Formaður Neytendasamtakanna kallar eftir útskýringum á launum stjórnenda á matvörumarkaði Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. ágúst 2022 19:30 Ásta Sigríður Fjeldsted framkvæmdastjóri Krónunnar er með þrjár komma tvær milljónir á mánuði, Andri Þór Guðmundsson forstjóri Ölgerðarinner er með tæpar fimm. Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna (fyrir miðju) kallar eftir útskýringum á slíkum launum hjá stjórnum fyrirtækjanna. Vísir Framkvæmdastjórar lágvöruverslanna hér á landi eru með allt að fjórtánföld lágmarkslaun. Framkvæmdastjóri Costco á Íslandi var með tuttugu og fjórar milljónir á mánuði á síðasta ári. Formaður Neytendasamtakanna kallar eftir útskýringum frá stjórnum fyrirtækjanna. Forstjóri Costco á Íslandi sker sig úr á matvörumarkaði en hann var með tuttugu og fjórar milljónir á mánuði á síðasta ári. Mánaðartekjur framkvæmdastjóra lágvöruverslunarinnar Bónus eru um fimm milljónir króna. Forstjóri Samkaupa var með um þrjár komma fimm. Þá er framkvæmdastjóri Krónunnar með um þrjár komma tvær milljónir króna. Laun nokkurra stjórnenda matvöruverslana samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar.Vísir/Kristján Þetta kemur fram í Tekjublaði Frjálsrar verslunar. Þar segir að um sé að ræða útsvarsskyldar tekjur á síðasta ári. Skattfrjálsir dagpeningar, bílastyrkir, greiðslur í lífeyrissjóði og fjármagnstekjur séu hins vegar ekki inn í þessum tölum. Margföld lágmarkslaun Þetta eru margföld lágmarkslaun sem eru í dag um þrjú hundruð og sjötíu þúsund krónur. Lauslegur samanburður við árslaun framkvæmdastjóra hjá Aldi stórar lágvöruverslunarkeðju í Bandaríkjunum sýnir mun lægri laun þar eða um 196 þúsund dollara. Það samsvarar um tveimur komma þremur milljónum króna á mánuði. Forstjórar heildsala og annarra fyrirtækja sem tengjast smásölurisunum eru líka með margföld lágmarkslaun. Þannig er forstjóri Ölgerðarinnar með um fimm milljónir á mánuði. Forstjórar MS, Innes Sláturfélags Suðurlands, Aðfanga og Gæðabaksturs eru með mánaðartekjur á bilinu þrjár til tæplega fjórar milljónir króna. Laun forstjóra og framkvæmdastjóra í heildsölum, matvælaiðnaði og dreifingarfyrirtækjum.Vísir/Kristján Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna vill að stjórnir fyrirtækjanna færi rök fyrir slíkum launum. „Atvinnurekendur höfða oft til ábyrgðar stéttarfélaga þegar samið er um laun á almennum markaði. Að sama skapi vil ég höfða til ábyrgðar stjórna þessara fyrirtækja sem ákvarða laun þessara stjórnenda, að þau færi rök fyrir því að þessi laun þurfi að vera svona himinhá. Við neytendur borgum jú brúsann á endanum og því kalla ég eftir sáttmála um hver þessi launamunur eigi eða megi vera,“ segir Breki. Hann segir Neytendasamtökin reiðubúin að taka þátt í samtali um málið. Við erum til í að koma að því borði og þar yrði tekin skynsamleg ákvörðun um hvað launamunurinn milli hæstu og lægstu launa í slíkum fyrirtækjum ætti að vera. Kjaramál Tekjur Verslun Neytendur Skattar og tollar Tengdar fréttir Gríðarlegur launamunur milli forystufólks hagsmunasamtaka Framkvæmdastjórar og talsmenn þriggja stærstu samtaka atvinnulífsins hafa tvisvar til fjórum sinnum hærri tekjur en fólk í sömu stöðum í stéttar-og verkalýðsfélögum. 18. ágúst 2022 12:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Forstjóri Costco á Íslandi sker sig úr á matvörumarkaði en hann var með tuttugu og fjórar milljónir á mánuði á síðasta ári. Mánaðartekjur framkvæmdastjóra lágvöruverslunarinnar Bónus eru um fimm milljónir króna. Forstjóri Samkaupa var með um þrjár komma fimm. Þá er framkvæmdastjóri Krónunnar með um þrjár komma tvær milljónir króna. Laun nokkurra stjórnenda matvöruverslana samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar.Vísir/Kristján Þetta kemur fram í Tekjublaði Frjálsrar verslunar. Þar segir að um sé að ræða útsvarsskyldar tekjur á síðasta ári. Skattfrjálsir dagpeningar, bílastyrkir, greiðslur í lífeyrissjóði og fjármagnstekjur séu hins vegar ekki inn í þessum tölum. Margföld lágmarkslaun Þetta eru margföld lágmarkslaun sem eru í dag um þrjú hundruð og sjötíu þúsund krónur. Lauslegur samanburður við árslaun framkvæmdastjóra hjá Aldi stórar lágvöruverslunarkeðju í Bandaríkjunum sýnir mun lægri laun þar eða um 196 þúsund dollara. Það samsvarar um tveimur komma þremur milljónum króna á mánuði. Forstjórar heildsala og annarra fyrirtækja sem tengjast smásölurisunum eru líka með margföld lágmarkslaun. Þannig er forstjóri Ölgerðarinnar með um fimm milljónir á mánuði. Forstjórar MS, Innes Sláturfélags Suðurlands, Aðfanga og Gæðabaksturs eru með mánaðartekjur á bilinu þrjár til tæplega fjórar milljónir króna. Laun forstjóra og framkvæmdastjóra í heildsölum, matvælaiðnaði og dreifingarfyrirtækjum.Vísir/Kristján Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna vill að stjórnir fyrirtækjanna færi rök fyrir slíkum launum. „Atvinnurekendur höfða oft til ábyrgðar stéttarfélaga þegar samið er um laun á almennum markaði. Að sama skapi vil ég höfða til ábyrgðar stjórna þessara fyrirtækja sem ákvarða laun þessara stjórnenda, að þau færi rök fyrir því að þessi laun þurfi að vera svona himinhá. Við neytendur borgum jú brúsann á endanum og því kalla ég eftir sáttmála um hver þessi launamunur eigi eða megi vera,“ segir Breki. Hann segir Neytendasamtökin reiðubúin að taka þátt í samtali um málið. Við erum til í að koma að því borði og þar yrði tekin skynsamleg ákvörðun um hvað launamunurinn milli hæstu og lægstu launa í slíkum fyrirtækjum ætti að vera.
Kjaramál Tekjur Verslun Neytendur Skattar og tollar Tengdar fréttir Gríðarlegur launamunur milli forystufólks hagsmunasamtaka Framkvæmdastjórar og talsmenn þriggja stærstu samtaka atvinnulífsins hafa tvisvar til fjórum sinnum hærri tekjur en fólk í sömu stöðum í stéttar-og verkalýðsfélögum. 18. ágúst 2022 12:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Gríðarlegur launamunur milli forystufólks hagsmunasamtaka Framkvæmdastjórar og talsmenn þriggja stærstu samtaka atvinnulífsins hafa tvisvar til fjórum sinnum hærri tekjur en fólk í sömu stöðum í stéttar-og verkalýðsfélögum. 18. ágúst 2022 12:30
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent