Vill að Þjóðverjar byggi höfn í Vík Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 17. ágúst 2022 13:31 Einar Freyr Elínarson er sveitarstjóri Mýrdalshrepps. Hann vill sleppa því að flytja vikurinn eftir vegakerfi Íslands og skella honum beint um borð í bát. vísir/egill Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill ráðast í hafnargerð í Vík í Mýrdal til að koma í veg fyrir umfangsmikla vikurflutninga um Suðurlandsveginn. Höfnin myndi skapa mikil tækifæri fyrir þorpið, sem er í dag eina hafnarlausa sjávarþorp landsins. Fréttastofa hefur fjallað talsvert um fyrirhugaða þungaflutninga um Suðurlandsveginn. Það er þýska fyrirtækið EP Power Minerals sem stendur að baki áformunum en fyrirtækið vill hefja efnistöku á vikri við Hafursey á Mýrdalssandi. Vikurinn yrði síðan fluttur með vörubílum alla leið til Þorlákshafnar - nýr bíll færi af stað á kortersfresti. „Nú þverar þjóðvegur 1 enn sem komið er nokkur þéttbýli á leiðinni til Þorlákshafnar. Þannig við leggjum það til hjá sveitarfélaginu að það verði skoðaður sá möguleiki að skipa þessu öllu út héðan frá ströndinni og ráðast í hafnargerð,“ segir Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps. Vík er í dag eina sjávarþorp landsins þar sem ekki má finna neina höfn. Gríðarlega mikill sandur er nefnilega á hafsbotni allt í kring um bæinn. Er alveg raunhæft að koma hér upp höfn? „Ég held að mönnum hafi ekki fundist það raunhæft hingað til. En það hvað er raunhæft er auðvitað mjög afstætt. Menn héldu hér fyrir ekkert svo löngu síðan að það væri ekki raunhæft að brúa yfir jökulsá en þar er verið að klára núna glæsilega tvíbreiða brú. Það er búið að gera höfn í Landeyjahöfn og ég held að það sé vel hægt að læra af því módeli og betrumbæta það. Þannig að já, ég held að þetta sé alveg klárlega möguleiki sem er hægt að skoða,“ segir Einar. Sveitarfélagið hefur þegar sett sig í samband við þýska fyrirtækið, sem Einar segir að taki ekki endilega illa í þessa hugmynd. „Því að við sjáum ekki fyrir okkur að þetta yrði fjármagnað af opinberu fé. En getur boðið upp á tækifæri í alls konar atvinnuþróun; bara í ferðamennsku og sjávarútvegi líka. Þannig að þetta gæti verið mjög spennandi tækifæri fyrir okkur,“ segir Einar. Hann hefur miklar efasemdir um að hin leiðin - tíðar ferðir vöruflutningabíla sem keyra burt úr sveitarfélaginu með vikur til Þorlákshafnar til að flytja hann til meginlandsins þaðan - myndi skila miklum ávinningi fyrir íbúa Mýrdalshrepps. Mýrdalshreppur Sjávarútvegur Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Námuvinnsla Tengdar fréttir Íbúar áhyggjufullir vegna mögulegrar efnistöku Formaður bæjarráðs Árborgar er hræddur um að vegakerfið í sveitarfélaginu þoli ekki þann þungaflutning sem fyrirhugaður er um Suðurland vegna efnistöku á vikri á Mýrdalssandi við Hafursey. Hann segir að það þurfi í mörg horn að líta. 16. ágúst 2022 15:20 „Þetta heitir að selja ömmu sína tvisvar“ Fyrirhuguð stórfelld námuvinnsla og miklir þungaflutningar um Suðurland leggjast afar illa í marga sem keppast við að fordæma fyrirætlanirnar. 15. ágúst 2022 13:53 Hjörleifshöfði seldur Íslendingum og Þjóðverjum Hjörleifshöfði í Mýrdalshreppi hefur verið seldur íslenskum og þýskum aðilum. Þetta herma heimildir fréttastofu. Til stendur að nýta jörðina meðal annars í ferðaþjónustu og vinnslu úr Kötluvikri. 