Tryggvi Hrafn: „Mér fannst ég skulda sjálfum mér, liðsfélögum og fólkinu frammistöðu“ Sverrir Mar Smárason skrifar 14. ágúst 2022 21:40 Tryggvi Hrafn var frábær í leiknum í kvöld. Hér leggur hann upp þriðja mark Vals á Patrick Pedersen. Visir/ Diego Valsmenn unnu frábæran 6-1 sigur á Stjörnunni í Bestu deild Karla á Hlíðarenda í kvöld. Tryggvi Hrafn Haraldsson var ásamt öðrum sóknarmönnum Vals magnaður í leiknum. „Tilfinningin er drullu góð. Það er alltaf gott að vinna og mér fannst við skulda sjálfum okkur og öllum í kringum klúbbinn þægilegan sigur. Það er búinn að vera einn svoleiðis í sumar þannig ég er bara mjög sáttur með þetta,“ sagði Tryggvi Hrafn. Tryggvi Hrafn byrjaði á því að leggja upp tvö mörk á félaga sína áður en hann svo skoraði tvö sjálfur. Meðal annars eitt úr frábærri aukaspyrnu. Hann virkaði með meira sjálfstraust en áður. „Sama og áðan. Mér fannst ég skulda sjálfum mér, liðsfélögum og fólkinu frammistöðu og það svona datt einhvern vegin í dag. Ég er sáttur með fjóra framlagspunkta í dag,“ sagði Tryggvi. Valsmenn lentu undir 0-1 áður en þeir tóku yfir leikinn og héldu sýningu á Hlíðarenda. Þá sérstaklega Tryggvi, Patrick Pedersen og Aron Jóhansson. „Mest lítið hægt að segja. Við ákváðum fyrir leik að sama hvað gerist hvort sem þeir komast yfir eða við komumst yfir þá höldum við áfram. Við gerðum það bara í dag og erum drullu sáttir með sex mörk. Það er óhætt að segja að okkur líði vel saman inná vellinum. Við erum búnir að vera að spila okkur saman. Á tímabilinu eru þeir báðir búnir að vera frá þannig að sóknarlínan er búin að vera smá „mixuð“. Í síðustu leikjum hefur þetta haldist eins og það hjálpar að spila alltaf með sömu mönnum. Þetta small í dag,“ sagði Tryggvi Hrafn. Eftir þrjá sigurleiki í röð lítur staðan í töflunni töluvert betur út hjá Val. Þeir gætu mögulega gert atlögu að toppbaráttunni. Evrópubaráttu í það minnsta. „Við vorum bara komnir í þannig stöðu að við þurftum að fara að vinna leiki og klifra upp töfluna. Við höldum bara áfram og byrjum á næsta leik. Ætlum bara að vinna hann,“ sagði Tryggvi Hrafn að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Valur Stjarnan Besta deild karla Tengdar fréttir Í beinni: Valur-Stjarnan | Sex stiga leikur á Hlíðarenda Valur og Stjarnan mætast í hörkuleik í 17. umferð Bestu deildar karla að Hlíðarenda klukkan 19:15. Aðeins eitt stig skilur liðin að í töflunni. 14. ágúst 2022 21:00 Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Leik lokið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Úrslitin ráðast í úrvalsdeildinni í keilu Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Danski dómarinn aftur á börum af velli „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Svindlaði á öllum lyfjaprófum Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Dagskráin í dag: Sunnudagssæla Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Sjá meira
„Tilfinningin er drullu góð. Það er alltaf gott að vinna og mér fannst við skulda sjálfum okkur og öllum í kringum klúbbinn þægilegan sigur. Það er búinn að vera einn svoleiðis í sumar þannig ég er bara mjög sáttur með þetta,“ sagði Tryggvi Hrafn. Tryggvi Hrafn byrjaði á því að leggja upp tvö mörk á félaga sína áður en hann svo skoraði tvö sjálfur. Meðal annars eitt úr frábærri aukaspyrnu. Hann virkaði með meira sjálfstraust en áður. „Sama og áðan. Mér fannst ég skulda sjálfum mér, liðsfélögum og fólkinu frammistöðu og það svona datt einhvern vegin í dag. Ég er sáttur með fjóra framlagspunkta í dag,“ sagði Tryggvi. Valsmenn lentu undir 0-1 áður en þeir tóku yfir leikinn og héldu sýningu á Hlíðarenda. Þá sérstaklega Tryggvi, Patrick Pedersen og Aron Jóhansson. „Mest lítið hægt að segja. Við ákváðum fyrir leik að sama hvað gerist hvort sem þeir komast yfir eða við komumst yfir þá höldum við áfram. Við gerðum það bara í dag og erum drullu sáttir með sex mörk. Það er óhætt að segja að okkur líði vel saman inná vellinum. Við erum búnir að vera að spila okkur saman. Á tímabilinu eru þeir báðir búnir að vera frá þannig að sóknarlínan er búin að vera smá „mixuð“. Í síðustu leikjum hefur þetta haldist eins og það hjálpar að spila alltaf með sömu mönnum. Þetta small í dag,“ sagði Tryggvi Hrafn. Eftir þrjá sigurleiki í röð lítur staðan í töflunni töluvert betur út hjá Val. Þeir gætu mögulega gert atlögu að toppbaráttunni. Evrópubaráttu í það minnsta. „Við vorum bara komnir í þannig stöðu að við þurftum að fara að vinna leiki og klifra upp töfluna. Við höldum bara áfram og byrjum á næsta leik. Ætlum bara að vinna hann,“ sagði Tryggvi Hrafn að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Valur Stjarnan Besta deild karla Tengdar fréttir Í beinni: Valur-Stjarnan | Sex stiga leikur á Hlíðarenda Valur og Stjarnan mætast í hörkuleik í 17. umferð Bestu deildar karla að Hlíðarenda klukkan 19:15. Aðeins eitt stig skilur liðin að í töflunni. 14. ágúst 2022 21:00 Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Leik lokið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Úrslitin ráðast í úrvalsdeildinni í keilu Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Danski dómarinn aftur á börum af velli „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Svindlaði á öllum lyfjaprófum Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Dagskráin í dag: Sunnudagssæla Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Sjá meira
Í beinni: Valur-Stjarnan | Sex stiga leikur á Hlíðarenda Valur og Stjarnan mætast í hörkuleik í 17. umferð Bestu deildar karla að Hlíðarenda klukkan 19:15. Aðeins eitt stig skilur liðin að í töflunni. 14. ágúst 2022 21:00