„Miðað við vísindin þá erum við á villigötum“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. ágúst 2022 14:41 Eiríkur Rögnvaldsson vakti athygli á málinu á Málspjallshópi á Facebook. Svava Hjaltalín tekur undir gagnrýni sem fram hefur komið á lestrarkennslu barna. samsett Heitar umræður hafa spunnist um lestrarkennslu í skólakerfinu að undanförnu. Því er haldið fram að kennsla foreldra sé lykilþáttur í læsi barna og við lestrarkennslu sé notast við aðferðir sem henti íslenskunni illa. Samt sem áður er lítið af kennsluefni til fyrir foreldra og Pisa niðurstöður benda til hnignandi lesskilnings. Lestrarfræðingur telur að menntakerfið sé á villigötum að þessu leyti. Kveikjan að þessum umræðum að undanförnu er bréf sem Eiríki Rögnvaldssyni, prófessor emeritus í íslenskum fræðum, barst frá tvítyngdri móður tveggja barna. Í upphafi færslu sinnar segir Eiríkur konuna vera innflytjanda sem hafi búið hér lengi. Hún sé vel menntuð, í góðu starfi og kunni íslensku mjög vel. Hún segist ítrekað hafa lent á veggjum í skólakerfinu við það eitt að gagnrýna lestrarkennslu barna sinna. Bréfið birti Eiríkur í Málspjallshópi, sem varð kveikja að heitum umræðum um lestrarkennslu, og er birt í heild sinni í lok þessarar greinar. Kennsluefni vantar Eiríkur segist einungis þekkja til íslenskukennslu í framhaldsskólum af afspurn. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus, kenndi íslenska málfræði við Háskóla Íslands í meira en 30 ár.Vísir/Arnar „Mér fannst þetta mjög áhugavert bréf, það voru ýmis sjónarmið sem komu fram. Flestir tóku undir þetta en sumir sögðu að þarna væri verið að lýsa kennsluaðferðum sem tíðkast ekki lengur. Það er auðvitað ekki skynsamlegt að alhæfa í þessu en það er að minnsta kosti sums staðar pottur brotinn í þessu.“ Varðandi kennslu fyrir foreldra sem vilja kenna börnum sínum að lesa, tekur Eiríkur undir það að skortur sé á slíku efni. „Það vantar einnig lesefni fyrir krakka. Við þurfum að gefa út miklu meira af bókum sem henta ungu fólki, auðvitað er þetta lítill markaður en það verðum að gera miklu betur.“ Við þetta má bæta að í samtali við Fréttblað dagsins í dag kallar Sverrir Nordal eftir því að ríkið ráði fjölda manns til að skrifa unglingabækur. Lesskilningspróf ættu að vera löngu tilbúin Svava Þórhildur Hjaltalín, grunnskólakennari og lestrarfræðingur, tekur undir gagnrýnina. Svava Þórhildur Hjaltalín, kennari og lestrarfræðingur. „Ég held að þessi gagnrýni sé réttmæt. Menntamálastofnun gefur út lesfimipróf til að mæla hve mörg orð börn lesa á mínútu og ákveðin viðmið sem börn annað hvort ná eða ekki. En það sem við kennarar höfum saknað og lengi kallað eftir eru lesskilningspróf frá menntamálaráðuneytinu, sem ættu náttúrulega að vera löngu tilbúin en eru það ekki,“ segir Svava í samtali við fréttastofu. Hún bendir þó á að kennarar séu meðvitaðir um að lesskilningur skipti máli en úrbóta sé þörf. „Við höfum fengið gagnrýni hjá einum fremsta sérfræðingi Finna sem við leitum svolítið í sarpinn til hjá Rannsóknarsetinu um lestur og hugarfar, sem talar um að við ættum alls ekki að einblína svona mikið á leshraða. En ég held að miðað við vísindin séum við á villigötum.“ „Hlustum á vísindin“ Eftir birtingu bréfsins hefur Svava fengið mikil viðbrögð frá foreldrum sem eru uggandi yfir þróuninni. Hún telur að menntakerfið hafi sofið á verðinum og telur hnignandi niðurstöður PISA könnunar bera þess merki. Til að mynda geti um þriðjungur drengja ekki lesið sér til gagns við lok 10. bekkjar og um 15 prósent stúlkna. „Þetta eru mjög sláandi tölur og við verðum bara að fara í aðgerðir. Ég tala bara fyrir því að hlusta á vísindin, færustu heilasérfræðingar sem segja okkur alveg hvernig heilinn okkar lærir að lesa og við eigum bara að hlusta á það.