23. nóvember 2020 14:31 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Fréttastofa hefur fjallað talsvert um fyrirhugaða þungaflutninga um Suðurlandsveginn. Það er þýska fyrirtækið EP Power Minerals sem stendur að baki áformunum en fyrirtækið vill hefja efnistöku á vikri við Hafursey á Mýrdalssandi. Vikurinn yrði síðan fluttur með vörubílum alla leið til Þorlákshafnar - nýr bíll færi af stað á kortersfresti. „Nú þverar þjóðvegur 1 enn sem komið er nokkur þéttbýli á leiðinni til Þorlákshafnar. Þannig við leggjum það til hjá sveitarfélaginu að það verði skoðaður sá möguleiki að skipa þessu öllu út héðan frá ströndinni og ráðast í hafnargerð,“ segir Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps. Vík er í dag eina sjávarþorp landsins þar sem ekki má finna neina höfn. Gríðarlega mikill sandur er nefnilega á hafsbotni allt í kring um bæinn. Er alveg raunhæft að koma hér upp höfn? „Ég held að mönnum hafi ekki fundist það raunhæft hingað til. En það hvað er raunhæft er auðvitað mjög afstætt. Menn héldu hér fyrir ekkert svo löngu síðan að það væri ekki raunhæft að brúa yfir jökulsá en þar er verið að klára núna glæsilega tvíbreiða brú. Það er búið að gera höfn í Landeyjahöfn og ég held að það sé vel hægt að læra af því módeli og betrumbæta það. Þannig að já, ég held að þetta sé alveg klárlega möguleiki sem er hægt að skoða,“ segir Einar. Sveitarfélagið hefur þegar sett sig í samband við þýska fyrirtækið, sem Einar segir að taki ekki endilega illa í þessa hugmynd. „Því að við sjáum ekki fyrir okkur að þetta yrði fjármagnað af opinberu fé. En getur boðið upp á tækifæri í alls konar atvinnuþróun; bara í ferðamennsku og sjávarútvegi líka. Þannig að þetta gæti verið mjög spennandi tækifæri fyrir okkur,“ segir Einar. Hann hefur miklar efasemdir um að hin leiðin - tíðar ferðir vöruflutningabíla sem keyra burt úr sveitarfélaginu með vikur til Þorlákshafnar til að flytja hann til meginlandsins þaðan - myndi skila miklum ávinningi fyrir íbúa Mýrdalshrepps.
Mýrdalshreppur Sjávarútvegur Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Námuvinnsla Tengdar fréttir Íbúar áhyggjufullir vegna mögulegrar efnistöku Formaður bæjarráðs Árborgar er hræddur um að vegakerfið í sveitarfélaginu þoli ekki þann þungaflutning sem fyrirhugaður er um Suðurland vegna efnistöku á vikri á Mýrdalssandi við Hafursey. Hann segir að það þurfi í mörg horn að líta. 16. ágúst 2022 15:20 „Þetta heitir að selja ömmu sína tvisvar“ Fyrirhuguð stórfelld námuvinnsla og miklir þungaflutningar um Suðurland leggjast afar illa í marga sem keppast við að fordæma fyrirætlanirnar. 15. ágúst 2022 13:53 Hjörleifshöfði seldur Íslendingum og Þjóðverjum Hjörleifshöfði í Mýrdalshreppi hefur verið seldur íslenskum og þýskum aðilum. Þetta herma heimildir fréttastofu. Til stendur að nýta jörðina meðal annars í ferðaþjónustu og vinnslu úr Kötluvikri. 23. nóvember 2020 14:31 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Íbúar áhyggjufullir vegna mögulegrar efnistöku Formaður bæjarráðs Árborgar er hræddur um að vegakerfið í sveitarfélaginu þoli ekki þann þungaflutning sem fyrirhugaður er um Suðurland vegna efnistöku á vikri á Mýrdalssandi við Hafursey. Hann segir að það þurfi í mörg horn að líta. 16. ágúst 2022 15:20
„Þetta heitir að selja ömmu sína tvisvar“ Fyrirhuguð stórfelld námuvinnsla og miklir þungaflutningar um Suðurland leggjast afar illa í marga sem keppast við að fordæma fyrirætlanirnar. 15. ágúst 2022 13:53
Hjörleifshöfði seldur Íslendingum og Þjóðverjum Hjörleifshöfði í Mýrdalshreppi hefur verið seldur íslenskum og þýskum aðilum. Þetta herma heimildir fréttastofu. Til stendur að nýta jörðina meðal annars í ferðaþjónustu og vinnslu úr Kötluvikri. 23. nóvember 2020 14:31
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent