Nú bíða þremenningarnir yfirheyrslu.
Sá sem varð fyrir árásinni liggur á sjúkrahúsi en annað er ekki vitað um ástand hans en það að hann var með meðvitund eftir árásina.
Sjá einnig: Leita manns eftir hnífstungu í miðbænum
Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að átökin hafi hafist í kjölfar ágreinings á milli hópa manna um nóttina. Þá segir hann einnig að lögreglan finni fyrir aukningu í hnífaárásum.
„Maður hefur á tilfinningunni að þetta sé að aukast. Og hnífaburður almennt,“ segir Jóhann Karl. Hann segir það vera mikið áhyggjuefni.