“ Að lokum bendir Svava á verkefnið Kveikjum neistann þar sem miðað sé við fremstu vísindi við lestrarkennslu. ÞÁTTTAKA FORELDRA Í UPPELDI BARNA HVAÐ LÆSI VARÐAR Ég sem innflytjandi vissi strax að stúlkan yrði að vera læs þegar hún byrjaði í grunnskóla þar sem ég vildi ekki að hún yrði stimpluð sem „heimskur útlendingur sem kann ekki íslensku“. Ég sá til þess að hún varð læs fimm ára á íslensku (hún var löngu tilbúin að læra að lesa en ég kunni ekki að kenna henni að lesa á íslensku, svo ég fór til konu sem kenndi mér bestu aðferðina í lestrarkennslu barna á íslensku). Eftir að hún hafði kennt mér í marga mánuði var ég tilbúin að kenna dóttur minni. Dóttirin las Harry Potter í fyrsta bekk. Strákurinn var ekki tilbúinn að læra að lesa, ekki eins og systirinn, þó svo ég vissi hvernig ætti að kenna honum. Það tókst, tók lengri tíma, en það tókst áður en hann byrjaði í skóla sem betur fer. Aðalpunkturinn í þessu er að foreldrar, ekki skólinn, eru lykillinn að læsi barna óháð tungumáli, þeir eru lykillinn að því að börnin þekki fegurð tungumálsins og kunni að greina að lykt og ilm orðanna (ég meina að hafa fjölbreyttan orðaforða á valdi sínu og að vita hvenær á að nota hvaða samheiti og af hverju). Þetta er ekki verkefni skólans. Börnin mín eru bæði læs á íslensku og móðurmál sitt, en þau voru fyrst læs á íslensku og svo á mál foreldranna. Ég er sammála Elínu Þöll Þórðardóttur að tvítyngd börn eigi að eiga eitt gott tungumál sem þau læri að lesa á og á grundvelli þeirra kunnáttu læri þau að lesa á fleiri tungumálum. Móðurmál barnanna minna er tvítyngið sem slíkt, hvorki mál foreldranna né íslenska per se. Niðurstaða: Engin formleg kennsla er til fyrir foreldra sem vilja kenna börnunum sínum að lesa. Engar upplýsingar um það á netinu eða í bókum. Það er bókstaflega ekkert í boði. SKÓLAGANGA OG KENNSLUAÐFERÐIR Fyrstu skólaár barnanna minna einkenndust af því að þau voru látin lesa bækur fyrir byrjendur því kennararnir þurftu að merkja við í kerfinu að börnin hefðu lesið bækurnar sem skólinn setur fyrir! Ég átti ekki til orð. Tvö börn, læs og skrifandi, voru látin lesa allra fyrstu bækurnar í lestrarkennslu því það þurfti að merkja við að þau hefðu lesið þær. Þetta var hörmung. Plús það, að ég þoli ekki atkvæðislestrarkennsluna. Ég elska hljóðlestrarkennsluna sem mér var kennd – ég starfaði í nokkur ár sem íslenskukennari fyrir börn af erlendum uppruna sú aðferð klikkaði aldrei! Gleymi aldrei einni stelpu sem kom til mín ólæs eftir tvö ár í Austurbæjarskóla. Tók mig tvær vikur að kenna henni að lesa á íslensku eftir þessari aðferð. Ég sá hvernig börnunum mínum fór aftur í lestri og skilningi. Í staðinn fyrir að byggt yrði á því sem börnin komu með í töskunni sinni í skólann voru þau látin hjakka í sama farinu og þeim fór virkilega aftur. Stelpan, sem var mjög ákveðin, sagði við mig að hún læsi í leyni þær bækur sem hún vildi en þóttist í skólastofunni kunna minna. Alveg hræðilegt. Strákurinn, hann bara gerði það sem hann var beðinn að gera í skólanum. Ég var aldrei sátt en skólakerfið sigraði. Kennsluaðferðir í lestri finnst mér til skammar þar sem þær byggja ekki á því að auka orðaforða barna heldur að bera fram orð. Enginn kennari hefur komið með svar við spurningu minni: Hvaða tilgang hefur það fyrir barnið mitt að geta lesið orðin ef það skilur ekki innihaldið? Það er bara þögn. Eða ég hef fengið: Það eru hraðlestrarpróf í þessu landi og barnið þitt verði að standast þau. En hvað með skilninginn, spyr ég aftur og aftur, og aftur og aftur engin svör. Bæði stelpan og strákurinn voru búin að sprengja viðmiðin fyrir sjöunda bekk á þessum hraðlestrarprófum þegar þau voru í fjórða! Svo spyr ég kennarana: Hvað núna? Ekkert svar. Það er ekkert mál að kenna börnunum að lesa hratt, enda á ég tvö börn sem eru lifandi dæmi um það. Skólanum var miklu meira umhugað um hraðann en skilninginn! Það finnst mér með eindæmum! En svona er það. Niðurstaða: Skólakerfið kann ekki að fást við læsi barna. Notaðar eru aðferðir að norskri fyrirmynd (atkvæðisaðferðin) þegar íslenskunni hentar að nota hljóðkerfisaðferðin. Skólinn er uppteknari af hraðprófum en að kenna börnum skilning á orðmyndum. Skóla - og menntamál Íslensk fræði Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Lestur barna er á ábyrgð foreldra Mikið hefur verið í umræðunni undanfarinn tíma að lestur barna (sérstaklega drengja) sé ekki nógu góður og skólakerfið sett inn í þá umræðu. Kennarar þurfi að leggja auknar áherslur á lestur barna svo börnin geti lesið sér til gagns við lok grunnskólagöngu. Lítið hefur farið fyrir umræðu foreldra í þessar umfjöllun. Lestur er á ábyrgð foreldra. 11. ágúst 2022 15:00 Að læra að lesa og að verða læs Því miður hefur umræðan um það hvað sé helst til ráða verið á villigötum og ljóst að misskilningur ríkir um það hvað læsi er og hvernig sé árangursríkast að bæta það. 1. júlí 2022 15:30 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Kveikjan að þessum umræðum að undanförnu er bréf sem Eiríki Rögnvaldssyni, prófessor emeritus í íslenskum fræðum, barst frá tvítyngdri móður tveggja barna. Í upphafi færslu sinnar segir Eiríkur konuna vera innflytjanda sem hafi búið hér lengi. Hún sé vel menntuð, í góðu starfi og kunni íslensku mjög vel. Hún segist ítrekað hafa lent á veggjum í skólakerfinu við það eitt að gagnrýna lestrarkennslu barna sinna. Bréfið birti Eiríkur í Málspjallshópi, sem varð kveikja að heitum umræðum um lestrarkennslu, og er birt í heild sinni í lok þessarar greinar. Kennsluefni vantar Eiríkur segist einungis þekkja til íslenskukennslu í framhaldsskólum af afspurn. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus, kenndi íslenska málfræði við Háskóla Íslands í meira en 30 ár.Vísir/Arnar „Mér fannst þetta mjög áhugavert bréf, það voru ýmis sjónarmið sem komu fram. Flestir tóku undir þetta en sumir sögðu að þarna væri verið að lýsa kennsluaðferðum sem tíðkast ekki lengur. Það er auðvitað ekki skynsamlegt að alhæfa í þessu en það er að minnsta kosti sums staðar pottur brotinn í þessu.“ Varðandi kennslu fyrir foreldra sem vilja kenna börnum sínum að lesa, tekur Eiríkur undir það að skortur sé á slíku efni. „Það vantar einnig lesefni fyrir krakka. Við þurfum að gefa út miklu meira af bókum sem henta ungu fólki, auðvitað er þetta lítill markaður en það verðum að gera miklu betur.“ Við þetta má bæta að í samtali við Fréttblað dagsins í dag kallar Sverrir Nordal eftir því að ríkið ráði fjölda manns til að skrifa unglingabækur. Lesskilningspróf ættu að vera löngu tilbúin Svava Þórhildur Hjaltalín, grunnskólakennari og lestrarfræðingur, tekur undir gagnrýnina. Svava Þórhildur Hjaltalín, kennari og lestrarfræðingur. „Ég held að þessi gagnrýni sé réttmæt. Menntamálastofnun gefur út lesfimipróf til að mæla hve mörg orð börn lesa á mínútu og ákveðin viðmið sem börn annað hvort ná eða ekki. En það sem við kennarar höfum saknað og lengi kallað eftir eru lesskilningspróf frá menntamálaráðuneytinu, sem ættu náttúrulega að vera löngu tilbúin en eru það ekki,“ segir Svava í samtali við fréttastofu. Hún bendir þó á að kennarar séu meðvitaðir um að lesskilningur skipti máli en úrbóta sé þörf. „Við höfum fengið gagnrýni hjá einum fremsta sérfræðingi Finna sem við leitum svolítið í sarpinn til hjá Rannsóknarsetinu um lestur og hugarfar, sem talar um að við ættum alls ekki að einblína svona mikið á leshraða. En ég held að miðað við vísindin séum við á villigötum.