Liz Cheney hafnað af Repúblikönum í Wyoming Atli Ísleifsson skrifar 17. ágúst 2022 07:40 Liz Cheney ávarpar stuðningsmenn sína eftir að ljóst var að Harriet Hageman hafi hlotið fleiri atkvæði í forkosningunum. AP Bandarísku þingkonunni Liz Cheney var hafnað í forkosningum Repúblikana í Wyoming í gær vegna þingkosninganna sem fram fara í Bandaríkjunum í nóvember. Cheney, sem hefur átt sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings frá 2017, hefur verið einn helsti andstæðingur Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, innan Repúblikanaflokksins. Cheney beið lægri hlut fyrir Harriet Hageman í forkosningunum í gær. Hageman er tiltölulega ný á hinu pólitíska sviði og naut hún ötuls stuðnings Trumps og bandamanna hans. Hin 56 ára Cheney var önnur af einungis tveimur þingmönnum Repúblikana sem átti sæti í þingnefnd sem rannsakaði tilraunir Trumps til að halda völdum eftir að hann tapaði fyrir Demókratanum Joe Biden í forsetakosningunum 2020. Cheney, sem er dóttir Dick Cheney, fyrrverandi varaforseta, þótti áður ein af helstu vonarstjörnunum innan Repúblikanaflokksins. Harriet Hageman eftir sigurinn í gærkvöldi.AP Í frétt BBC segir að allir þeir tíu þingmenn Repúblikana, sem greiddu atkvæði með því að ákæra Trump eftir að stuðningsmenn hans réðust inn í bandaríska þinghúsið þann 6. janúar 2021, hafi orðið að skotmörkum stuðningsmanna Trumps sem hafa unnið að því hörðum höndum að bola þeim frá völdum eða úr flokknum. Enn sem komið er hafa fjórir þeirra ákveðið að setjast í helgan stein og fjórir þeirra hafa beðið lægri hlut í forkosningum flokksins vegna þingkosninganna í nóvember næstkomandi, gegn frambjóðanda sem nýtur stuðnings Trumps – í Wyoming, Washington, Michigan og Suður-Karólínu. Hinum tveimur hefur þó tekist að vinna sigra í forkosningunum flokksins og verða þeir í framboði fyrir flokkinn í kosningunum sem fram fara 8. nóvember. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Trump vildi leiða vopnaða stuðningsmenn að þinghúsinu Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, vildi leiða stuðningsmenn sína að þinghúsinu þrátt fyrir að honum hefði verið sagt að sumir þeirra væru vopnaðir. Starfsmaður í Hvíta húsinu segir að Trump hafi viljað að málmleitarhlið yrðu fjarlægð til að hægja ekki á stuðningsmönnunum. 29. júní 2022 09:11 Gagnrýnir landsnefndina fyrir að beita sér gegn andstæðingum Trumps Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjanna, gagnrýndi í kvöld landsnefnd flokksins fyrir að ávíta tvo þingmenn flokksins. Það gerði landsnefndin vegna þess að þingmennirnir tveir taka þátt í rannsókn fulltrúadeildarinnar á rannsókninni á þinghúsið í fyrra. 8. febrúar 2022 23:53 Afneita eigin þingkonu vegna gagnrýni hennar á Trump Repúblikanar í Wyoming í Bandaríkjunum samþykktu að afneita Liz Cheney, fulltrúadeildarþingmanni flokksins, og hvöttu landsnefnd flokksins til þess að reka hana. Staðföst gagnrýni Cheney á hlut Donalds Trump í árásinni á bandaríska þinghúsið fer fyrir brjóstið á flokkssystkinum hennar. 17. nóvember 2021 13:28 Stefanik tekin við af Cheney Þingmenn Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa kosið að gera þingkonuna Elisu Stefanik, frá New York, að þriðja æðsta meðlimi þingflokksins. Hún bar sigur úr býtum gegn þingmanninum Chip Roy, frá Texas. Atkvæðagreiðslan fór 134-46. 14. maí 2021 15:12 Cheney vikið úr embætti: Ætlar áfram að beita sér gegn Trump Liz Cheney var í dag vikið úr embætti sínu sem þriðji æðsti Repúblikaninn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Haldin var atkvæðagreiðsla hjá þingflokknum en úrslitin voru svo gott sem ljós löngu fyrir það, þar sem aðrir leiðtogar flokksins höfðu snúist gegn henni. 12. maí 2021 14:44 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira
Cheney beið lægri hlut fyrir Harriet Hageman í forkosningunum í gær. Hageman er tiltölulega ný á hinu pólitíska sviði og naut hún ötuls stuðnings Trumps og bandamanna hans. Hin 56 ára Cheney var önnur af einungis tveimur þingmönnum Repúblikana sem átti sæti í þingnefnd sem rannsakaði tilraunir Trumps til að halda völdum eftir að hann tapaði fyrir Demókratanum Joe Biden í forsetakosningunum 2020. Cheney, sem er dóttir Dick Cheney, fyrrverandi varaforseta, þótti áður ein af helstu vonarstjörnunum innan Repúblikanaflokksins. Harriet Hageman eftir sigurinn í gærkvöldi.AP Í frétt BBC segir að allir þeir tíu þingmenn Repúblikana, sem greiddu atkvæði með því að ákæra Trump eftir að stuðningsmenn hans réðust inn í bandaríska þinghúsið þann 6. janúar 2021, hafi orðið að skotmörkum stuðningsmanna Trumps sem hafa unnið að því hörðum höndum að bola þeim frá völdum eða úr flokknum. Enn sem komið er hafa fjórir þeirra ákveðið að setjast í helgan stein og fjórir þeirra hafa beðið lægri hlut í forkosningum flokksins vegna þingkosninganna í nóvember næstkomandi, gegn frambjóðanda sem nýtur stuðnings Trumps – í Wyoming, Washington, Michigan og Suður-Karólínu. Hinum tveimur hefur þó tekist að vinna sigra í forkosningunum flokksins og verða þeir í framboði fyrir flokkinn í kosningunum sem fram fara 8. nóvember.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Trump vildi leiða vopnaða stuðningsmenn að þinghúsinu Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, vildi leiða stuðningsmenn sína að þinghúsinu þrátt fyrir að honum hefði verið sagt að sumir þeirra væru vopnaðir. Starfsmaður í Hvíta húsinu segir að Trump hafi viljað að málmleitarhlið yrðu fjarlægð til að hægja ekki á stuðningsmönnunum. 29. júní 2022 09:11 Gagnrýnir landsnefndina fyrir að beita sér gegn andstæðingum Trumps Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjanna, gagnrýndi í kvöld landsnefnd flokksins fyrir að ávíta tvo þingmenn flokksins. Það gerði landsnefndin vegna þess að þingmennirnir tveir taka þátt í rannsókn fulltrúadeildarinnar á rannsókninni á þinghúsið í fyrra. 8. febrúar 2022 23:53 Afneita eigin þingkonu vegna gagnrýni hennar á Trump Repúblikanar í Wyoming í Bandaríkjunum samþykktu að afneita Liz Cheney, fulltrúadeildarþingmanni flokksins, og hvöttu landsnefnd flokksins til þess að reka hana. Staðföst gagnrýni Cheney á hlut Donalds Trump í árásinni á bandaríska þinghúsið fer fyrir brjóstið á flokkssystkinum hennar. 17. nóvember 2021 13:28 Stefanik tekin við af Cheney Þingmenn Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa kosið að gera þingkonuna Elisu Stefanik, frá New York, að þriðja æðsta meðlimi þingflokksins. Hún bar sigur úr býtum gegn þingmanninum Chip Roy, frá Texas. Atkvæðagreiðslan fór 134-46. 14. maí 2021 15:12 Cheney vikið úr embætti: Ætlar áfram að beita sér gegn Trump Liz Cheney var í dag vikið úr embætti sínu sem þriðji æðsti Repúblikaninn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Haldin var atkvæðagreiðsla hjá þingflokknum en úrslitin voru svo gott sem ljós löngu fyrir það, þar sem aðrir leiðtogar flokksins höfðu snúist gegn henni. 12. maí 2021 14:44 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira
Trump vildi leiða vopnaða stuðningsmenn að þinghúsinu Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, vildi leiða stuðningsmenn sína að þinghúsinu þrátt fyrir að honum hefði verið sagt að sumir þeirra væru vopnaðir. Starfsmaður í Hvíta húsinu segir að Trump hafi viljað að málmleitarhlið yrðu fjarlægð til að hægja ekki á stuðningsmönnunum. 29. júní 2022 09:11
Gagnrýnir landsnefndina fyrir að beita sér gegn andstæðingum Trumps Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjanna, gagnrýndi í kvöld landsnefnd flokksins fyrir að ávíta tvo þingmenn flokksins. Það gerði landsnefndin vegna þess að þingmennirnir tveir taka þátt í rannsókn fulltrúadeildarinnar á rannsókninni á þinghúsið í fyrra. 8. febrúar 2022 23:53
Afneita eigin þingkonu vegna gagnrýni hennar á Trump Repúblikanar í Wyoming í Bandaríkjunum samþykktu að afneita Liz Cheney, fulltrúadeildarþingmanni flokksins, og hvöttu landsnefnd flokksins til þess að reka hana. Staðföst gagnrýni Cheney á hlut Donalds Trump í árásinni á bandaríska þinghúsið fer fyrir brjóstið á flokkssystkinum hennar. 17. nóvember 2021 13:28
Stefanik tekin við af Cheney Þingmenn Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa kosið að gera þingkonuna Elisu Stefanik, frá New York, að þriðja æðsta meðlimi þingflokksins. Hún bar sigur úr býtum gegn þingmanninum Chip Roy, frá Texas. Atkvæðagreiðslan fór 134-46. 14. maí 2021 15:12
Cheney vikið úr embætti: Ætlar áfram að beita sér gegn Trump Liz Cheney var í dag vikið úr embætti sínu sem þriðji æðsti Repúblikaninn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Haldin var atkvæðagreiðsla hjá þingflokknum en úrslitin voru svo gott sem ljós löngu fyrir það, þar sem aðrir leiðtogar flokksins höfðu snúist gegn henni. 12. maí 2021 14:44