Borgin hafi dregið foreldra á asnaeyrunum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 15. ágúst 2022 21:00 Björgvin Sólberg segir ólíklegt að barn hans, sem er að verða tveggja ára, fái pláss á leikskóla fyrr en í lok árs. vísir/egill Borgin hefur dregið okkur á asnaeyrunum , segir faðir tæplega tveggja ára barns sem hefur enn ekki komist inn á leikskóla. Hann vill að foreldrar í sömu stöðu fái bætur, enda hafi margir nýtt sumarfrí næsta árs og tekið launalaust leyfi til að sjá um börnin. „Við erum með tæplega tveggja ára gamalt barn sem hefur aldrei komist á leikskóla. Og eins og staðan er í dag lítur út fyrir að hann komist ekki á leikskóla fyrr en í lok árs,“ segir Björgvin Sólberg Björgvinsson, faðir barns sem var lofað plássi inn á nýjum leikskóla strax í næsta mánuði. Opnun þess leikskóla hefur nú verið frestað þangað til í október. Þessar aðstæður eru orðnar ansi algengar í Reykjavíkurborg í dag. Eins og er eru tæplega 800 börn, eins árs og eldri, á biðlista eftir að komast inn á leikskóla. Skortur á húsnæði hefur verið helsta vandamál borgarinnar. Víða um borgina er verið að byggja leikskóla þá kemur að öðru vandamáli; framkvæmdunum hefur seinkað víðast hvar eins og til dæmis við Nauthólsveg. Leikskólinn átti að vera tekinn til notkunar í byrjun árs. Það er hins vegar ekki útlit fyrir að það verði fyrr en í október, í fyrsta lagi. Mikið á eftir að gera við lóðina hjá Ævintýraborgum við Nauthólsveg áður en leikskólinn verður tekinn í notkun.vísir/egill Þetta á við um allar Ævintýraborgirnar, sem áttu að veita 340 börnum pláss í ár. Aðeins einn skóli af fjórum er tilbúinn, við Eggertsgötu. Hinum þremur hefur seinkað; við Vörðuskóla opnar í desember og við Nóthólsveg og í Vogabyggð opnar í október. Foreldrar hafa tekið út sumarleyfi næsta árs „Okkur var lofað plássi fyrst núna í byrjun september en svo fáum við tölvupóst frá Reykjavíkurborg 20. júlí um að fresta eigi opnun skólans vegna þess að lóðin er ekki tilbúin eins og við sjáum,“ segir Björgvin. Þannig hafði 100 börnum verið lofað plássi hér við Nauthólsveginn. 25 hefur verið komið fyrir annað en eftir standa 75 börn sem eiga foreldra sem voru búnir að gera aðrar ráðstafanir en að vera heima með þau í haust. „Fólk er bara búið að gera plön, kannski nýta sumarfríin sín með fjölskyldunni, eðlilega. Og það er náttúrulega algjör forsendubrestur að fá þessar upplýsingar svona seint, sérstaklega þegar þær liggja fyrir löngu áður,“ segir Björgvin. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram tillögu um að foreldrar í stöðu Björgvins fái greiddar 200 þúsund krónur mánaðarlega í bætur frá borginni á meðan beðið er eftir plássi. Þetta segir Björgvin að væri sanngjarnt enda fólk orðið fyrir miklum tekjumissi hafandi verið svo lengi heima með börn sín. „Reykjavíkurborg er svolítið búið að draga fólk á asnaeyrum og fólk hefur þurft að nýta öll sín frí, taka út sumarleyfi næsta árs, taka launalaust leyfi. Og það er í raun ekkert sem Reykjavíkurborg gerir til að koma til móts við fólk,“ segir Björgvin. Skóla - og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Leikskólar Börn og uppeldi Vinnumarkaður Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
„Við erum með tæplega tveggja ára gamalt barn sem hefur aldrei komist á leikskóla. Og eins og staðan er í dag lítur út fyrir að hann komist ekki á leikskóla fyrr en í lok árs,“ segir Björgvin Sólberg Björgvinsson, faðir barns sem var lofað plássi inn á nýjum leikskóla strax í næsta mánuði. Opnun þess leikskóla hefur nú verið frestað þangað til í október. Þessar aðstæður eru orðnar ansi algengar í Reykjavíkurborg í dag. Eins og er eru tæplega 800 börn, eins árs og eldri, á biðlista eftir að komast inn á leikskóla. Skortur á húsnæði hefur verið helsta vandamál borgarinnar. Víða um borgina er verið að byggja leikskóla þá kemur að öðru vandamáli; framkvæmdunum hefur seinkað víðast hvar eins og til dæmis við Nauthólsveg. Leikskólinn átti að vera tekinn til notkunar í byrjun árs. Það er hins vegar ekki útlit fyrir að það verði fyrr en í október, í fyrsta lagi. Mikið á eftir að gera við lóðina hjá Ævintýraborgum við Nauthólsveg áður en leikskólinn verður tekinn í notkun.vísir/egill Þetta á við um allar Ævintýraborgirnar, sem áttu að veita 340 börnum pláss í ár. Aðeins einn skóli af fjórum er tilbúinn, við Eggertsgötu. Hinum þremur hefur seinkað; við Vörðuskóla opnar í desember og við Nóthólsveg og í Vogabyggð opnar í október. Foreldrar hafa tekið út sumarleyfi næsta árs „Okkur var lofað plássi fyrst núna í byrjun september en svo fáum við tölvupóst frá Reykjavíkurborg 20. júlí um að fresta eigi opnun skólans vegna þess að lóðin er ekki tilbúin eins og við sjáum,“ segir Björgvin. Þannig hafði 100 börnum verið lofað plássi hér við Nauthólsveginn. 25 hefur verið komið fyrir annað en eftir standa 75 börn sem eiga foreldra sem voru búnir að gera aðrar ráðstafanir en að vera heima með þau í haust. „Fólk er bara búið að gera plön, kannski nýta sumarfríin sín með fjölskyldunni, eðlilega. Og það er náttúrulega algjör forsendubrestur að fá þessar upplýsingar svona seint, sérstaklega þegar þær liggja fyrir löngu áður,“ segir Björgvin. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram tillögu um að foreldrar í stöðu Björgvins fái greiddar 200 þúsund krónur mánaðarlega í bætur frá borginni á meðan beðið er eftir plássi. Þetta segir Björgvin að væri sanngjarnt enda fólk orðið fyrir miklum tekjumissi hafandi verið svo lengi heima með börn sín. „Reykjavíkurborg er svolítið búið að draga fólk á asnaeyrum og fólk hefur þurft að nýta öll sín frí, taka út sumarleyfi næsta árs, taka launalaust leyfi. Og það er í raun ekkert sem Reykjavíkurborg gerir til að koma til móts við fólk,“ segir Björgvin.
Skóla - og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Leikskólar Börn og uppeldi Vinnumarkaður Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira