Íbúar áhyggjufullir vegna mögulegrar efnistöku Bjarki Sigurðsson og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 16. ágúst 2022 15:20 Bragi Bjarnason, formaður bæjarráðs Árborgar, segir að það þurfi að ræða almennilega hver heildarávinningur efnistökunnar sé. Vísir/Egill Formaður bæjarráðs Árborgar er hræddur um að vegakerfið í sveitarfélaginu þoli ekki þann þungaflutning sem fyrirhugaður er um Suðurland vegna efnistöku á vikri á Mýrdalssandi við Hafursey. Hann segir að það þurfi í mörg horn að líta. Í gær var sagt frá fyrirhugaðri efnistöku á vikri á Mýrdalssandi við Hafursey en flytja á vikurinn úr landi til Evrópu og nota sem íblöndunarefni í sement. Miðað er við að flutningur á vikrinum verði stundaður 280 daga á ári og að farnar verði 107 ferðir yfir sólarhringinn. Að meðaltali er það ný ferð á korters fresti, allan sólarhringinn. Samkvæmt Braga Bjarnasyni, formanni bæjarráðs Árborgar, hafa íbúar áhyggjur af þessum fyrirætlunum og þá sérstaklega vegna umferðarþungans sem ferðirnar gætu skapað. „Við erum að tala um að þetta séu 107 ferðir á sólarhring. Hvaða leið á að velja af þessum valmöguleikum sem settir voru settir upp í gegnum sveitarfélagið Árborg, framhjá Stokkseyri, Eyrarbakka og Selfoss? Íbúar eru strax farnir að hugsa, fer þetta fram hjá mínum íbúðarhúsum með tilheyrandi hljóðmengun og þunga á vegakerfið,“ segir Bragi í samtali við fréttastofu. Hann segir umferðarþunga á Suðurlandsvegi nú þegar vera mikinn og að það þurfi að skoða hvort vegurinn þoli þetta álag. Spurning hvort kerfið þoli meira álag Hann segir þessa flutninga hafa kosti og galla sem þurfi að vega og meta. Hann segist hafa smá áhyggjur af því að gatnakerfið í Árborg þoli ekki meira álag. „Auðvitað er frábært að það sé verið að reyna að bæta kolefnisspor af sementsgerð í heiminum en við þurfum að vega kostina á móti hjá okkur með auknu kolefnisspori í þessum flutningum og öðru sem því fylgir,“ segir Bragi. Hann minnir á að málið sé enn á frumstigi og því sé mikilvægt að ræða almennilega um hver heildarávinningurinn sé. Þó ákvörðunarvaldið liggi hjá ríkinu skipti máli að láta í sér heyra. „Við höfum eitthvað um það að segja og það skiptir miklu máli sérstaklega þegar það er verið að fara í gegnum vegi sem eru innan sveitarfélaga og ekki skilgreindir sem þjóðvegur eitt,“ segir Bragi. Mýrdalshreppur Samgöngur Árborg Jarðakaup útlendinga Námuvinnsla Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Í gær var sagt frá fyrirhugaðri efnistöku á vikri á Mýrdalssandi við Hafursey en flytja á vikurinn úr landi til Evrópu og nota sem íblöndunarefni í sement. Miðað er við að flutningur á vikrinum verði stundaður 280 daga á ári og að farnar verði 107 ferðir yfir sólarhringinn. Að meðaltali er það ný ferð á korters fresti, allan sólarhringinn. Samkvæmt Braga Bjarnasyni, formanni bæjarráðs Árborgar, hafa íbúar áhyggjur af þessum fyrirætlunum og þá sérstaklega vegna umferðarþungans sem ferðirnar gætu skapað. „Við erum að tala um að þetta séu 107 ferðir á sólarhring. Hvaða leið á að velja af þessum valmöguleikum sem settir voru settir upp í gegnum sveitarfélagið Árborg, framhjá Stokkseyri, Eyrarbakka og Selfoss? Íbúar eru strax farnir að hugsa, fer þetta fram hjá mínum íbúðarhúsum með tilheyrandi hljóðmengun og þunga á vegakerfið,“ segir Bragi í samtali við fréttastofu. Hann segir umferðarþunga á Suðurlandsvegi nú þegar vera mikinn og að það þurfi að skoða hvort vegurinn þoli þetta álag. Spurning hvort kerfið þoli meira álag Hann segir þessa flutninga hafa kosti og galla sem þurfi að vega og meta. Hann segist hafa smá áhyggjur af því að gatnakerfið í Árborg þoli ekki meira álag. „Auðvitað er frábært að það sé verið að reyna að bæta kolefnisspor af sementsgerð í heiminum en við þurfum að vega kostina á móti hjá okkur með auknu kolefnisspori í þessum flutningum og öðru sem því fylgir,“ segir Bragi. Hann minnir á að málið sé enn á frumstigi og því sé mikilvægt að ræða almennilega um hver heildarávinningurinn sé. Þó ákvörðunarvaldið liggi hjá ríkinu skipti máli að láta í sér heyra. „Við höfum eitthvað um það að segja og það skiptir miklu máli sérstaklega þegar það er verið að fara í gegnum vegi sem eru innan sveitarfélaga og ekki skilgreindir sem þjóðvegur eitt,“ segir Bragi.
Mýrdalshreppur Samgöngur Árborg Jarðakaup útlendinga Námuvinnsla Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira