Sveitarstjórar á Suðurlandi hafa miklar efasemdir um áætlanir um stórfellda námuvinnslu við Hafursey og þungaflutninga um svæðið. Óttar Kolbeinsson Proppé hefur verið á ferð um Suðurlandið í dag og heyrt í fólki. Við verðum í beinni frá svæðinu og fjöllum nánar um málið í kvöldfréttum.
Hraunflæði í gosinu í Meradölum hefur minnkað verulega á síðustu dögum. Við verðum í beinni frá gosstöðvum og könnum hvort það styttist í goslok.
Við heyrum einnig í leikskólastjóra um biðlistana og kíkjum á óhefðbundinn kvennaklúbb í Grundarfirði – sem keyrir um á fjórhjólum.
Þetta og fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.
Hlusta má á kvöldfréttirnar í spilaranum hér að ofan.