Glóandi bráð úr gosinu í fyrra kreistist úr gamla hrauninu vegna þrýstings frá því nýja Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. ágúst 2022 20:29 Stórvarasamt getur verið að ganga á gamla hrauninu, ekki síst vegna áhrifa þrýstings frá nýja hrauninu. Vísir/Vilhelm Bráð úr hrauninu sem rann úr eldgosinu við Fagradalsfjall í fyrra hefur kreist út um hraunið vegna þunga nýja hraunsins sem rennur úr eldgosinu í Meradölum. Þessir kraftar gera það að verkum að enn varasamara getur verið að ganga á gamla hrauninu. Vakin er athygli á þessu á Faceboook-síðu Eldfjallafræði- og náttúruvárhóp Háskóla Ísland. Þar eru birtar myndir sem teknar voru af hrauninu sem rann um Meradali í fyrra. Fyrri myndin, sem sjá má hér að neðan, er tekin tólfta júní síðastliðinn. Rauði hringurinn táknar staðinn þar sem bráð frá gosinu 2021 kreistist út. Mynd sem tekin var í júní af hrauninu sem rann í fyrra. Rauði hringurinn táknaði svæðið sem opnaðist í síðustu viku undan miklu þrýstingi frá nýja hrauninu.Háskóli Íslands Myndin hér fyrir neðan sýnir hins vegar hraunið sem rann út um opið. Hraunið sem rann þarna kom úr gosinu á síðasta ári, ekki því sem gýs nú, þó að gos sé sökudólgurinn. „Þunginn á þessu nýja hrauni, hann er það mikill, að hann hefur ýtt út hraunkviku sem var í kjarnanum á 2021-hrauninu. Það kom þarna út um þetta op sem að myndaðist á þessum stað sem hringurinn er,“ segir Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, í samtali við Vísi þar sem hann er beðinn um að útskýra þetta fyrirbæri. Rauðu örvarnar sýna stefnuna sem bráðin rann í síðustu viku.Mynd/Háskóli Íslands. „Það er hraunkvika frá 2021 sem er að endurgjósa þarna,“ segir Þorvaldur. Vísbendingar eru uppi um að hraunið hafi runnið hratt. Eldfjallafræðingarnir Ármann Höskuldsson, í bakgrunni, og Þorvaldur Þórðarson, í forgrunni, eru á meðal þeirra sem halda úti Facebook-síðunni Eldfjallafræði- og náttúruvarhópur Háskóla Íslands.Vísir/Vilhelm „Við náttúrulega sáum ekki hvernig þetta gerðist en þarna opnast skorpan og það fer að flæða út. Ef að maður horfir á yfirborðið á hrauninu eru vísbendingar um að hún hafi flætt hratt. Þrýstingurinn af nýja hrauninu er greinilega það mikill,“ segir Þorvaldur. Hættan fyrir hendi Umræddar myndir eru teknar suðaustast í Meradölum og talið er að þetta hafi gerst fyrir um einni viku síðan. Töluvert rúmmál af kviku braust út og rann rúman kílómetra. Gestir sem heimsækja svæðið hafa verið eindregið varaðir við því að ganga á gamla og nýja hrauninu. Bendir Þorvaldur á að þessi atburður geri göngu á gamla hrauninu enn varasamari. „Nei, við mælum ekki með því. Þetta getur greinilega gerst og þegar það gerist þá er ekki gott að vera út á gamla hrauninu. Ef einhver hefði verið þarna út á í þessu tilfelli hefði hann getað lokast af og ekki komist til baka aftur upp á þurrt land.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Vísindi Tengdar fréttir Skellt í lás á morgun Þeim sem ætla að skoða eldgosið í Meradölum á morgun verður snúið við þar sem svæðinu verður lokað vegna slæms veður sem ganga á yfir svæðið. 16. ágúst 2022 19:36 Fór að gosstöðvunum á inniskónum því gönguskórnir voru of ljótir Tugir þúsunda hafa lagt leið sína að gosstöðvunum í Meradölum frá því að eldgos hófst þar fyrir tæpum tveimur vikum. Göngufólk hefur þó verið misvel búið og sumir lagt í hann ekki betur skóaðir en í inniskóm. 16. ágúst 2022 15:32 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira
Vakin er athygli á þessu á Faceboook-síðu Eldfjallafræði- og náttúruvárhóp Háskóla Ísland. Þar eru birtar myndir sem teknar voru af hrauninu sem rann um Meradali í fyrra. Fyrri myndin, sem sjá má hér að neðan, er tekin tólfta júní síðastliðinn. Rauði hringurinn táknar staðinn þar sem bráð frá gosinu 2021 kreistist út. Mynd sem tekin var í júní af hrauninu sem rann í fyrra. Rauði hringurinn táknaði svæðið sem opnaðist í síðustu viku undan miklu þrýstingi frá nýja hrauninu.Háskóli Íslands Myndin hér fyrir neðan sýnir hins vegar hraunið sem rann út um opið. Hraunið sem rann þarna kom úr gosinu á síðasta ári, ekki því sem gýs nú, þó að gos sé sökudólgurinn. „Þunginn á þessu nýja hrauni, hann er það mikill, að hann hefur ýtt út hraunkviku sem var í kjarnanum á 2021-hrauninu. Það kom þarna út um þetta op sem að myndaðist á þessum stað sem hringurinn er,“ segir Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, í samtali við Vísi þar sem hann er beðinn um að útskýra þetta fyrirbæri. Rauðu örvarnar sýna stefnuna sem bráðin rann í síðustu viku.Mynd/Háskóli Íslands. „Það er hraunkvika frá 2021 sem er að endurgjósa þarna,“ segir Þorvaldur. Vísbendingar eru uppi um að hraunið hafi runnið hratt. Eldfjallafræðingarnir Ármann Höskuldsson, í bakgrunni, og Þorvaldur Þórðarson, í forgrunni, eru á meðal þeirra sem halda úti Facebook-síðunni Eldfjallafræði- og náttúruvarhópur Háskóla Íslands.Vísir/Vilhelm „Við náttúrulega sáum ekki hvernig þetta gerðist en þarna opnast skorpan og það fer að flæða út. Ef að maður horfir á yfirborðið á hrauninu eru vísbendingar um að hún hafi flætt hratt. Þrýstingurinn af nýja hrauninu er greinilega það mikill,“ segir Þorvaldur. Hættan fyrir hendi Umræddar myndir eru teknar suðaustast í Meradölum og talið er að þetta hafi gerst fyrir um einni viku síðan. Töluvert rúmmál af kviku braust út og rann rúman kílómetra. Gestir sem heimsækja svæðið hafa verið eindregið varaðir við því að ganga á gamla og nýja hrauninu. Bendir Þorvaldur á að þessi atburður geri göngu á gamla hrauninu enn varasamari. „Nei, við mælum ekki með því. Þetta getur greinilega gerst og þegar það gerist þá er ekki gott að vera út á gamla hrauninu. Ef einhver hefði verið þarna út á í þessu tilfelli hefði hann getað lokast af og ekki komist til baka aftur upp á þurrt land.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Vísindi Tengdar fréttir Skellt í lás á morgun Þeim sem ætla að skoða eldgosið í Meradölum á morgun verður snúið við þar sem svæðinu verður lokað vegna slæms veður sem ganga á yfir svæðið. 16. ágúst 2022 19:36 Fór að gosstöðvunum á inniskónum því gönguskórnir voru of ljótir Tugir þúsunda hafa lagt leið sína að gosstöðvunum í Meradölum frá því að eldgos hófst þar fyrir tæpum tveimur vikum. Göngufólk hefur þó verið misvel búið og sumir lagt í hann ekki betur skóaðir en í inniskóm. 16. ágúst 2022 15:32 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira
Skellt í lás á morgun Þeim sem ætla að skoða eldgosið í Meradölum á morgun verður snúið við þar sem svæðinu verður lokað vegna slæms veður sem ganga á yfir svæðið. 16. ágúst 2022 19:36
Fór að gosstöðvunum á inniskónum því gönguskórnir voru of ljótir Tugir þúsunda hafa lagt leið sína að gosstöðvunum í Meradölum frá því að eldgos hófst þar fyrir tæpum tveimur vikum. Göngufólk hefur þó verið misvel búið og sumir lagt í hann ekki betur skóaðir en í inniskóm. 16. ágúst 2022 15:32