Vekjum íslenska markaðinn! Ívar Breki Benjamínsson skrifar 16. ágúst 2022 13:30 Lífeyrissjóðir hér á landi spila stórt hlutverk, sérstaklega á íslenskum hlutabréfamarkaði. Þrátt fyrir að lífeyrissjóðirnir hafi að mestu leyti haldið markaðnum á floti árin eftir hrun og spilað stórt hlutverk í endurreisn íslensks fjármálakerfis og hlutabréfamarkaðar, er mikilvægt að almenningur taki aukinn þátt. Það mun bæði gera markaðinn skilvirkari og auka dýpt hans. Ein af mögulegum ástæðum lítillar þátttöku almennings er trú hans að markaðurinn sé ekki nógu skilvirkur. Þar sem lífeyrissjóðir ráða lögum og lofum geta þeir komið í veg fyrir eðlilega eignamyndun og gert markaðinn berskjaldaðri fyrir pólitískum áherslum, ásamt því rennur stór hluti sparnaðar almennings til sjóðanna. Mögulegt er að minnka þessi áhrif með minni umsvifum lífeyrissjóðanna á markaði og með aukinni þátttöku almennings. Undanfarið eitt og hálft ár höfum við séð mikla aukningu á fjölda almennings á hlutabréfamarkaði og áætla má að skráning íslenskra fyrirtækja eins og Síldarvinnslunnar, Solid Clouds, Play og Íslandsbanka á markað spili þar stórt hlutverk. Hættan við það er að margir selji sig út fljótlega eftir útboð og þátttakan lækki á ný. Hvað getum við gert? Til að efla vitund almennings á markaði væri upplagt að einstaklingar gætu ráðstafað sinni séreign sjálfir eða jafnvel hluta af þeim iðgjaldagreiðslum sem þeir greiða í lífeyrissjóð í hlutabréf eða hlutabréfasjóði að eigin vali. Þetta myndi hafa jákvæð áhrif á markaðinn og virkja betur almenning. Hátt hlutfall af tekjum einstaklinga renna til lífeyrissjóðanna sem dregur úr svigrúmi einstaklinga til að fjárfesta í nýsköpun. Með auknu frjálsræði einstaklinga til að fjárfesta sjálfir sínum sparnaði gæti þróunin orðið önnur. Lífeyrissjóðir eru ekki endilega hentugustu fjárfestarnir í litlum og meðalstórum fyrirtækjum heldur eru einstaklingar betur til þess fallnir og jafnvel meira tilbúnir til að taka áhættuna. Sparnaði einstaklinga er beint frá íslensku atvinnulífi og til stærstu fyrirtækjanna vegna skyldusparnaðar sem getur leitt til bólu á innlendum eignamarkaði. Skattaafsláttur Skattaafsláttur til kaupa á hlutabréfum er leið sem hefur sannað gildi sitt. Hér á landi var slíkur afsláttur veittur og spilaði sú aðgerð sinn þátt í vexti hlutabréfamarkaðarins frá aldamótum. Það að veita skattaafslátt til þeirra sem fjárfesta á hlutabréfamarkaðnum gæti haft mjög jákvæð áhrif á markaðinn, skipt hann miklu máli og er ávinningurinn klárlega tilraunarinnar virði. Skattaafslættir myndu því auka fjölbreytni fjárfesta og fyrirtækja á markaði. Leyfum almenningi að velja Hlutabréfamarkaðir hafa sýnt efnahagslegt mikilvægi sitt í gegnum tíðina þegar kemur að atvinnusköpun og sem mikilvægt markaðstorg fyrir fjármögnun lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Þegar litið er til framtíðar er mikilvægt að markaðurinn haldist sjálfbær og hugsa þarf um hlutverk hans til langs tíma þannig að fólk og fyrirtæki geti haldið áfram að treysta honum. Þar koma stjórnvöld inn til að hvetja fólk og fyrirtæki til að beina kröftum sínum og fjármagni inn á markaðinn og leikur skattaafsláttur stórt hlutverk þar sem einstaklingar eru verðlaunaðir með þátttöku sinni á markaði. Nú er tími til kominn að gefa almenningi meira frjálsræði þegar kemur að fjárfestingum á sínum eigin sparnaði, enda getur vel verið að almenningur sjái möguleika í nýsköpun og hugviti betur en skrifstofur lífeyrissjóða og fjárfestingarnar dreifast meira um hagkerfið með almenning við stjórnvölin. Leyfum almenningi að velja! Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kauphöllin Mest lesið Halldór 08.02.2025 Halldór Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Sjá meira
Lífeyrissjóðir hér á landi spila stórt hlutverk, sérstaklega á íslenskum hlutabréfamarkaði. Þrátt fyrir að lífeyrissjóðirnir hafi að mestu leyti haldið markaðnum á floti árin eftir hrun og spilað stórt hlutverk í endurreisn íslensks fjármálakerfis og hlutabréfamarkaðar, er mikilvægt að almenningur taki aukinn þátt. Það mun bæði gera markaðinn skilvirkari og auka dýpt hans. Ein af mögulegum ástæðum lítillar þátttöku almennings er trú hans að markaðurinn sé ekki nógu skilvirkur. Þar sem lífeyrissjóðir ráða lögum og lofum geta þeir komið í veg fyrir eðlilega eignamyndun og gert markaðinn berskjaldaðri fyrir pólitískum áherslum, ásamt því rennur stór hluti sparnaðar almennings til sjóðanna. Mögulegt er að minnka þessi áhrif með minni umsvifum lífeyrissjóðanna á markaði og með aukinni þátttöku almennings. Undanfarið eitt og hálft ár höfum við séð mikla aukningu á fjölda almennings á hlutabréfamarkaði og áætla má að skráning íslenskra fyrirtækja eins og Síldarvinnslunnar, Solid Clouds, Play og Íslandsbanka á markað spili þar stórt hlutverk. Hættan við það er að margir selji sig út fljótlega eftir útboð og þátttakan lækki á ný. Hvað getum við gert? Til að efla vitund almennings á markaði væri upplagt að einstaklingar gætu ráðstafað sinni séreign sjálfir eða jafnvel hluta af þeim iðgjaldagreiðslum sem þeir greiða í lífeyrissjóð í hlutabréf eða hlutabréfasjóði að eigin vali. Þetta myndi hafa jákvæð áhrif á markaðinn og virkja betur almenning. Hátt hlutfall af tekjum einstaklinga renna til lífeyrissjóðanna sem dregur úr svigrúmi einstaklinga til að fjárfesta í nýsköpun. Með auknu frjálsræði einstaklinga til að fjárfesta sjálfir sínum sparnaði gæti þróunin orðið önnur. Lífeyrissjóðir eru ekki endilega hentugustu fjárfestarnir í litlum og meðalstórum fyrirtækjum heldur eru einstaklingar betur til þess fallnir og jafnvel meira tilbúnir til að taka áhættuna. Sparnaði einstaklinga er beint frá íslensku atvinnulífi og til stærstu fyrirtækjanna vegna skyldusparnaðar sem getur leitt til bólu á innlendum eignamarkaði. Skattaafsláttur Skattaafsláttur til kaupa á hlutabréfum er leið sem hefur sannað gildi sitt. Hér á landi var slíkur afsláttur veittur og spilaði sú aðgerð sinn þátt í vexti hlutabréfamarkaðarins frá aldamótum. Það að veita skattaafslátt til þeirra sem fjárfesta á hlutabréfamarkaðnum gæti haft mjög jákvæð áhrif á markaðinn, skipt hann miklu máli og er ávinningurinn klárlega tilraunarinnar virði. Skattaafslættir myndu því auka fjölbreytni fjárfesta og fyrirtækja á markaði. Leyfum almenningi að velja Hlutabréfamarkaðir hafa sýnt efnahagslegt mikilvægi sitt í gegnum tíðina þegar kemur að atvinnusköpun og sem mikilvægt markaðstorg fyrir fjármögnun lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Þegar litið er til framtíðar er mikilvægt að markaðurinn haldist sjálfbær og hugsa þarf um hlutverk hans til langs tíma þannig að fólk og fyrirtæki geti haldið áfram að treysta honum. Þar koma stjórnvöld inn til að hvetja fólk og fyrirtæki til að beina kröftum sínum og fjármagni inn á markaðinn og leikur skattaafsláttur stórt hlutverk þar sem einstaklingar eru verðlaunaðir með þátttöku sinni á markaði. Nú er tími til kominn að gefa almenningi meira frjálsræði þegar kemur að fjárfestingum á sínum eigin sparnaði, enda getur vel verið að almenningur sjái möguleika í nýsköpun og hugviti betur en skrifstofur lífeyrissjóða og fjárfestingarnar dreifast meira um hagkerfið með almenning við stjórnvölin. Leyfum almenningi að velja! Höfundur er hagfræðingur.
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun