Hvað gerði Sölvi Tryggva? Þórarinn Hjartarson skrifar 15. ágúst 2022 11:31 Fyrir skömmu kom út grein sem hélt því fram að Sölvi Tryggvason, sem var ásakaður um að hafa beitt vændiskonu ofbeldi, hafi verið sakaður um glæp sem annar maður framdi. Þetta segir Mannlíf hafa verið staðfest af lögreglunni. Miðað við samfélagslega spennustigið sem fylgdi ásökununum fyrir rúmu ári er vægast sagt áhugavert að fylgjast með látlausu viðbrögðunum sem fylgja þessum fréttum. Sölvi Tryggvason var hafður að athlægi í samfélaginu í kjölfar þess að hann sagði grátandi frá sinni hlið á ásökununum. Þar neitaði hann að vera sá sem sögusagnirnar fjölluðu um en hvarf úr kastljósinu eftir að frétt birtist í fjölmiðlum um að tvær konur hefðu kært hann fyrir ofbeldi. Miðað við nýlegar vendingar er vert að spyrja sig: Hvað gerði Sölvi Tryggva? Sérstaklega ættu þau sem voru hvað aðgangshörðust í því að telja fólk í trú um að fjölmiðlar væru að hygla Sölva (geranda) og viðhalda þöggunarmenningu í málefnum kynferðisbrota, að spyrja sig þeirrar spurningar. Þau sýna hins vegar tregðu til að tjá sig um málið og hafa látið þessar fréttir sem vind um eyru þjóta. Það er sorglegt þegar fólk nýtir sér réttindabaráttu til að hygla sjálfu sér. Krafa er gerð um að orðum þeirra skuli tekið sem heilögum sannleik, öll gagnrýni er bakslag og það er ósanngjarnt að telja málefnalegar rökræður um þessi mál vera boðlegar. Slíkar vangaveltur eru kveðnar í kútinn með vísan til kyns og kynþáttar viðkomandi. Þau sem þekkja ekki lögin einskorðast í þeirri trú að þau geti skorið úr um hverjir séu sekir og hverjir séu saklausir og að þeir sem hafa lagt kapp á að kynna sér lögin þekki þau í raun ekki neitt og nýti sér þau til að viðhalda óréttlæti gagnvart brotaþolum. Undirritaður veit ekki hvort Sölvi Tryggvason hafi gerst sekur um glæp eða ekki. En það breytir því ekki að ef satt reynist að Sölvi hafi verið sviptur lífsviðurværinu fyrir glæp sem annar maður framdi er vert fyrir marga að efast dálítið um eigið ágæti og horfa inn á við. Höfundur er þáttastjórnandi hlaðvarpsins Ein pæling. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Hjartarson Mál Sölva Tryggvasonar Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu kom út grein sem hélt því fram að Sölvi Tryggvason, sem var ásakaður um að hafa beitt vændiskonu ofbeldi, hafi verið sakaður um glæp sem annar maður framdi. Þetta segir Mannlíf hafa verið staðfest af lögreglunni. Miðað við samfélagslega spennustigið sem fylgdi ásökununum fyrir rúmu ári er vægast sagt áhugavert að fylgjast með látlausu viðbrögðunum sem fylgja þessum fréttum. Sölvi Tryggvason var hafður að athlægi í samfélaginu í kjölfar þess að hann sagði grátandi frá sinni hlið á ásökununum. Þar neitaði hann að vera sá sem sögusagnirnar fjölluðu um en hvarf úr kastljósinu eftir að frétt birtist í fjölmiðlum um að tvær konur hefðu kært hann fyrir ofbeldi. Miðað við nýlegar vendingar er vert að spyrja sig: Hvað gerði Sölvi Tryggva? Sérstaklega ættu þau sem voru hvað aðgangshörðust í því að telja fólk í trú um að fjölmiðlar væru að hygla Sölva (geranda) og viðhalda þöggunarmenningu í málefnum kynferðisbrota, að spyrja sig þeirrar spurningar. Þau sýna hins vegar tregðu til að tjá sig um málið og hafa látið þessar fréttir sem vind um eyru þjóta. Það er sorglegt þegar fólk nýtir sér réttindabaráttu til að hygla sjálfu sér. Krafa er gerð um að orðum þeirra skuli tekið sem heilögum sannleik, öll gagnrýni er bakslag og það er ósanngjarnt að telja málefnalegar rökræður um þessi mál vera boðlegar. Slíkar vangaveltur eru kveðnar í kútinn með vísan til kyns og kynþáttar viðkomandi. Þau sem þekkja ekki lögin einskorðast í þeirri trú að þau geti skorið úr um hverjir séu sekir og hverjir séu saklausir og að þeir sem hafa lagt kapp á að kynna sér lögin þekki þau í raun ekki neitt og nýti sér þau til að viðhalda óréttlæti gagnvart brotaþolum. Undirritaður veit ekki hvort Sölvi Tryggvason hafi gerst sekur um glæp eða ekki. En það breytir því ekki að ef satt reynist að Sölvi hafi verið sviptur lífsviðurværinu fyrir glæp sem annar maður framdi er vert fyrir marga að efast dálítið um eigið ágæti og horfa inn á við. Höfundur er þáttastjórnandi hlaðvarpsins Ein pæling.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar