Hvað græðum við á loftslagsaðgerðum? Alexandra Ýr van Erven skrifar 18. ágúst 2022 12:30 Miðað við hægagang stjórnvalda í viðbrögðum sínum við yfirvofandi loftslagshamförum mætti halda að ábatinn af því að ráðast í aðgerðir fyrir samfélagið í heild sé ekki nægilega skýr. Það mætti jafnvel halda að það að ákveðin aðgerð hafi jákvæð áhrif á umhverfið sé ekki næg röksemdafærsla til þess að ná eyrum réttra aðila. Því ef svo væri, væri búið að ráðast í mun afdrifaríkari aðgerðir gegn loftslagsvánni. Ætli það væri ekki búið að lögfesta markmið um 55% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030, lýsa yfir neyðarástandi vegna loftslagsbreytinga, setja heildarlög um almenningssamgöngur þar sem hlutverk hins opinbera eru skilgreind, endurheimta mun meira votlendi og svo framvegis og framvegis. Það að þessar og margar aðrar aðgerðir skili okkur jörð sem við getum búið á næstu hundruð, eða jafnvel þúsund árin, ætti að vera nógu mikill hvati en þar sem viðbrögð skortir má benda á að ávinningurinn er víðfemari. Lausnir í loftslagsmálum geta nefnilega einnig stuðlað að betra samfélagi á annan hátt í leiðinni. Þetta eru svokallaðar win-win aðstæður. Sem dæmi langar mig að nefna sjálfbært borgarskipulag og þá sérstaklega sjálfbært háskólasamfélag. Krafa stúdenta til margra ára um aukna byggð við háskólana er að vissu leyti fyrirmyndar útgáfa af sjálfbæru borgarskipulagi. Uppbygging stúdentaíbúða í grennd við háskólana, aukið framboð af nauðsynlegri þjónustu á háskólasvæðunum og bættar almenningssamgöngur að byggingum háskólanna eykur í senn lífsgæði stúdenta og dregur um leið töluvert úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Húsnæði er sjálfsögð grunnþörf en samspil lágra námslána og hækkandi leiguverðs skerðir aðgengi margra stúdenta að húsnæði. Uppbygging stúdentaíbúða er því nauðsynleg aðgerð til þess að tryggja aðgengi stúdenta að viðunandi húsakosti á hagkvæmu verði. Niðurstöður skýrslu Stúdentaráðs Háskóla Íslands um stúdenta á húsnæðismarkaði sýnir að stór hluti þess nemendahóps leigir húsnæði á almennum markaði þar sem stúdentagarðar anna ekki eftirspurn. Leiga á almennum markaði slagar í mörgum tilfellum upp í 40% af ráðstöfunartekjum stúdenta en er það skilgreint sem íþyngjandi húsnæðiskostnaður. Til samanburðar er markmið hins opinbera að húsnæðiskostnaður verði ekki hærri en fjórðungur af ráðstöfunartekjum. Uppbygging stúdentaíbúða er því nauðsynleg kjarabót fyrir háskólanema sem um leið skapar grænna samfélag með þéttri og blandaðri byggð sem er aðgengileg með góðum almenningssamgöngum. Annað baráttumál stúdentahreyfinganna er að auka aðgengi að grunnþjónustu í nærumhverfi háskólanna. Á háskólasvæðum ættu að vera til staðar matvörubúðir, heilsugæsla, líkamsrækt og grenndargámar svo eitthvað sé nefnt. Allt þetta stuðlar að því að háskólasamfélagið verði sjálfbært samfélag og gerir stúdentum auðvelt að leggja bílnum til frambúðar. Bættar almenningssamgöngur eru annað lykilatriði fyrir nemendur, hvort sem þau búa í grennd við skólana eða ekki. Að flýta framkvæmdum við borgarlínu er augljóst hagsmunamál fyrir stúdenta á höfuðborgarsvæðinu. Enn fremur þarf að tryggja öflugt net almenningssamgangna á landinu öllu fyrir nemendur sem sækja skóla í dreifbýli eða í fjarlægð frá heimili sínu. Með eflingu fjarnáms er því nauðsynlegt að huga að samgöngumálum samhliða. Bíllaus lífsstíll er og verður æ eftirsóknarverðari kostur auk þess sem það er erfitt að reka bíl á ráðstöfunartekjum háskólanema. Þétt byggð, grunnþjónusta í nærumhverfi og bættar almenningssamgöngur eru því loftslagsaðgerðir sem við stórgræðum á, á svo marga vegu. Höfundur er forseti Landssamtaka Íslenskra Stúdenta. Þessi grein er hluti af greinaátaki Loftslagsverkfallsins í aðdraganda Loftslagsfestivalsins 2022. Þessi fjölskylduvæni viðburður verður haldinn á Austurvelli á Menningarnótt (20. ágúst nk.) milli 15:00-18:00 og verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá tónlistar atriða, listræna gjörninga, eldræður, gómsætan mat, krítar, og fleira. Hlökkum til að sjá ykkur! Sjá dagskrá: https://fb.me/e/1WAspgt4p Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Alexandra Ýr van Erven Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Miðað við hægagang stjórnvalda í viðbrögðum sínum við yfirvofandi loftslagshamförum mætti halda að ábatinn af því að ráðast í aðgerðir fyrir samfélagið í heild sé ekki nægilega skýr. Það mætti jafnvel halda að það að ákveðin aðgerð hafi jákvæð áhrif á umhverfið sé ekki næg röksemdafærsla til þess að ná eyrum réttra aðila. Því ef svo væri, væri búið að ráðast í mun afdrifaríkari aðgerðir gegn loftslagsvánni. Ætli það væri ekki búið að lögfesta markmið um 55% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030, lýsa yfir neyðarástandi vegna loftslagsbreytinga, setja heildarlög um almenningssamgöngur þar sem hlutverk hins opinbera eru skilgreind, endurheimta mun meira votlendi og svo framvegis og framvegis. Það að þessar og margar aðrar aðgerðir skili okkur jörð sem við getum búið á næstu hundruð, eða jafnvel þúsund árin, ætti að vera nógu mikill hvati en þar sem viðbrögð skortir má benda á að ávinningurinn er víðfemari. Lausnir í loftslagsmálum geta nefnilega einnig stuðlað að betra samfélagi á annan hátt í leiðinni. Þetta eru svokallaðar win-win aðstæður. Sem dæmi langar mig að nefna sjálfbært borgarskipulag og þá sérstaklega sjálfbært háskólasamfélag. Krafa stúdenta til margra ára um aukna byggð við háskólana er að vissu leyti fyrirmyndar útgáfa af sjálfbæru borgarskipulagi. Uppbygging stúdentaíbúða í grennd við háskólana, aukið framboð af nauðsynlegri þjónustu á háskólasvæðunum og bættar almenningssamgöngur að byggingum háskólanna eykur í senn lífsgæði stúdenta og dregur um leið töluvert úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Húsnæði er sjálfsögð grunnþörf en samspil lágra námslána og hækkandi leiguverðs skerðir aðgengi margra stúdenta að húsnæði. Uppbygging stúdentaíbúða er því nauðsynleg aðgerð til þess að tryggja aðgengi stúdenta að viðunandi húsakosti á hagkvæmu verði. Niðurstöður skýrslu Stúdentaráðs Háskóla Íslands um stúdenta á húsnæðismarkaði sýnir að stór hluti þess nemendahóps leigir húsnæði á almennum markaði þar sem stúdentagarðar anna ekki eftirspurn. Leiga á almennum markaði slagar í mörgum tilfellum upp í 40% af ráðstöfunartekjum stúdenta en er það skilgreint sem íþyngjandi húsnæðiskostnaður. Til samanburðar er markmið hins opinbera að húsnæðiskostnaður verði ekki hærri en fjórðungur af ráðstöfunartekjum. Uppbygging stúdentaíbúða er því nauðsynleg kjarabót fyrir háskólanema sem um leið skapar grænna samfélag með þéttri og blandaðri byggð sem er aðgengileg með góðum almenningssamgöngum. Annað baráttumál stúdentahreyfinganna er að auka aðgengi að grunnþjónustu í nærumhverfi háskólanna. Á háskólasvæðum ættu að vera til staðar matvörubúðir, heilsugæsla, líkamsrækt og grenndargámar svo eitthvað sé nefnt. Allt þetta stuðlar að því að háskólasamfélagið verði sjálfbært samfélag og gerir stúdentum auðvelt að leggja bílnum til frambúðar. Bættar almenningssamgöngur eru annað lykilatriði fyrir nemendur, hvort sem þau búa í grennd við skólana eða ekki. Að flýta framkvæmdum við borgarlínu er augljóst hagsmunamál fyrir stúdenta á höfuðborgarsvæðinu. Enn fremur þarf að tryggja öflugt net almenningssamgangna á landinu öllu fyrir nemendur sem sækja skóla í dreifbýli eða í fjarlægð frá heimili sínu. Með eflingu fjarnáms er því nauðsynlegt að huga að samgöngumálum samhliða. Bíllaus lífsstíll er og verður æ eftirsóknarverðari kostur auk þess sem það er erfitt að reka bíl á ráðstöfunartekjum háskólanema. Þétt byggð, grunnþjónusta í nærumhverfi og bættar almenningssamgöngur eru því loftslagsaðgerðir sem við stórgræðum á, á svo marga vegu. Höfundur er forseti Landssamtaka Íslenskra Stúdenta. Þessi grein er hluti af greinaátaki Loftslagsverkfallsins í aðdraganda Loftslagsfestivalsins 2022. Þessi fjölskylduvæni viðburður verður haldinn á Austurvelli á Menningarnótt (20. ágúst nk.) milli 15:00-18:00 og verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá tónlistar atriða, listræna gjörninga, eldræður, gómsætan mat, krítar, og fleira. Hlökkum til að sjá ykkur! Sjá dagskrá: https://fb.me/e/1WAspgt4p
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun