Tæmdi Lebowski með prumpusprengju Bjarki Sigurðsson skrifar 16. ágúst 2022 13:51 Staðurinn tæmdist á svipstundu eftir að lyktin fór á stjá. Vísir/Vilhelm Óprúttinn aðili notaðist við einhverskonar prumpusprengju á Lebowski bar á laugardaginn og tæmdi staðinn á svipstundu. Eigandi barsins hvetur aðilann til að stunda iðjuna heima hjá sér frekar en á skemmtistöðum og börum. Um helgina var nóg að gera í bænum og gleðin var við völd, þar á meðal á Lebowski bar. Staðurinn var pakkfullur á laugardaginn þegar einhver mætti inn með prumpufýlusprengju og þegar lyktin tók yfir staðinn yfirgáfu hann allir og fóru út á götu. „Þetta hefur ekki komið áður fyrir hjá okkur en við höfum heyrt að aðrir staðir hafi lent í þessu, aðallega fyrir Covid. Þetta getur verið alveg agalegt. Þetta er tjón upp á gríðarlegar upphæðir. Við ætlum að gera allt í okkar valdi til að ná í þessa aðila,“ segir Arnar Þór Gíslason, einn eigenda Lebowski, í samtali við fréttastofu. Arnar Þór Gíslason, einn eigenda Lebowski.Vísir/Egill Lebowski var ekki eini staðurinn sem lenti í þessu um helgina og nú er verið að bera saman myndbönd frá Lebowski við myndbönd frá öðrum stöðum. „Þetta er ekkert í fyrsta sinn sem skemmtistaður lendir í þessu en sem betur fer náðum við að lofta vel út. Þetta eru leiðinda dúddar sem eru að standa í þessu,“ segir Arnar. Hann segist vera með nokkra grunaða. Hann hvetur þá sem bera ábyrgð á þessu að sleppa því að gera þetta og leyfa fólki að skemmta sér. „Það er gleði í fólki og við erum á fullu að undirbúa Menningarnótt og hvetjum flesta til að koma þá. Það er allt í blússandi gír og við erum að gera allt sem við getum til að gleðja landann og túristann. Keyra partýið í gang. Leiðindaatriði þegar svona aðilar halda að þetta sé fyndið og skemma fyrir öðrum,“ segir Arnar að lokum. Næturlíf Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Fleiri fréttir Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Sjá meira
Um helgina var nóg að gera í bænum og gleðin var við völd, þar á meðal á Lebowski bar. Staðurinn var pakkfullur á laugardaginn þegar einhver mætti inn með prumpufýlusprengju og þegar lyktin tók yfir staðinn yfirgáfu hann allir og fóru út á götu. „Þetta hefur ekki komið áður fyrir hjá okkur en við höfum heyrt að aðrir staðir hafi lent í þessu, aðallega fyrir Covid. Þetta getur verið alveg agalegt. Þetta er tjón upp á gríðarlegar upphæðir. Við ætlum að gera allt í okkar valdi til að ná í þessa aðila,“ segir Arnar Þór Gíslason, einn eigenda Lebowski, í samtali við fréttastofu. Arnar Þór Gíslason, einn eigenda Lebowski.Vísir/Egill Lebowski var ekki eini staðurinn sem lenti í þessu um helgina og nú er verið að bera saman myndbönd frá Lebowski við myndbönd frá öðrum stöðum. „Þetta er ekkert í fyrsta sinn sem skemmtistaður lendir í þessu en sem betur fer náðum við að lofta vel út. Þetta eru leiðinda dúddar sem eru að standa í þessu,“ segir Arnar. Hann segist vera með nokkra grunaða. Hann hvetur þá sem bera ábyrgð á þessu að sleppa því að gera þetta og leyfa fólki að skemmta sér. „Það er gleði í fólki og við erum á fullu að undirbúa Menningarnótt og hvetjum flesta til að koma þá. Það er allt í blússandi gír og við erum að gera allt sem við getum til að gleðja landann og túristann. Keyra partýið í gang. Leiðindaatriði þegar svona aðilar halda að þetta sé fyndið og skemma fyrir öðrum,“ segir Arnar að lokum.
Næturlíf Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Fleiri fréttir Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Sjá meira