Ellefu leikja bann og sektaður um 700 milljónir fyrir ítrekuð meint kynferðisbrot Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. ágúst 2022 23:00 Deshaun Watson þarf að greiða tæpar 700 milljónir króna í sekt vegna ásakana um kynferðislegt misferli. Nick Cammett/Getty Images Deshaun Watson, leikstjórnandi Cleveland Browns í bandarísku NFL-deildinni í amerískum fótbolta, hefur verið dæmdur í ellefu leikja launalaust bann af deildinni. Þá hefur deildin einnig sektað Watson um fimm milljónir dollara, eða rétt tæplega 700 milljónir íslenskra króna. Watson hefur verið sakaður að brjóta á gott sem heilli starfstétt kvenna í Houston í Texas, en mál hans hafa verið í umræðunni síðustu vikur. Yfir 30 konur hafa sakað hann um kynferðislegt misferli, en allar eru þær nuddkonur. Samkvæmt grein New York Times um málið í júní á Watson að hafa reynt að sannfæra konurnar um að stunda með sér kynlíf og jafnvel þvingað þær til þess. Upprunalega var Watson aðeins dæmdur í sex leikja bann fyrir 24 mismunandi ásakanir um kynferðislegt misferli. Cleveland Browns, félag Watson, birti fyrr í dag yfirlýsingu á Twitter-síðu sinni fyrir hönd leikstjórnandans þar sem hann biðst afsökunar á þeim sársauka sem hann hefur valdið. „Ég er þakklátur fyrir það að þessu ferli sé lokið og er gríðarlega þakklátur fyrir allan þann stuðning sem ég hef fengið frá Cleveland Browns eftir minn stutta tíma hjá liðinu,“ sagði Watson í yfirlýsingunni. „Ég biðst enn og aftur afsökunar á þeim sársauka sem þessi staða hefur valdið. Ég tek ábyrgð á mínum ákvörðunum. Ég ætla núna að einbeita mér að því að vera besta útgáfan af sjálfum mér á vellinum og fyrir utan hann, og styðja liðsfélaga mína eins og ég get á meðan ég er utan liðsins. Ég er spenntur fyrir því sem framtíðin ber í skauti sér hér hjá Cleveland.“ pic.twitter.com/XY6sjIMhdM— Cleveland Browns (@Browns) August 18, 2022 Watson mun geta snúið aftur á völlinn þann 4. desember þegar Cleceland Browns mætir hans fyrrum liði, Houston Texans, en þar lék Watson þegar ásakanirnar komu fram. NFL Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira
Watson hefur verið sakaður að brjóta á gott sem heilli starfstétt kvenna í Houston í Texas, en mál hans hafa verið í umræðunni síðustu vikur. Yfir 30 konur hafa sakað hann um kynferðislegt misferli, en allar eru þær nuddkonur. Samkvæmt grein New York Times um málið í júní á Watson að hafa reynt að sannfæra konurnar um að stunda með sér kynlíf og jafnvel þvingað þær til þess. Upprunalega var Watson aðeins dæmdur í sex leikja bann fyrir 24 mismunandi ásakanir um kynferðislegt misferli. Cleveland Browns, félag Watson, birti fyrr í dag yfirlýsingu á Twitter-síðu sinni fyrir hönd leikstjórnandans þar sem hann biðst afsökunar á þeim sársauka sem hann hefur valdið. „Ég er þakklátur fyrir það að þessu ferli sé lokið og er gríðarlega þakklátur fyrir allan þann stuðning sem ég hef fengið frá Cleveland Browns eftir minn stutta tíma hjá liðinu,“ sagði Watson í yfirlýsingunni. „Ég biðst enn og aftur afsökunar á þeim sársauka sem þessi staða hefur valdið. Ég tek ábyrgð á mínum ákvörðunum. Ég ætla núna að einbeita mér að því að vera besta útgáfan af sjálfum mér á vellinum og fyrir utan hann, og styðja liðsfélaga mína eins og ég get á meðan ég er utan liðsins. Ég er spenntur fyrir því sem framtíðin ber í skauti sér hér hjá Cleveland.“ pic.twitter.com/XY6sjIMhdM— Cleveland Browns (@Browns) August 18, 2022 Watson mun geta snúið aftur á völlinn þann 4. desember þegar Cleceland Browns mætir hans fyrrum liði, Houston Texans, en þar lék Watson þegar ásakanirnar komu fram.
NFL Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira