Erlent

Fundu „hið spænska Stonehen­ge“ aftur eftir mikla þurrka

Bjarki Sigurðsson skrifar
Steinarnir eru alveg við jaðar vatnsbólsins.
Steinarnir eru alveg við jaðar vatnsbólsins. Getty/Pablo Blazquez Dominguez

Nokkrar hitabylgjur hafa riðið yfir Spán í sumar og miklir þurrkar orðið í kjölfar þeirra. Regnfall hefur verið í lágmarki og hafa hin ýmsu vötn þornað upp eða minnkað verulega, þar á meðal Valdecanas-vatnsbólið í Cacares-héraði. Þar sést nú aftur í steina sem eru kallaðir „hið spænska Stonehenge“ en þeir hafa verið undir vatni síðan árið 1963.

Stongehenge í Wilt-skíri í Bretlandi þekkja flestir en um er að ræða 43 steina sem standa í hring. Steinarnir eru taldir vera um fimm þúsund ára gamlir og ekki er alveg vitað hvernig þeim var komið þangað en hver og einn steinn er um 25 tonn að þyngd.

Hið spænska Stonehenge, sem heitir formlega Dolmen of Guadalperal, fannst fyrst árið 1926 en árið 1963 flæddi vatn yfir steinanna þegar Valdecanas-vatnsbólið var sett þar upp af einræðisherranum Francisco Franco. Steinarnir hafa einungis sést fjórum sinnum síðan þá.

Ekki er vitað hver reisti steinanna á sínum tíma en talið er að þeir hafi verið settir þarna upp árið 5.000 fyrir Krist. Einhverjir hafa kallað eftir því að steinarnir verði færðir á safn svo þeir lendi ekki aftur undir vatni þegar rigna fer á ný á svæðinu.

Einhverjir vilja að steinarnir verði færðir.Getty/Pablo Blazquez Dominguez

Tengdar fréttir

Mestu þurrkar Evrópu í fimm hundruð ár

Lítið sem ekkert hefur rignt í Vestur-, Suður- og Mið-Evrópu í tæpa tvo mánuði. Veðurfræðingar búast ekki við rigningu á næstunni og hefur þurrkunum verið lýst sem þeim verstu í heimsálfunni í fimm hundruð ár.

Spánn: Fyrsta hitabylgja sumarsins

Fyrsta hitabylgja sumarsins ríður nú yfir Spán af miklu afli. Hitinn hefur víða mælst yfir 40 gráður, og allt að 15 gráðum heitari en í meðalári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×