„Þetta er hræðileg byrjun hjá Liverpool“ Valur Páll Eiríksson skrifar 15. ágúst 2022 23:16 Carragher segir afar slæmt fyrir Liverpool að vera strax komið svo langt á eftir Manchester City á stigatöflunni. Adam Davy/PA Images via Getty Images Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool og sérfræðingur hjá Sky Sports í Bretlandi, fer ekki í grafgötur með það að félagið er í erfiðri stöðu í ensku úrvalsdeildinni. Manchester City, sem hefur keppt við félagið um titilinn síðustu ár, er strax komið með fjögurra stiga forskot á þá rauðklæddu. Carragher var að venju sérfræðingur í þættinum Monday Night Football, ásamt Gary Neville, í kringum leik Liverpool og Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Leiknum lauk 1-1 þar sem Kólumbíumaðurinn Luis Díaz bjargaði stigi með laglegu marki skömmu eftir að Darwin Núñez hafði verið vísað af velli. Liverpool gerði 2-2 jafntefli við Fulham í fyrsta leik og er því aðeins með tvö stig eftir fyrstu tvo leikina. Aðspurður af þáttastjórnandanum David Jones um hversu dýrt þetta gæti reynst fyrir Liverpool sagði Carragher: „Gríðarlega. Þetta hefur verið hræðileg byrjun hjá Liverpool, sérstaklega hvað stig varðar, en einnig hvað frammistöðu varðar í fyrsta leiknum,“ „En mér fannst þeir spila frábærlega í kvöld, sérstaklega hvernig þeir spiluðu fyrir mark Palace og hvernig þeir brugðust við eftir að þeir urðu 10 gegn 11,“ sagði Carragher, en Liverpool hafði stýrt leiknum frá A til Ö fram að marki Palace sem kom úr fyrsta skoti gestanna í leiknum eftir rúmlega hálftíma leik. "Draws are defeats now, we know the bar has been set so high by Manchester City" Jamie Carragher gives his thoughts on Liverpool's 1-1 draw with Crystal Palace pic.twitter.com/NyMHmnpvGQ— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) August 15, 2022 Carragher segir hins vegar að jafntefli sem þessi geri verið gríðarlega dýr. Sérstaklega í ljósi þess hve stórkostlegt lið Manchester City hefur verið í deildinni undanfarin ár. „En stigalega séð eru jafntefli sama og töp núna. Við vitum hversu hátt Manchester City hefur reist ránna hvað stigafjölda varðar, ásamt Liverpool síðustu ár, svo að gefa City fjögurra stiga forskot strax frá byrjun er strembið að eiga við,“ „Þetta er mjög slök byrjun á tímabilinu fyrir Liverpool hvaða stigasöfnun varðar,“ segir Carragher. Ummæli Carraghers má heyra í spilaranum að ofan. Enski boltinn Tengdar fréttir Fyrstur frá Joe Cole til að sjá rautt í frumraun á Anfield Úrúgvæinn Darwin Núñez fékk að líta beint rautt spjald í frumraun sinni með Liverpool á Anfield í kvöld, þar sem liðið gerði 1-1 jafntefli við Crystal Palace. Hann er aðeins annar Liverpool-maðurinn í sögunni sem fær rautt í fyrsta leik á Anfield. 15. ágúst 2022 21:31 Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Bein útsending: Dregið í sextán liða úrslitin Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi „Mundum hverjir við erum“ Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Sjá meira
Carragher var að venju sérfræðingur í þættinum Monday Night Football, ásamt Gary Neville, í kringum leik Liverpool og Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Leiknum lauk 1-1 þar sem Kólumbíumaðurinn Luis Díaz bjargaði stigi með laglegu marki skömmu eftir að Darwin Núñez hafði verið vísað af velli. Liverpool gerði 2-2 jafntefli við Fulham í fyrsta leik og er því aðeins með tvö stig eftir fyrstu tvo leikina. Aðspurður af þáttastjórnandanum David Jones um hversu dýrt þetta gæti reynst fyrir Liverpool sagði Carragher: „Gríðarlega. Þetta hefur verið hræðileg byrjun hjá Liverpool, sérstaklega hvað stig varðar, en einnig hvað frammistöðu varðar í fyrsta leiknum,“ „En mér fannst þeir spila frábærlega í kvöld, sérstaklega hvernig þeir spiluðu fyrir mark Palace og hvernig þeir brugðust við eftir að þeir urðu 10 gegn 11,“ sagði Carragher, en Liverpool hafði stýrt leiknum frá A til Ö fram að marki Palace sem kom úr fyrsta skoti gestanna í leiknum eftir rúmlega hálftíma leik. "Draws are defeats now, we know the bar has been set so high by Manchester City" Jamie Carragher gives his thoughts on Liverpool's 1-1 draw with Crystal Palace pic.twitter.com/NyMHmnpvGQ— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) August 15, 2022 Carragher segir hins vegar að jafntefli sem þessi geri verið gríðarlega dýr. Sérstaklega í ljósi þess hve stórkostlegt lið Manchester City hefur verið í deildinni undanfarin ár. „En stigalega séð eru jafntefli sama og töp núna. Við vitum hversu hátt Manchester City hefur reist ránna hvað stigafjölda varðar, ásamt Liverpool síðustu ár, svo að gefa City fjögurra stiga forskot strax frá byrjun er strembið að eiga við,“ „Þetta er mjög slök byrjun á tímabilinu fyrir Liverpool hvaða stigasöfnun varðar,“ segir Carragher. Ummæli Carraghers má heyra í spilaranum að ofan.
Enski boltinn Tengdar fréttir Fyrstur frá Joe Cole til að sjá rautt í frumraun á Anfield Úrúgvæinn Darwin Núñez fékk að líta beint rautt spjald í frumraun sinni með Liverpool á Anfield í kvöld, þar sem liðið gerði 1-1 jafntefli við Crystal Palace. Hann er aðeins annar Liverpool-maðurinn í sögunni sem fær rautt í fyrsta leik á Anfield. 15. ágúst 2022 21:31 Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Bein útsending: Dregið í sextán liða úrslitin Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi „Mundum hverjir við erum“ Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Sjá meira
Fyrstur frá Joe Cole til að sjá rautt í frumraun á Anfield Úrúgvæinn Darwin Núñez fékk að líta beint rautt spjald í frumraun sinni með Liverpool á Anfield í kvöld, þar sem liðið gerði 1-1 jafntefli við Crystal Palace. Hann er aðeins annar Liverpool-maðurinn í sögunni sem fær rautt í fyrsta leik á Anfield. 15. ágúst 2022 21:31