Sakaður um að nauðga konum í læstum neyðarrýmum Sindri Sverrisson skrifar 15. ágúst 2022 16:31 Benjamin Mendy við komuna á réttarhöldin í Chester í Englandi í dag. Getty/Christopher Furlong Saksóknari lýsti því fyrir rétti í Englandi í dag hvernig knattspyrnumaðurinn Benjamin Mendy, leikmaður Manchester City, hefði ásamt félaga sínum gert sér að leik að nauðga ungum konum í afgirtri glæsivillu sinni í Cheshire-sýslu. Fyrsti dagur réttarhaldanna yfir Mendy var í dag en þeir Louis Saha Mattuire, sem sagður er hafa hjálpað Mendy að finna konur, eru sakaðir um kynferðisbrot gegn alls þrettán konum. Samkvæmt grein The Guardian segir saksóknari að Mendy og Saha hafi fundið margar kvennanna á næturklúbbum í Manchester. Þeir hafi nýtt frægð og velmegun Mendys, sem orðið hefur heimsmeistari með Frakklandi og Englandsmeistari með City, til að lokka konurnar á heimili hans þar sem brotið hafi verið gegn þeim. Þetta hafi í raun orðið að „leik“ hjá þeim tveimur en brotin munu hafa átt sér stað frá október 2018 og fram til ársins 2021. Chester Crown Court heard on Monday morning that Manchester City's Benjamin Mendy locked women into his bedroom using panic room style latches after nights out and then raped them.Mendy denies all charges.https://t.co/aie8HUH1Pv— Mirror Football (@MirrorFootball) August 15, 2022 Tvær kvennanna segja að Mendy hafi nauðgað þeim í læstum rýmum, eða svokölluðum neyðarherbergjum (e. panic rooms). Við réttarhöldin í dag var birt myndband þar sem lögreglumaður útskýrði hvernig slík herbergi virka, og saksóknari ítrekaði að aðeins Mendy hefði vitað hvernig hægt væri að opna þessi rými. Það sé því auðvelt að gera sér í hugarlund að konunum hafi getað liðið eins og þær væru læstar inni. Saksóknarinn sagði Mendy og Saha hafa vitað nákvæmlega hvað þeir væru að gera. „Þetta var ekkert þannig að þeir hefðu gleymt því hvernig hlutirnir virka, í einhverju kynferðislegu afskiptaleysi. Þeir vissu fullvel hvað þeir voru að gera. Þeir breyttu konuleit sinni í leik og ef að einhver meiddist eða fór illa út úr því – því miður. Látum það hverfa,“ sagði saksóknarinn. Réttarhöldin halda áfram en þeir Mendy og Saha neita báðir allri sök, varðandi öll 22 ákæruatriðin sem um er að ræða. Enski boltinn Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Sjá meira
Fyrsti dagur réttarhaldanna yfir Mendy var í dag en þeir Louis Saha Mattuire, sem sagður er hafa hjálpað Mendy að finna konur, eru sakaðir um kynferðisbrot gegn alls þrettán konum. Samkvæmt grein The Guardian segir saksóknari að Mendy og Saha hafi fundið margar kvennanna á næturklúbbum í Manchester. Þeir hafi nýtt frægð og velmegun Mendys, sem orðið hefur heimsmeistari með Frakklandi og Englandsmeistari með City, til að lokka konurnar á heimili hans þar sem brotið hafi verið gegn þeim. Þetta hafi í raun orðið að „leik“ hjá þeim tveimur en brotin munu hafa átt sér stað frá október 2018 og fram til ársins 2021. Chester Crown Court heard on Monday morning that Manchester City's Benjamin Mendy locked women into his bedroom using panic room style latches after nights out and then raped them.Mendy denies all charges.https://t.co/aie8HUH1Pv— Mirror Football (@MirrorFootball) August 15, 2022 Tvær kvennanna segja að Mendy hafi nauðgað þeim í læstum rýmum, eða svokölluðum neyðarherbergjum (e. panic rooms). Við réttarhöldin í dag var birt myndband þar sem lögreglumaður útskýrði hvernig slík herbergi virka, og saksóknari ítrekaði að aðeins Mendy hefði vitað hvernig hægt væri að opna þessi rými. Það sé því auðvelt að gera sér í hugarlund að konunum hafi getað liðið eins og þær væru læstar inni. Saksóknarinn sagði Mendy og Saha hafa vitað nákvæmlega hvað þeir væru að gera. „Þetta var ekkert þannig að þeir hefðu gleymt því hvernig hlutirnir virka, í einhverju kynferðislegu afskiptaleysi. Þeir vissu fullvel hvað þeir voru að gera. Þeir breyttu konuleit sinni í leik og ef að einhver meiddist eða fór illa út úr því – því miður. Látum það hverfa,“ sagði saksóknarinn. Réttarhöldin halda áfram en þeir Mendy og Saha neita báðir allri sök, varðandi öll 22 ákæruatriðin sem um er að ræða.
Enski boltinn Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Sjá meira