst að nýju. Að endingu verður skelin að opna sig og þetta lága saltinnihald veldur bæði því að skelin vex ekki og/eða hún drepst. Sama gerist þegar hitabylgjur ríða yfir. Þá verður sjórinn á grunnsævi bókstaklega heitur, skeljarnar grafa sig þá í sandinn, í leit að kælingu. Og þegar hitabylgjurnar standa lengi yfir þá verður skelin að endingu að koma upp úr sandinum og hún þolir ekki hitann og drepst. Innrásartegundir ógna lífríkinu Annað vandamál í vatnalífríki Spánar er ameríski mýrarkrabbinn sem nam land í ferskvatnsám fyrir nokkrum áratugum. Hann hefur fengið viðurnefnið „hrægammur ánna“, enda eru sumar ár orðnir með öllu líflausar sprænur vegna hans. Mýrarkrabbinn ræðst á og étur allt sem á vegi hans verður, fiska, froskdýr, smáfugla og jafnvel uppskeru í nágrenni árinnar. Nú er svo komið að sums staðar er öllum leyft að veiða eins mikið og þeir geta af þessum gómsæta skaðvaldi, en þeim er stranglega bannað að selja hann. Menn hafa nefnilega rekið sig á að þegar þessi krabbi er seldur, lifandi, eins og gengur og gerist, þá hafa dýraverndunarsinnar gjarnan tekið sig til, keypt þá í stóru magni og sleppt þeim út í árnar. Þar sem þeir gera ekkert nema drepa allt kvikt í kringum sig.
Loftslagsmál Dýr Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira