LeBron skrifar undir sögulegan samning hjá Lakers Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. ágúst 2022 10:31 LeBron er eflaust aðeins ánægðari í dag en hann var þarna. EPA-EFE/JOHN G. MABANGLO Körfuboltamaðurinn LeBron James hefur skrifað undir nýjan samning við Los Angeles Lakers. Samningurinn gildir til 2024 en getur verið framlengdur um auka ár eftir það, þá verður LeBron kominn á fimmtugsaldur. Samningurinn gerir það líka að verkum að LeBron verður launahæsti leikmaður í sögu NBA. Áður en nýr samningur var tilkynntur hafði verið smá óvissa um framtíð LeBron þar sem hann hafði gefið út að hann vildi spila með syni sínum áður en skórnir færu upp í hillu. Það gæti enn verið að Lebron yfirgefi Lakers þegar samningurinn, sem gildir til tveggja ára, rennur út. Samningurinn færir LeBron 97 milljónir Bandaríkjadala (13,5 milljarða íslenskra króna) í vasann. Þá er svokallaður „player option“ í samningnum sem þýðir að LeBron getur í raun sjálfur ákveðið hvort hann verði hjá Lakers til 2025 eða semji við annað lið þegar þar að kemur. Það gæti gert það að verkum að hann fari til smærra liðs til að spila með syni sínum. Samningurinn gerir LeBron að launahæsta leikmanni í sögu deildarinnar. Samtals mun LeBron fá greiddar 532 milljónir Bandararíkjadala fyrir tíma sinn í deildinni. Aðeins er um að ræða laun sem körfuboltamaður, hann hefur svo þénað álíka mikið í gegnum hinar ýmsu fjárfestingar og auglýsingasamninga. LeBron has agreed on a 2-year contract extension with the Lakers worth $97.1M that'll include a player option for the '24-25 season. The deal also include a 15% trade kicker and he now surpasses KD as the highest earner in NBA history with $532M in guaranteed money. #OriginSport pic.twitter.com/e4bXirXO09— Carol Radull (@CarolRadull) August 18, 2022 Lakers misstu af úrslitakeppninni á síðasta tímabili, aðallega vegna meiðsla LeBron James og Anthony Davis. Verði þeir tveir heilir í vetur má ætla að liðið komist í úrslitakeppnina og LeBron haldi áfram að skrá sig á spjöld sögunnar. Þessi ótrúlegi íþróttamaður er fara hefja sitt 20. tímabil í NBA deildinni. Hann er sem stendur í öðru sæti yfir stigahæstu leikmenn í sögu deildarinnar. Reikna má með að LeBron brjóti það met í vetur fari svo að hann haldist heill heilsu. Raunar má reikna með að hann verði langstigahæsti leikmaður deildarinnar þegar skórnir fara loks upp í hillu árið 2024 eða 2025. Hversu margir hringarnir verða á þeim tíma, það verður bara að koma í ljós. Körfubolti NBA Tengdar fréttir Sexan hengd upp í rjáfur til heiðurs Bill Russell | Hvað gerir LeBron James? NBA deildin í körfubolta hefur ákveðið að hengja treyju númer 6 upp í rjáfur til heiðurs goðsögninni Bill Russell. Það þýðir að aldrei aftur mun neinn spila í treyju númer 6 í NBA deildinni. LeBron James, ein skærasta stjarna deildarinnar lék í treyju númer 6 á síðustu leiktíð og því spurning hvaða númer hann mun bera á bakinu er deildin hefst á nýjan leik í haust. 12. ágúst 2022 07:00 LeBron James á leið í fámennan hóp Körfuboltastjarnan LeBron James, sem leikur með Los Angeles Lakers í NBA-deildinni, mun verða hluti af fámennum hópi manna á komandi leiktíð. Hann mun þá spila sína tuttugustu leiktíð í deildinni. 29. júlí 2022 22:31 LeBron skoðaði Drangey með fyrirliða Tindastóls Stórstjarnan LeBron James virðist heldur betur hafa notið lífsins á Ísland ef marka má fréttir og myndir af kappanum hér á landi. Nýjustu myndirnar sýna LeBron og Helga Rafn Viggósson, fyrirliða körfuknattsleiksliðs Tindastóls, í mesta bróðerni. 4. júlí 2022 13:31 Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Sjá meira
Áður en nýr samningur var tilkynntur hafði verið smá óvissa um framtíð LeBron þar sem hann hafði gefið út að hann vildi spila með syni sínum áður en skórnir færu upp í hillu. Það gæti enn verið að Lebron yfirgefi Lakers þegar samningurinn, sem gildir til tveggja ára, rennur út. Samningurinn færir LeBron 97 milljónir Bandaríkjadala (13,5 milljarða íslenskra króna) í vasann. Þá er svokallaður „player option“ í samningnum sem þýðir að LeBron getur í raun sjálfur ákveðið hvort hann verði hjá Lakers til 2025 eða semji við annað lið þegar þar að kemur. Það gæti gert það að verkum að hann fari til smærra liðs til að spila með syni sínum. Samningurinn gerir LeBron að launahæsta leikmanni í sögu deildarinnar. Samtals mun LeBron fá greiddar 532 milljónir Bandararíkjadala fyrir tíma sinn í deildinni. Aðeins er um að ræða laun sem körfuboltamaður, hann hefur svo þénað álíka mikið í gegnum hinar ýmsu fjárfestingar og auglýsingasamninga. LeBron has agreed on a 2-year contract extension with the Lakers worth $97.1M that'll include a player option for the '24-25 season. The deal also include a 15% trade kicker and he now surpasses KD as the highest earner in NBA history with $532M in guaranteed money. #OriginSport pic.twitter.com/e4bXirXO09— Carol Radull (@CarolRadull) August 18, 2022 Lakers misstu af úrslitakeppninni á síðasta tímabili, aðallega vegna meiðsla LeBron James og Anthony Davis. Verði þeir tveir heilir í vetur má ætla að liðið komist í úrslitakeppnina og LeBron haldi áfram að skrá sig á spjöld sögunnar. Þessi ótrúlegi íþróttamaður er fara hefja sitt 20. tímabil í NBA deildinni. Hann er sem stendur í öðru sæti yfir stigahæstu leikmenn í sögu deildarinnar. Reikna má með að LeBron brjóti það met í vetur fari svo að hann haldist heill heilsu. Raunar má reikna með að hann verði langstigahæsti leikmaður deildarinnar þegar skórnir fara loks upp í hillu árið 2024 eða 2025. Hversu margir hringarnir verða á þeim tíma, það verður bara að koma í ljós.
Körfubolti NBA Tengdar fréttir Sexan hengd upp í rjáfur til heiðurs Bill Russell | Hvað gerir LeBron James? NBA deildin í körfubolta hefur ákveðið að hengja treyju númer 6 upp í rjáfur til heiðurs goðsögninni Bill Russell. Það þýðir að aldrei aftur mun neinn spila í treyju númer 6 í NBA deildinni. LeBron James, ein skærasta stjarna deildarinnar lék í treyju númer 6 á síðustu leiktíð og því spurning hvaða númer hann mun bera á bakinu er deildin hefst á nýjan leik í haust. 12. ágúst 2022 07:00 LeBron James á leið í fámennan hóp Körfuboltastjarnan LeBron James, sem leikur með Los Angeles Lakers í NBA-deildinni, mun verða hluti af fámennum hópi manna á komandi leiktíð. Hann mun þá spila sína tuttugustu leiktíð í deildinni. 29. júlí 2022 22:31 LeBron skoðaði Drangey með fyrirliða Tindastóls Stórstjarnan LeBron James virðist heldur betur hafa notið lífsins á Ísland ef marka má fréttir og myndir af kappanum hér á landi. Nýjustu myndirnar sýna LeBron og Helga Rafn Viggósson, fyrirliða körfuknattsleiksliðs Tindastóls, í mesta bróðerni. 4. júlí 2022 13:31 Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Sjá meira
Sexan hengd upp í rjáfur til heiðurs Bill Russell | Hvað gerir LeBron James? NBA deildin í körfubolta hefur ákveðið að hengja treyju númer 6 upp í rjáfur til heiðurs goðsögninni Bill Russell. Það þýðir að aldrei aftur mun neinn spila í treyju númer 6 í NBA deildinni. LeBron James, ein skærasta stjarna deildarinnar lék í treyju númer 6 á síðustu leiktíð og því spurning hvaða númer hann mun bera á bakinu er deildin hefst á nýjan leik í haust. 12. ágúst 2022 07:00
LeBron James á leið í fámennan hóp Körfuboltastjarnan LeBron James, sem leikur með Los Angeles Lakers í NBA-deildinni, mun verða hluti af fámennum hópi manna á komandi leiktíð. Hann mun þá spila sína tuttugustu leiktíð í deildinni. 29. júlí 2022 22:31
LeBron skoðaði Drangey með fyrirliða Tindastóls Stórstjarnan LeBron James virðist heldur betur hafa notið lífsins á Ísland ef marka má fréttir og myndir af kappanum hér á landi. Nýjustu myndirnar sýna LeBron og Helga Rafn Viggósson, fyrirliða körfuknattsleiksliðs Tindastóls, í mesta bróðerni. 4. júlí 2022 13:31