Bjarni vill draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka Jakob Bjarnar skrifar 16. ágúst 2022 12:00 Bjarni segir það vekja athylgi hve ríflegur stuðningur er við stjórnmálaflokka sem engan fulltrúa fá kjörinn á Alþingi í kosningum, þeir búi nú yfir tugmilljóna króna sjóðum. vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telur skjóta skökku við að nýstofnaðir stjórnmálaflokkar búi yfir tugmilljóna sjóðum sem eru til komnir vegna framlaga úr ríkissjóði. „Mér finnst við hafa gengið þó nokkuð langt í beinum fjárhagslegum stuðningi við stjórnmálaflokka. Spegilmynd þess er aftur sú að við göngum nokkuð langt í að takmarka heimildir flokkanna til að fjármagna sig af eigin rammleik,“ segir Bjarni í svari við fyrirspurn Vísis. Ríflegur stuðingur við flokka sem eiga ekki fulltrúa á þingi Bjarni segir að þetta eiga bæði um framlög frá einstaklingum, flokksfólki eða öðrum, og svo fyrirtækjum. En lögum um starfsemi stjórnmálaflokka er þeim óheimilt að taka á móti hærri framlögum frá lögaðilum en sem nemur 550.000 krónum á ári. Stjórnmálafélögum innan samstæðu stjórnmálasamtaka er þó heimilt að taka á móti framlögum frá lögaðilum umfram þá fjárhæð, samtals að hámarki 100.000 krónur. Bjarni segir að sett hafi verið nokkuð ströng viðmið um hámarksframlög. „Ég hef ekki framkvæmt neina rannsókn á því nákvæmlega hvað þetta hefur haft í för með sér en hef hins vegar tekið eftir því tiltölulega nýstofnaðir flokkar hafa búið að tugmilljóna sjóðum. Þá vekur einnig athygli hve ríflegur stuðningur er við stjórnmálaflokka sem engan fulltrúa fá kjörinn á Alþingi í kosningum.“ Frá kosningavöku Stöðvar2 2021. Gunnar Smári Egilsson einn leiðtoga Sósíalistaflokksins. Bjarni Benediktsson segir það vekja athygl hversu ríflegur stuðningur er við flokka sem náðu engum fulltrúa á þing, en Sósíalistaflokkurinn er sá flokkur sem náði yfir 2,5 prósenta viðmiðið sem þýðir að þeir njóta framlaga frá hinu opinbera.vísir/vilhelm Átta flokkar náðu manni inn í kjölfar síðustu alþingiskosninga. Sósíalistaflokkurinn er eini flokkurinn sem náði meiru en 2,5 prósenta viðmiðinu eftir kosningarnar 2021 en kveðið er á um í reglum að árlega skuli úthluta fé úr ríkissjóði til starfsemi stjórnmálasamtaka sem fengið hafa a.m.k. einn mann kjörinn á Alþingi eða hlotið hafa a.m.k. 2,5 prósent atkvæða í næstliðnum alþingiskosningum þá samkvæmt ákvörðun í fjárlögum hverju sinni. Takmörk fyrir því hversu miklu er hægt að veita í stjórnmálasamtök Bjarni segir það í sjálfu sér ekki vandamál að fólk eigi auðvelt með að stofna stjórnmálaflokka og láta í sér heyra, enda eðlilegur hluti af því að framkvæma lýðræðið í landinu. „Því eru hins vegar mörk sett hve langt á að ganga í að verja úr sameiginlegum sjóðum, af skattfé landsmanna, til þess að halda slíkri starfsemi úti. Að mínu áliti ættum við að gefa stjórnmálaflokkum meira svigrúm til að afla sér fjár á eigin forsendum og um leið að draga úr beinum opinberum styrkjum.“ Spurður hvort hann ætli að beita sér fyrir breytingum á reglum um þetta segir Bjarni að í júní hafi verið kynntar ýmsar aðhalds- og þennsluminnkandi aðgerðir. „Og þar var meðal annars dregið úr framlögum til stjórnmálaflokka, ásamt því að minnka verulega ferðakostnað stjórnarráðsins og fleira. Þess utan hef ég ekki lagt til grundvallarbreytingar á fyrirkomulaginu, en mér þykir mikilvægt að það sé reglulega til umræðu – að þessi útgjöld séu ekki á sjálfstýringu.“ Alþingi Stjórnsýsla Sósíalistaflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Fleiri fréttir „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Sjá meira
„Mér finnst við hafa gengið þó nokkuð langt í beinum fjárhagslegum stuðningi við stjórnmálaflokka. Spegilmynd þess er aftur sú að við göngum nokkuð langt í að takmarka heimildir flokkanna til að fjármagna sig af eigin rammleik,“ segir Bjarni í svari við fyrirspurn Vísis. Ríflegur stuðingur við flokka sem eiga ekki fulltrúa á þingi Bjarni segir að þetta eiga bæði um framlög frá einstaklingum, flokksfólki eða öðrum, og svo fyrirtækjum. En lögum um starfsemi stjórnmálaflokka er þeim óheimilt að taka á móti hærri framlögum frá lögaðilum en sem nemur 550.000 krónum á ári. Stjórnmálafélögum innan samstæðu stjórnmálasamtaka er þó heimilt að taka á móti framlögum frá lögaðilum umfram þá fjárhæð, samtals að hámarki 100.000 krónur. Bjarni segir að sett hafi verið nokkuð ströng viðmið um hámarksframlög. „Ég hef ekki framkvæmt neina rannsókn á því nákvæmlega hvað þetta hefur haft í för með sér en hef hins vegar tekið eftir því tiltölulega nýstofnaðir flokkar hafa búið að tugmilljóna sjóðum. Þá vekur einnig athygli hve ríflegur stuðningur er við stjórnmálaflokka sem engan fulltrúa fá kjörinn á Alþingi í kosningum.“ Frá kosningavöku Stöðvar2 2021. Gunnar Smári Egilsson einn leiðtoga Sósíalistaflokksins. Bjarni Benediktsson segir það vekja athygl hversu ríflegur stuðningur er við flokka sem náðu engum fulltrúa á þing, en Sósíalistaflokkurinn er sá flokkur sem náði yfir 2,5 prósenta viðmiðið sem þýðir að þeir njóta framlaga frá hinu opinbera.vísir/vilhelm Átta flokkar náðu manni inn í kjölfar síðustu alþingiskosninga. Sósíalistaflokkurinn er eini flokkurinn sem náði meiru en 2,5 prósenta viðmiðinu eftir kosningarnar 2021 en kveðið er á um í reglum að árlega skuli úthluta fé úr ríkissjóði til starfsemi stjórnmálasamtaka sem fengið hafa a.m.k. einn mann kjörinn á Alþingi eða hlotið hafa a.m.k. 2,5 prósent atkvæða í næstliðnum alþingiskosningum þá samkvæmt ákvörðun í fjárlögum hverju sinni. Takmörk fyrir því hversu miklu er hægt að veita í stjórnmálasamtök Bjarni segir það í sjálfu sér ekki vandamál að fólk eigi auðvelt með að stofna stjórnmálaflokka og láta í sér heyra, enda eðlilegur hluti af því að framkvæma lýðræðið í landinu. „Því eru hins vegar mörk sett hve langt á að ganga í að verja úr sameiginlegum sjóðum, af skattfé landsmanna, til þess að halda slíkri starfsemi úti. Að mínu áliti ættum við að gefa stjórnmálaflokkum meira svigrúm til að afla sér fjár á eigin forsendum og um leið að draga úr beinum opinberum styrkjum.“ Spurður hvort hann ætli að beita sér fyrir breytingum á reglum um þetta segir Bjarni að í júní hafi verið kynntar ýmsar aðhalds- og þennsluminnkandi aðgerðir. „Og þar var meðal annars dregið úr framlögum til stjórnmálaflokka, ásamt því að minnka verulega ferðakostnað stjórnarráðsins og fleira. Þess utan hef ég ekki lagt til grundvallarbreytingar á fyrirkomulaginu, en mér þykir mikilvægt að það sé reglulega til umræðu – að þessi útgjöld séu ekki á sjálfstýringu.“
Alþingi Stjórnsýsla Sósíalistaflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Fleiri fréttir „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Sjá meira