Man United íhugar að fá Pulisic á láni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. ágúst 2022 13:00 Nýjasti leikmaðurinn til að vera orðaður við Man United. Matthew Ashton/Getty Images Forráðamenn Manchester United halda áfram að draga nöfn upp úr hatti og íhuga hvort félagið ætti að reyna sækja þann leikmann sem kemur upp hverju sinni. Eftir að hafa verið orðað við Casemiro, miðjumann Evrópumeistara Real Madríd, og Yann Sommer, markvörð Borussia Mönchengladbach, þá virðist sem Man Utd vilji fá Christian Pulisic á láni frá Chelsea. Pulisic er eftirsóttur en samkvæmt heimildum The Athletic hafa Newcastle United, Juventus og Atlético Madríd öll augastað á þessum 23 ára gamla vængmanni. Chelsea borgaði 58 milljón punda fyrir leikmanninn árið 2019 en hann hefur ekki náð að sýna sínar bestu hliðar í Lundúnum. Exclusive: Manchester United are considering taking USMNT captain Christian Pulisic on loan from their Premier League rivals Chelsea, The Athletic can reveal. pic.twitter.com/PSqVqxV3Zs— The Athletic UK (@TheAthleticUK) August 17, 2022 Nú virðist Chelsea tilbúið að láta Pulisic fara og leikmaðurinn virðist tilbúinn líka. Hann er í leit að meiri spiltíma svo hann verði í sínu besta formi er HM í Katar hefst. Þar mun hann leiða þjóð sína út en Pulisic er fyrirliði liðsins. Hann hefur komið inn af bekknum í fyrstu tveimur leikjum Chelsea á leiktíðinni en vill vera í liði þar sem hann á meiri möguleika á að byrja leiki. Samkvæmt The Athletic væri Pulisic helst til í að fara til Manchester United þó svo að liðið sitji á botni ensku úrvalsdeildarinnar án stiga. Mögulega sér hann fram á að fá nóg að spila í liði sem sárlega vantar neista fram á við. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Ronaldo segir sannleikann koma í ljós eftir tvær vikur: Fær að heyra það frá Neville Gary Neville, sparkspekingur á Sky Sports og fyrrum samherji Cristiano Ronaldo hjá Manchester United er allt annað en sáttur með ummæli Ronaldo á Instagram. Þar sagði Portúgalinn að eftir tvær vikur kæmi í ljós að fjölmiðlar hefðu verið að ljúga. 17. ágúst 2022 11:01 United nær ekki að semja við Rabiot og íhugar nú miðjumann Real Madrid Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United virðist ekki ætla að ná að semja við franska miðjumanninn Adrien Rabiot og liðið skoðar nú aðra möguleika til að styrkja miðsvæðið. 17. ágúst 2022 07:00 Segir kaldhæðnislegt að leikmenn Man Utd vilji sjá félagið sækja fleiri leikmenn Manchester United hefur farið skelfilega af stað í ensku úrvalsdeildinni. Liðið hefur tapað báðum sínum leikjum til þessa, fengið á sig sex mörk og aðeins skorað eitt. Það er þó kaldhæðnislegt að leikmenn félagsins vilji sjá forráðamenn þess festa kaup á nýjum, og betri, leikmönnum. 16. ágúst 2022 09:01 Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður Sport Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Gummi Tóta og félagar tilbúnir að „leggja örkinni“ á Brúnni Fótbolti Dagskráin í dag: Víkingar og Rauðu djöflarnir í Evrópu Sport Fleiri fréttir Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Sjá meira
Eftir að hafa verið orðað við Casemiro, miðjumann Evrópumeistara Real Madríd, og Yann Sommer, markvörð Borussia Mönchengladbach, þá virðist sem Man Utd vilji fá Christian Pulisic á láni frá Chelsea. Pulisic er eftirsóttur en samkvæmt heimildum The Athletic hafa Newcastle United, Juventus og Atlético Madríd öll augastað á þessum 23 ára gamla vængmanni. Chelsea borgaði 58 milljón punda fyrir leikmanninn árið 2019 en hann hefur ekki náð að sýna sínar bestu hliðar í Lundúnum. Exclusive: Manchester United are considering taking USMNT captain Christian Pulisic on loan from their Premier League rivals Chelsea, The Athletic can reveal. pic.twitter.com/PSqVqxV3Zs— The Athletic UK (@TheAthleticUK) August 17, 2022 Nú virðist Chelsea tilbúið að láta Pulisic fara og leikmaðurinn virðist tilbúinn líka. Hann er í leit að meiri spiltíma svo hann verði í sínu besta formi er HM í Katar hefst. Þar mun hann leiða þjóð sína út en Pulisic er fyrirliði liðsins. Hann hefur komið inn af bekknum í fyrstu tveimur leikjum Chelsea á leiktíðinni en vill vera í liði þar sem hann á meiri möguleika á að byrja leiki. Samkvæmt The Athletic væri Pulisic helst til í að fara til Manchester United þó svo að liðið sitji á botni ensku úrvalsdeildarinnar án stiga. Mögulega sér hann fram á að fá nóg að spila í liði sem sárlega vantar neista fram á við.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Ronaldo segir sannleikann koma í ljós eftir tvær vikur: Fær að heyra það frá Neville Gary Neville, sparkspekingur á Sky Sports og fyrrum samherji Cristiano Ronaldo hjá Manchester United er allt annað en sáttur með ummæli Ronaldo á Instagram. Þar sagði Portúgalinn að eftir tvær vikur kæmi í ljós að fjölmiðlar hefðu verið að ljúga. 17. ágúst 2022 11:01 United nær ekki að semja við Rabiot og íhugar nú miðjumann Real Madrid Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United virðist ekki ætla að ná að semja við franska miðjumanninn Adrien Rabiot og liðið skoðar nú aðra möguleika til að styrkja miðsvæðið. 17. ágúst 2022 07:00 Segir kaldhæðnislegt að leikmenn Man Utd vilji sjá félagið sækja fleiri leikmenn Manchester United hefur farið skelfilega af stað í ensku úrvalsdeildinni. Liðið hefur tapað báðum sínum leikjum til þessa, fengið á sig sex mörk og aðeins skorað eitt. Það er þó kaldhæðnislegt að leikmenn félagsins vilji sjá forráðamenn þess festa kaup á nýjum, og betri, leikmönnum. 16. ágúst 2022 09:01 Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður Sport Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Gummi Tóta og félagar tilbúnir að „leggja örkinni“ á Brúnni Fótbolti Dagskráin í dag: Víkingar og Rauðu djöflarnir í Evrópu Sport Fleiri fréttir Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Sjá meira
Ronaldo segir sannleikann koma í ljós eftir tvær vikur: Fær að heyra það frá Neville Gary Neville, sparkspekingur á Sky Sports og fyrrum samherji Cristiano Ronaldo hjá Manchester United er allt annað en sáttur með ummæli Ronaldo á Instagram. Þar sagði Portúgalinn að eftir tvær vikur kæmi í ljós að fjölmiðlar hefðu verið að ljúga. 17. ágúst 2022 11:01
United nær ekki að semja við Rabiot og íhugar nú miðjumann Real Madrid Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United virðist ekki ætla að ná að semja við franska miðjumanninn Adrien Rabiot og liðið skoðar nú aðra möguleika til að styrkja miðsvæðið. 17. ágúst 2022 07:00
Segir kaldhæðnislegt að leikmenn Man Utd vilji sjá félagið sækja fleiri leikmenn Manchester United hefur farið skelfilega af stað í ensku úrvalsdeildinni. Liðið hefur tapað báðum sínum leikjum til þessa, fengið á sig sex mörk og aðeins skorað eitt. Það er þó kaldhæðnislegt að leikmenn félagsins vilji sjá forráðamenn þess festa kaup á nýjum, og betri, leikmönnum. 16. ágúst 2022 09:01