Ellefu leikja bann og sektaður um 700 milljónir fyrir ítrekuð meint kynferðisbrot Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. ágúst 2022 23:00 Deshaun Watson þarf að greiða tæpar 700 milljónir króna í sekt vegna ásakana um kynferðislegt misferli. Nick Cammett/Getty Images Deshaun Watson, leikstjórnandi Cleveland Browns í bandarísku NFL-deildinni í amerískum fótbolta, hefur verið dæmdur í ellefu leikja launalaust bann af deildinni. Þá hefur deildin einnig sektað Watson um fimm milljónir dollara, eða rétt tæplega 700 milljónir íslenskra króna. Watson hefur verið sakaður að brjóta á gott sem heilli starfstétt kvenna í Houston í Texas, en mál hans hafa verið í umræðunni síðustu vikur. Yfir 30 konur hafa sakað hann um kynferðislegt misferli, en allar eru þær nuddkonur. Samkvæmt grein New York Times um málið í júní á Watson að hafa reynt að sannfæra konurnar um að stunda með sér kynlíf og jafnvel þvingað þær til þess. Upprunalega var Watson aðeins dæmdur í sex leikja bann fyrir 24 mismunandi ásakanir um kynferðislegt misferli. Cleveland Browns, félag Watson, birti fyrr í dag yfirlýsingu á Twitter-síðu sinni fyrir hönd leikstjórnandans þar sem hann biðst afsökunar á þeim sársauka sem hann hefur valdið. „Ég er þakklátur fyrir það að þessu ferli sé lokið og er gríðarlega þakklátur fyrir allan þann stuðning sem ég hef fengið frá Cleveland Browns eftir minn stutta tíma hjá liðinu,“ sagði Watson í yfirlýsingunni. „Ég biðst enn og aftur afsökunar á þeim sársauka sem þessi staða hefur valdið. Ég tek ábyrgð á mínum ákvörðunum. Ég ætla núna að einbeita mér að því að vera besta útgáfan af sjálfum mér á vellinum og fyrir utan hann, og styðja liðsfélaga mína eins og ég get á meðan ég er utan liðsins. Ég er spenntur fyrir því sem framtíðin ber í skauti sér hér hjá Cleveland.“ pic.twitter.com/XY6sjIMhdM— Cleveland Browns (@Browns) August 18, 2022 Watson mun geta snúið aftur á völlinn þann 4. desember þegar Cleceland Browns mætir hans fyrrum liði, Houston Texans, en þar lék Watson þegar ásakanirnar komu fram. NFL Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Almar kjörinn varaforseti „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Ólympíufari lést í eldsvoða Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Dagskráin í dag: Úrslitaleikir og hitað upp fyrir úrslitakeppnina „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Sjá meira
Watson hefur verið sakaður að brjóta á gott sem heilli starfstétt kvenna í Houston í Texas, en mál hans hafa verið í umræðunni síðustu vikur. Yfir 30 konur hafa sakað hann um kynferðislegt misferli, en allar eru þær nuddkonur. Samkvæmt grein New York Times um málið í júní á Watson að hafa reynt að sannfæra konurnar um að stunda með sér kynlíf og jafnvel þvingað þær til þess. Upprunalega var Watson aðeins dæmdur í sex leikja bann fyrir 24 mismunandi ásakanir um kynferðislegt misferli. Cleveland Browns, félag Watson, birti fyrr í dag yfirlýsingu á Twitter-síðu sinni fyrir hönd leikstjórnandans þar sem hann biðst afsökunar á þeim sársauka sem hann hefur valdið. „Ég er þakklátur fyrir það að þessu ferli sé lokið og er gríðarlega þakklátur fyrir allan þann stuðning sem ég hef fengið frá Cleveland Browns eftir minn stutta tíma hjá liðinu,“ sagði Watson í yfirlýsingunni. „Ég biðst enn og aftur afsökunar á þeim sársauka sem þessi staða hefur valdið. Ég tek ábyrgð á mínum ákvörðunum. Ég ætla núna að einbeita mér að því að vera besta útgáfan af sjálfum mér á vellinum og fyrir utan hann, og styðja liðsfélaga mína eins og ég get á meðan ég er utan liðsins. Ég er spenntur fyrir því sem framtíðin ber í skauti sér hér hjá Cleveland.“ pic.twitter.com/XY6sjIMhdM— Cleveland Browns (@Browns) August 18, 2022 Watson mun geta snúið aftur á völlinn þann 4. desember þegar Cleceland Browns mætir hans fyrrum liði, Houston Texans, en þar lék Watson þegar ásakanirnar komu fram.
NFL Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Almar kjörinn varaforseti „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Ólympíufari lést í eldsvoða Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Dagskráin í dag: Úrslitaleikir og hitað upp fyrir úrslitakeppnina „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Sjá meira