“ „Hlustum á vísindin“ Eftir birtingu bréfsins hefur Svava fengið mikil viðbrögð frá foreldrum sem eru uggandi yfir þróuninni. Hún telur að menntakerfið hafi sofið á verðinum og telur hnignandi niðurstöður PISA könnunar bera þess merki. Til að mynda geti um þriðjungur drengja ekki lesið sér til gagns við lok 10. bekkjar og um 15 prósent stúlkna. „Þetta eru mjög sláandi tölur og við verðum bara að fara í aðgerðir. Ég tala bara fyrir því að hlusta á vísindin, færustu heilasérfræðingar sem segja okkur alveg hvernig heilinn okkar lærir að lesa og við eigum bara að hlusta á það.“ Að lokum bendir Svava á verkefnið Kveikjum neistann þar sem miðað sé við fremstu vísindi við lestrarkennslu. ÞÁTTTAKA FORELDRA Í UPPELDI BARNA HVAÐ LÆSI VARÐAR Ég sem innflytjandi vissi strax að stúlkan yrði að vera læs þegar hún byrjaði í grunnskóla þar sem ég vildi ekki að hún yrði stimpluð sem „heimskur útlendingur sem kann ekki íslensku“. Ég sá til þess að hún varð læs fimm ára á íslensku (hún var löngu tilbúin að læra að lesa en ég kunni ekki að kenna henni að lesa á íslensku, svo ég fór til konu sem kenndi mér bestu aðferðina í lestrarkennslu barna á íslensku). Eftir að hún hafði kennt mér í marga mánuði var ég tilbúin að kenna dóttur minni. Dóttirin las Harry Potter í fyrsta bekk. Strákurinn var ekki tilbúinn að læra að lesa, ekki eins og systirinn, þó svo ég vissi hvernig ætti að kenna honum. Það tókst, tók lengri tíma, en það tókst áður en hann byrjaði í skóla sem betur fer. Aðalpunkturinn í þessu er að foreldrar, ekki skólinn, eru lykillinn að læsi barna óháð tungumáli, þeir eru lykillinn að því að börnin þekki fegurð tungumálsins og kunni að greina að lykt og ilm orðanna (ég meina að hafa fjölbreyttan orðaforða á valdi sínu og að vita hvenær á að nota hvaða samheiti og af hverju). Þetta er ekki verkefni skólans. Börnin mín eru bæði læs á íslensku og móðurmál sitt, en þau voru fyrst læs á íslensku og svo á mál foreldranna. Ég er sammála Elínu Þöll Þórðardóttur að tvítyngd börn eigi að eiga eitt gott tungumál sem þau læri að lesa á og á grundvelli þeirra kunnáttu læri þau að lesa á fleiri tungumálum. Móðurmál barnanna minna er tvítyngið sem slíkt, hvorki mál foreldranna né íslenska per se. Niðurstaða: Engin formleg kennsla er til fyrir foreldra sem vilja kenna börnunum sínum að lesa. Engar upplýsingar um það á netinu eða í bókum. Það er bókstaflega ekkert í boði. SKÓLAGANGA OG KENNSLUAÐFERÐIR Fyrstu skólaár barnanna minna einkenndust af því að þau voru látin lesa bækur fyrir byrjendur því kennararnir þurftu að merkja við í kerfinu að börnin hefðu lesið bækurnar sem skólinn setur fyrir! Ég átti ekki til orð. Tvö börn, læs og skrifandi, voru látin lesa allra fyrstu bækurnar í lestrarkennslu því það þurfti að merkja við að þau hefðu lesið þær. Þetta var hörmung. Plús það, að ég þoli ekki atkvæðislestrarkennsluna. Ég elska hljóðlestrarkennsluna sem mér var kennd – ég starfaði í nokkur ár sem íslenskukennari fyrir börn af erlendum uppruna sú aðferð klikkaði aldrei! Gleymi aldrei einni stelpu sem kom til mín ólæs eftir tvö ár í Austurbæjarskóla. Tók mig tvær vikur að kenna henni að lesa á íslensku eftir þessari aðferð. Ég sá hvernig börnunum mínum fór aftur í lestri og skilningi. Í staðinn fyrir að byggt yrði á því sem börnin komu með í töskunni sinni í skólann voru þau látin hjakka í sama farinu og þeim fór virkilega aftur. Stelpan, sem var mjög ákveðin, sagði við mig að hún læsi í leyni þær bækur sem hún vildi en þóttist í skólastofunni kunna minna. Alveg hræðilegt. Strákurinn, hann bara gerði það sem hann var beðinn að gera í skólanum. Ég var aldrei sátt en skólakerfið sigraði. Kennsluaðferðir í lestri finnst mér til skammar þar sem þær byggja ekki á því að auka orðaforða barna heldur að bera fram orð. Enginn kennari hefur komið með svar við spurningu minni: Hvaða tilgang hefur það fyrir barnið mitt að geta lesið orðin ef það skilur ekki innihaldið? Það er bara þögn. Eða ég hef fengið: Það eru hraðlestrarpróf í þessu landi og barnið þitt verði að standast þau. En hvað með skilninginn, spyr ég aftur og aftur, og aftur og aftur engin svör. Bæði stelpan og strákurinn voru búin að sprengja viðmiðin fyrir sjöunda bekk á þessum hraðlestrarprófum þegar þau voru í fjórða! Svo spyr ég kennarana: Hvað núna? Ekkert svar. Það er ekkert mál að kenna börnunum að lesa hratt, enda á ég tvö börn sem eru lifandi dæmi um það. Skólanum var miklu meira umhugað um hraðann en skilninginn! Það finnst mér með eindæmum! En svona er það. Niðurstaða: Skólakerfið kann ekki að fást við læsi barna. Notaðar eru aðferðir að norskri fyrirmynd (atkvæðisaðferðin) þegar íslenskunni hentar að nota hljóðkerfisaðferðin. Skólinn er uppteknari af hraðprófum en að kenna börnum skilning á orðmyndum.
ÞÁTTTAKA FORELDRA Í UPPELDI BARNA HVAÐ LÆSI VARÐAR Ég sem innflytjandi vissi strax að stúlkan yrði að vera læs þegar hún byrjaði í grunnskóla þar sem ég vildi ekki að hún yrði stimpluð sem „heimskur útlendingur sem kann ekki íslensku“. Ég sá til þess að hún varð læs fimm ára á íslensku (hún var löngu tilbúin að læra að lesa en ég kunni ekki að kenna henni að lesa á íslensku, svo ég fór til konu sem kenndi mér bestu aðferðina í lestrarkennslu barna á íslensku). Eftir að hún hafði kennt mér í marga mánuði var ég tilbúin að kenna dóttur minni. Dóttirin las Harry Potter í fyrsta bekk. Strákurinn var ekki tilbúinn að læra að lesa, ekki eins og systirinn, þó svo ég vissi hvernig ætti að kenna honum. Það tókst, tók lengri tíma, en það tókst áður en hann byrjaði í skóla sem betur fer. Aðalpunkturinn í þessu er að foreldrar, ekki skólinn, eru lykillinn að læsi barna óháð tungumáli, þeir eru lykillinn að því að börnin þekki fegurð tungumálsins og kunni að greina að lykt og ilm orðanna (ég meina að hafa fjölbreyttan orðaforða á valdi sínu og að vita hvenær á að nota hvaða samheiti og af hverju). Þetta er ekki verkefni skólans. Börnin mín eru bæði læs á íslensku og móðurmál sitt, en þau voru fyrst læs á íslensku og svo á mál foreldranna. Ég er sammála Elínu Þöll Þórðardóttur að tvítyngd börn eigi að eiga eitt gott tungumál sem þau læri að lesa á og á grundvelli þeirra kunnáttu læri þau að lesa á fleiri tungumálum. Móðurmál barnanna minna er tvítyngið sem slíkt, hvorki mál foreldranna né íslenska per se. Niðurstaða: Engin formleg kennsla er til fyrir foreldra sem vilja kenna börnunum sínum að lesa. Engar upplýsingar um það á netinu eða í bókum. Það er bókstaflega ekkert í boði. SKÓLAGANGA OG KENNSLUAÐFERÐIR Fyrstu skólaár barnanna minna einkenndust af því að þau voru látin lesa bækur fyrir byrjendur því kennararnir þurftu að merkja við í kerfinu að börnin hefðu lesið bækurnar sem skólinn setur fyrir! Ég átti ekki til orð. Tvö börn, læs og skrifandi, voru látin lesa allra fyrstu bækurnar í lestrarkennslu því það þurfti að merkja við að þau hefðu lesið þær. Þetta var hörmung. Plús það, að ég þoli ekki atkvæðislestrarkennsluna. Ég elska hljóðlestrarkennsluna sem mér var kennd – ég starfaði í nokkur ár sem íslenskukennari fyrir börn af erlendum uppruna sú aðferð klikkaði aldrei! Gleymi aldrei einni stelpu sem kom til mín ólæs eftir tvö ár í Austurbæjarskóla. Tók mig tvær vikur að kenna henni að lesa á íslensku eftir þessari aðferð. Ég sá hvernig börnunum mínum fór aftur í lestri og skilningi. Í staðinn fyrir að byggt yrði á því sem börnin komu með í töskunni sinni í skólann voru þau látin hjakka í sama farinu og þeim fór virkilega aftur. Stelpan, sem var mjög ákveðin, sagði við mig að hún læsi í leyni þær bækur sem hún vildi en þóttist í skólastofunni kunna minna. Alveg hræðilegt. Strákurinn, hann bara gerði það sem hann var beðinn að gera í skólanum. Ég var aldrei sátt en skólakerfið sigraði. Kennsluaðferðir í lestri finnst mér til skammar þar sem þær byggja ekki á því að auka orðaforða barna heldur að bera fram orð. Enginn kennari hefur komið með svar við spurningu minni: Hvaða tilgang hefur það fyrir barnið mitt að geta lesið orðin ef það skilur ekki innihaldið? Það er bara þögn. Eða ég hef fengið: Það eru hraðlestrarpróf í þessu landi og barnið þitt verði að standast þau. En hvað með skilninginn, spyr ég aftur og aftur, og aftur og aftur engin svör. Bæði stelpan og strákurinn voru búin að sprengja viðmiðin fyrir sjöunda bekk á þessum hraðlestrarprófum þegar þau voru í fjórða! Svo spyr ég kennarana: Hvað núna? Ekkert svar. Það er ekkert mál að kenna börnunum að lesa hratt, enda á ég tvö börn sem eru lifandi dæmi um það. Skólanum var miklu meira umhugað um hraðann en skilninginn! Það finnst mér með eindæmum! En svona er það. Niðurstaða: Skólakerfið kann ekki að fást við læsi barna. Notaðar eru aðferðir að norskri fyrirmynd (atkvæðisaðferðin) þegar íslenskunni hentar að nota hljóðkerfisaðferðin. Skólinn er uppteknari af hraðprófum en að kenna börnum skilning á orðmyndum.
Skóla - og menntamál Íslensk fræði Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Lestur barna er á ábyrgð foreldra Mikið hefur verið í umræðunni undanfarinn tíma að lestur barna (sérstaklega drengja) sé ekki nógu góður og skólakerfið sett inn í þá umræðu. Kennarar þurfi að leggja auknar áherslur á lestur barna svo börnin geti lesið sér til gagns við lok grunnskólagöngu. Lítið hefur farið fyrir umræðu foreldra í þessar umfjöllun. Lestur er á ábyrgð foreldra. 11. ágúst 2022 15:00 Að læra að lesa og að verða læs Því miður hefur umræðan um það hvað sé helst til ráða verið á villigötum og ljóst að misskilningur ríkir um það hvað læsi er og hvernig sé árangursríkast að bæta það. 1. júlí 2022 15:30 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Lestur barna er á ábyrgð foreldra Mikið hefur verið í umræðunni undanfarinn tíma að lestur barna (sérstaklega drengja) sé ekki nógu góður og skólakerfið sett inn í þá umræðu. Kennarar þurfi að leggja auknar áherslur á lestur barna svo börnin geti lesið sér til gagns við lok grunnskólagöngu. Lítið hefur farið fyrir umræðu foreldra í þessar umfjöllun. Lestur er á ábyrgð foreldra. 11. ágúst 2022 15:00
Að læra að lesa og að verða læs Því miður hefur umræðan um það hvað sé helst til ráða verið á villigötum og ljóst að misskilningur ríkir um það hvað læsi er og hvernig sé árangursríkast að bæta það. 1. júlí 2022 15:30
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent