Klopp: Voru of fljótir að gagnrýna Darwin Nunez Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2022 15:01 Darwin Nunez fagnar marki sínu á móti Fulham á Craven Cottage í fyrsta leik sínum í ensku úrvalsdeildinni. Getty/Julian Finney Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hrósaði nýja framherja liðsins á blaðamannafundi fyrir leik á móti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Darwin Nunez fékk hrós frá Klopp fyrir líkamlegt atgervi og góða tækni og knattspyrnustjórinn skaut á gagnrýnendur Úrúgvæmannsins sem hann sagði að hafa verið allt of fljótir að gagnrýna Nunez. Liverpool keypti Nunez á 75 milljónir punda frá Benfica í sumar og leit ekki sannfærandi út í 4-0 tapi fyrir Manchester United á undirbúningstímabilinu. 'Imagine that' - Liverpool boss Jurgen Klopp hits back at Darwin Nunez critics https://t.co/L6XMnQ0Ua9— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) August 15, 2022 Hann svaraði því aftur á móti með því að skora fernu á móti RB Leipzig og skoraði einnig í 3-1 sigri á Manchester City í leiknum um Samfélagsskjöldinn. „Fyrir fimm vikum, þegar við byrjuðum undirbúningstímabilið, þá spilaði hann sinn fyrsta leik og leit ekki vel út fyrir utanaðkomandi. Við vorum ekki í þeim hópi en það er klikkað hvað menn eru fljótir að dæma,“ sagði Jürgen Klopp. Jurgen Klopp on the early criticism of Darwin Nunez: "Five weeks ago, when we started pre-season and he had his first game and it didn't look great from the outside world. Not for us, but it's crazy how quick we judge people wow!" #lfc [sky] pic.twitter.com/eZUaU5vcs8— Anfield Watch (@AnfieldWatch) August 15, 2022 „Allir geta séð það núna að hann er alvöru framherji. Hann lætur menn hafa fyrir sér og hann er öðruvísi leikmaður en við höfum haft. Hann er mjög fjörugur og orkumikill,“ sagði Klopp. „Hann er líkamlega mjög sterkur og með mjög góða tækni. Það fylgir augljóslega í kjölfarið á því að vera búinn að koma sér betur fyrir og hafa meira trú á sér í nýju umhverfi,“ sagði Klopp. Darwin Nunez skoraði líka í síðasta leik eftir að hafa komið inn á sem varamaður á móti Fulham. Enski boltinn Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Bein útsending: Dregið í sextán liða úrslitin Fótbolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi „Mundum hverjir við erum“ Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Sjá meira
Darwin Nunez fékk hrós frá Klopp fyrir líkamlegt atgervi og góða tækni og knattspyrnustjórinn skaut á gagnrýnendur Úrúgvæmannsins sem hann sagði að hafa verið allt of fljótir að gagnrýna Nunez. Liverpool keypti Nunez á 75 milljónir punda frá Benfica í sumar og leit ekki sannfærandi út í 4-0 tapi fyrir Manchester United á undirbúningstímabilinu. 'Imagine that' - Liverpool boss Jurgen Klopp hits back at Darwin Nunez critics https://t.co/L6XMnQ0Ua9— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) August 15, 2022 Hann svaraði því aftur á móti með því að skora fernu á móti RB Leipzig og skoraði einnig í 3-1 sigri á Manchester City í leiknum um Samfélagsskjöldinn. „Fyrir fimm vikum, þegar við byrjuðum undirbúningstímabilið, þá spilaði hann sinn fyrsta leik og leit ekki vel út fyrir utanaðkomandi. Við vorum ekki í þeim hópi en það er klikkað hvað menn eru fljótir að dæma,“ sagði Jürgen Klopp. Jurgen Klopp on the early criticism of Darwin Nunez: "Five weeks ago, when we started pre-season and he had his first game and it didn't look great from the outside world. Not for us, but it's crazy how quick we judge people wow!" #lfc [sky] pic.twitter.com/eZUaU5vcs8— Anfield Watch (@AnfieldWatch) August 15, 2022 „Allir geta séð það núna að hann er alvöru framherji. Hann lætur menn hafa fyrir sér og hann er öðruvísi leikmaður en við höfum haft. Hann er mjög fjörugur og orkumikill,“ sagði Klopp. „Hann er líkamlega mjög sterkur og með mjög góða tækni. Það fylgir augljóslega í kjölfarið á því að vera búinn að koma sér betur fyrir og hafa meira trú á sér í nýju umhverfi,“ sagði Klopp. Darwin Nunez skoraði líka í síðasta leik eftir að hafa komið inn á sem varamaður á móti Fulham.
Enski boltinn Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Bein útsending: Dregið í sextán liða úrslitin Fótbolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi „Mundum hverjir við erum“ Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Sjá meira