Efins um sviptingar þrátt fyrir Íslandsmet í haldlagningu á kókaíni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. ágúst 2022 11:39 Grímur Grímsson yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir rannsóknina unna með Lögreglunni á Suðurnesjum, héraðssaksóknara og ríkislögreglustjóra auk þess sem erlend lögregluyfirvöld hafi lagt hönd á plóg. vísir/arnar Yfirlögregluþjónn efast um að haldlagning á um hundrað kílóum af kókaíni hafi áhrif á íslenskan fíkniefnamarkað. Fjórir eru í haldi lögreglu vegna málsins. „Ég held ég megi segja að þetta sé stærsta haldlagning af þessari tegund af fíkniefnum, í einni sendingu það er að segja,“ segir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu. Samkvæmt því sem fréttastofa kemst næst var stærsta einstaka haldlagning á kókaíni hér á landi árið 2016. Sextán kíló. Efnið sem lögregla hefur nú í vörslu sinni er rúmlega sexfalt það magn. Íslandsmet, ef svo má að orði komast. Ef marka má verðkönnun SÁÁ á vímuefnum frá því í maí síðastliðnum má áætla að hægt væri að selja kílóin hundrað fyrir í kringum tvo milljarða króna. Ljóst er að fjársterka aðila þarf til að fjármagna slíkan innflutning og einhver eða einhverjir hafa tapað miklum fjármunum. „Það er auðvitað hluti af svona rannsókn að reyna að átta sig á því hvernig svona er fjármagnað og hverjir standa á bak við,“ segir Grímur. Grímur segir erfitt að átta sig á því fyrir fram hvaða áhrif svona haldlagning hafi á fíkniefnamarkaðinn hér á landi. Það verði helst hægt að sjá í því ef breyting verður á söluverðinu. Það er að verðið hækki því minna efni sé í boði. Hann er efins að slíkar breytingar verði. Eiga sér ekki langa sögu hjá lögreglu „Ég hef verið að halda því fram að það kunni að vera að þessi markaður sé þróaðri en svo að þetta hafi mikil áhrif. Ég er ekkert viss um að þetta hafi einhver áhrif á verð.“ Grímur leggur þó áherslu að þetta sé hans tilfinning fyrir markaðnum og engin vísindi á bak við þær getgátur hans. Lögreglan hér á landi hefur rannsakað málið í samvinnu við lögregluyfirvöld erlendis en fram hefur komið að efnið var falið í vörusendingu hingað til lands. Þrír eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins og sá fjórði hefur hafið afplánun vegna fyrri brota. Grímur segir fjórmenninganna á öllum aldri og ekki eiga sér langa sögu hjá lögreglu. Fíkniefnabrot Lögreglumál Stóra kókaínmálið 2022 Tengdar fréttir Ætla má að götuvirðið í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar hlaupi á milljörðum Ef marka má verðkönnun SÁÁ á vímuefnum frá því í maí síðastliðnum má áætla að götuvirði tæplega hundrað kílóa af kókaíni sem lögregla lagði hald á sé í kringum tvo milljarða króna. 17. ágúst 2022 22:26 Lögðu hald á hundrað kíló af kókaíni Þrír þeirra sem handteknir voru í aðgerðum lögreglu fyrir tæpum tveimur vikum voru í dag úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna stórtæks fíkniefnainnflutnings. Mennirnir eru taldir hafa flutt inn tæplega hundrað kíló af kókaíni. 17. ágúst 2022 16:06 Eitt mesta magn fíkniefna sem lögregla hafi lagt hald á Lögreglan hefur lagt hald á gríðarlegt magn fíkniefna og handtekið tíu manns í tengslum við tvær umfangsmiklar rannsóknir á skipulagðri brotastarfsemi. 9. júní 2022 14:25 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Sjá meira
„Ég held ég megi segja að þetta sé stærsta haldlagning af þessari tegund af fíkniefnum, í einni sendingu það er að segja,“ segir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu. Samkvæmt því sem fréttastofa kemst næst var stærsta einstaka haldlagning á kókaíni hér á landi árið 2016. Sextán kíló. Efnið sem lögregla hefur nú í vörslu sinni er rúmlega sexfalt það magn. Íslandsmet, ef svo má að orði komast. Ef marka má verðkönnun SÁÁ á vímuefnum frá því í maí síðastliðnum má áætla að hægt væri að selja kílóin hundrað fyrir í kringum tvo milljarða króna. Ljóst er að fjársterka aðila þarf til að fjármagna slíkan innflutning og einhver eða einhverjir hafa tapað miklum fjármunum. „Það er auðvitað hluti af svona rannsókn að reyna að átta sig á því hvernig svona er fjármagnað og hverjir standa á bak við,“ segir Grímur. Grímur segir erfitt að átta sig á því fyrir fram hvaða áhrif svona haldlagning hafi á fíkniefnamarkaðinn hér á landi. Það verði helst hægt að sjá í því ef breyting verður á söluverðinu. Það er að verðið hækki því minna efni sé í boði. Hann er efins að slíkar breytingar verði. Eiga sér ekki langa sögu hjá lögreglu „Ég hef verið að halda því fram að það kunni að vera að þessi markaður sé þróaðri en svo að þetta hafi mikil áhrif. Ég er ekkert viss um að þetta hafi einhver áhrif á verð.“ Grímur leggur þó áherslu að þetta sé hans tilfinning fyrir markaðnum og engin vísindi á bak við þær getgátur hans. Lögreglan hér á landi hefur rannsakað málið í samvinnu við lögregluyfirvöld erlendis en fram hefur komið að efnið var falið í vörusendingu hingað til lands. Þrír eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins og sá fjórði hefur hafið afplánun vegna fyrri brota. Grímur segir fjórmenninganna á öllum aldri og ekki eiga sér langa sögu hjá lögreglu.
Fíkniefnabrot Lögreglumál Stóra kókaínmálið 2022 Tengdar fréttir Ætla má að götuvirðið í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar hlaupi á milljörðum Ef marka má verðkönnun SÁÁ á vímuefnum frá því í maí síðastliðnum má áætla að götuvirði tæplega hundrað kílóa af kókaíni sem lögregla lagði hald á sé í kringum tvo milljarða króna. 17. ágúst 2022 22:26 Lögðu hald á hundrað kíló af kókaíni Þrír þeirra sem handteknir voru í aðgerðum lögreglu fyrir tæpum tveimur vikum voru í dag úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna stórtæks fíkniefnainnflutnings. Mennirnir eru taldir hafa flutt inn tæplega hundrað kíló af kókaíni. 17. ágúst 2022 16:06 Eitt mesta magn fíkniefna sem lögregla hafi lagt hald á Lögreglan hefur lagt hald á gríðarlegt magn fíkniefna og handtekið tíu manns í tengslum við tvær umfangsmiklar rannsóknir á skipulagðri brotastarfsemi. 9. júní 2022 14:25 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Sjá meira
Ætla má að götuvirðið í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar hlaupi á milljörðum Ef marka má verðkönnun SÁÁ á vímuefnum frá því í maí síðastliðnum má áætla að götuvirði tæplega hundrað kílóa af kókaíni sem lögregla lagði hald á sé í kringum tvo milljarða króna. 17. ágúst 2022 22:26
Lögðu hald á hundrað kíló af kókaíni Þrír þeirra sem handteknir voru í aðgerðum lögreglu fyrir tæpum tveimur vikum voru í dag úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna stórtæks fíkniefnainnflutnings. Mennirnir eru taldir hafa flutt inn tæplega hundrað kíló af kókaíni. 17. ágúst 2022 16:06
Eitt mesta magn fíkniefna sem lögregla hafi lagt hald á Lögreglan hefur lagt hald á gríðarlegt magn fíkniefna og handtekið tíu manns í tengslum við tvær umfangsmiklar rannsóknir á skipulagðri brotastarfsemi. 9. júní 2022 14:25