Sakaður um að nauðga konum í læstum neyðarrýmum Sindri Sverrisson skrifar 15. ágúst 2022 16:31 Benjamin Mendy við komuna á réttarhöldin í Chester í Englandi í dag. Getty/Christopher Furlong Saksóknari lýsti því fyrir rétti í Englandi í dag hvernig knattspyrnumaðurinn Benjamin Mendy, leikmaður Manchester City, hefði ásamt félaga sínum gert sér að leik að nauðga ungum konum í afgirtri glæsivillu sinni í Cheshire-sýslu. Fyrsti dagur réttarhaldanna yfir Mendy var í dag en þeir Louis Saha Mattuire, sem sagður er hafa hjálpað Mendy að finna konur, eru sakaðir um kynferðisbrot gegn alls þrettán konum. Samkvæmt grein The Guardian segir saksóknari að Mendy og Saha hafi fundið margar kvennanna á næturklúbbum í Manchester. Þeir hafi nýtt frægð og velmegun Mendys, sem orðið hefur heimsmeistari með Frakklandi og Englandsmeistari með City, til að lokka konurnar á heimili hans þar sem brotið hafi verið gegn þeim. Þetta hafi í raun orðið að „leik“ hjá þeim tveimur en brotin munu hafa átt sér stað frá október 2018 og fram til ársins 2021. Chester Crown Court heard on Monday morning that Manchester City's Benjamin Mendy locked women into his bedroom using panic room style latches after nights out and then raped them.Mendy denies all charges.https://t.co/aie8HUH1Pv— Mirror Football (@MirrorFootball) August 15, 2022 Tvær kvennanna segja að Mendy hafi nauðgað þeim í læstum rýmum, eða svokölluðum neyðarherbergjum (e. panic rooms). Við réttarhöldin í dag var birt myndband þar sem lögreglumaður útskýrði hvernig slík herbergi virka, og saksóknari ítrekaði að aðeins Mendy hefði vitað hvernig hægt væri að opna þessi rými. Það sé því auðvelt að gera sér í hugarlund að konunum hafi getað liðið eins og þær væru læstar inni. Saksóknarinn sagði Mendy og Saha hafa vitað nákvæmlega hvað þeir væru að gera. „Þetta var ekkert þannig að þeir hefðu gleymt því hvernig hlutirnir virka, í einhverju kynferðislegu afskiptaleysi. Þeir vissu fullvel hvað þeir voru að gera. Þeir breyttu konuleit sinni í leik og ef að einhver meiddist eða fór illa út úr því – því miður. Látum það hverfa,“ sagði saksóknarinn. Réttarhöldin halda áfram en þeir Mendy og Saha neita báðir allri sök, varðandi öll 22 ákæruatriðin sem um er að ræða. Enski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Fleiri fréttir Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sjá meira
Fyrsti dagur réttarhaldanna yfir Mendy var í dag en þeir Louis Saha Mattuire, sem sagður er hafa hjálpað Mendy að finna konur, eru sakaðir um kynferðisbrot gegn alls þrettán konum. Samkvæmt grein The Guardian segir saksóknari að Mendy og Saha hafi fundið margar kvennanna á næturklúbbum í Manchester. Þeir hafi nýtt frægð og velmegun Mendys, sem orðið hefur heimsmeistari með Frakklandi og Englandsmeistari með City, til að lokka konurnar á heimili hans þar sem brotið hafi verið gegn þeim. Þetta hafi í raun orðið að „leik“ hjá þeim tveimur en brotin munu hafa átt sér stað frá október 2018 og fram til ársins 2021. Chester Crown Court heard on Monday morning that Manchester City's Benjamin Mendy locked women into his bedroom using panic room style latches after nights out and then raped them.Mendy denies all charges.https://t.co/aie8HUH1Pv— Mirror Football (@MirrorFootball) August 15, 2022 Tvær kvennanna segja að Mendy hafi nauðgað þeim í læstum rýmum, eða svokölluðum neyðarherbergjum (e. panic rooms). Við réttarhöldin í dag var birt myndband þar sem lögreglumaður útskýrði hvernig slík herbergi virka, og saksóknari ítrekaði að aðeins Mendy hefði vitað hvernig hægt væri að opna þessi rými. Það sé því auðvelt að gera sér í hugarlund að konunum hafi getað liðið eins og þær væru læstar inni. Saksóknarinn sagði Mendy og Saha hafa vitað nákvæmlega hvað þeir væru að gera. „Þetta var ekkert þannig að þeir hefðu gleymt því hvernig hlutirnir virka, í einhverju kynferðislegu afskiptaleysi. Þeir vissu fullvel hvað þeir voru að gera. Þeir breyttu konuleit sinni í leik og ef að einhver meiddist eða fór illa út úr því – því miður. Látum það hverfa,“ sagði saksóknarinn. Réttarhöldin halda áfram en þeir Mendy og Saha neita báðir allri sök, varðandi öll 22 ákæruatriðin sem um er að ræða.
Enski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Fleiri fréttir Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sjá meira