Innlent

Þrem­ur sleppt eft­ir yf­ir­heyrsl­ur vegn­a hnífs­tung­u

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Árásin átti sér stað við Ingólfstorg.
Árásin átti sér stað við Ingólfstorg. Vísir/vilhelm

Þremur unglingspiltum sem voru handteknir í gær vegna hnífsstungu við Ingólfstorg í fyrrinótt hefur öllum verið sleppt að lokinni skýrslutöku. Einn þeirra er grunaður um að hafa stungið dreng undir lögaldri í bakið í fyrrinótt.

Ekki fengust upplýsingar um líðan drengsins í morgun.

Piltarnir sem voru handteknir í gær eru líka ýmist undir eða yfir lögaldri samkvæmt upplýsingum varðstjóra lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Hann segir rannsókn málsins í fullum gangi. Verið sé að afla gagna um það sem gerðist. Árásin varð eftir ágreining milli tveggja hópa í fyrrinótt.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segist finna fyrir aukningu í vopnaburði og hnífaárásum. Það er sama þróun og í Bretlandi en þar hefur lögreglan brugðist við vandanum með því að auka eftirlit með vopnaburði hjá fólki með því að stöðva það og leita á því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×