Gagnrýnir ofurlaun æðstu stjórnenda á matvörumarkaði á tímum verðhækkana Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. ágúst 2022 13:28 Auður Alfa Ólafsdóttir gagnrýnir laun æðstu stjórnenda á matvörumarkaði. Það sé óásættanlegt að þau séu margföld lágmarkslaun. Á sama tíma hafi verð á mat og drykk hækkað um ríflega átta prósent milli ára. ASÍ/Vísir/Vilhelm ASÍ gagnrýnir harðlega ofurlaun laun æðstustjórnenda á matvörumarkaði meðan gríðarlegar verðhækkanir hafi gengið yfir. Stjórnarformaður í einni stærstu matar og drykkjar heildsölu landsins var með ríflega 3,2 milljónir á mánuði á síðasta ári. Mánaðartekjur æðstu stjórnenda á matvörumarkaði og framleiðenda matvara eða dreifingaraðila á síðasta ári voru á bilinu ríflega þrjár milljónir og upp í 24 milljónir á mánuði sem var hjá Costco á Íslandi. Hjá lágvöruverslununum Krónunni og Bónus voru framkvæmdastjórar með frá ríflega þremur og upp í fimm milljónir. Forstjórar stórra matvælaheildsala voru með þrjár til fimm milljónir á mánuði. Stjórnarformaður og fjármálastjóri einnar slíkrar voru báðir með um 3,2 milljónir á mánuði. Þá voru forstjórar stórra matvöruframleiðenda með um þrjár milljónir á mánuði. Mánaðarlaun æðstu stjórnenda hjá heildsölum á matvælamarkaði, dreifingaraðilum og matvælaframleiðendum samkvæmt nýju Tekjublaði Frjálsrar verslunar. Þetta kom fram í Tekjublaði Frjálsrar verslunar í gær. Inn í þessum tölum eru ekki bílastyrkir, skattfrjálsir dagpeningar, greiðslur í lífeyrissjóði eða fjármagnstekjur. Í launatölu kann að vera falinn bónus vegna ársins 2019. Formaður Neytendasamtakanna kallaði eftir útskýringum frá stjórnum þessara fyrirtækja vegna slíkra launa. Það þyrfti að ná samfélagssátt um hvað væri eðlilegt að æðstu stjórnendur væru með margföld lágmarkslaun. Auður Alfa Ólafsdóttir sérfræðingur hjá ASÍ þetta hafa afar neikvæð áhrif á neytendur. „Þegar forstjórar matvöruverslana og fyrirtækja sem framleiða matvöru eru með tíu til fimmtánföld laun láglaunafólks á sama tíma og miklar verðhækkanir hafa verið á mat og drykk þá veltir maður fyrir sér spurningunni, hvernig samfélagi viljum við búa í og hvort þetta sé siðferðislega rétt,“ segir Auður. Auður segir að þó stjórnendur fyrirtækjanna séu aðeins lítill hluti starfsmanna hafi laun þeirra áhrif á matvöruverð. „Að sjálfsögðu hefur þetta áhrif. Það kostar að viðhalda launum þetta háum. Það er algjörlega óásættanlegt að neytendur taki á sig kostnaðarhækkanir á matvöruverði á sama tíma og stjórnendur þessara fyrirtækja halda sínum stjarnfræðilega háum launum,“ segir hún. Ekki góð skilaboð inn í kjarasamninga Hún telur slíkar tekjur ekki rýma við skilaboð um að það þurfi að halda aftur að launahækkunum. „Þetta eru ekki góð skilaboð í þá kjarasamninga sem eru fram undan á sama tíma og verðlag hækkar og forstjórar eru með þessi laun þá eru skilaboðin til launafólks að það sé ekkert svigrúm til launahækkana. Það er augljóst að þessi fyrirtæki hafa ekki þurft að hagræða í rekstri. Við sjáum að verð á mat og drykk hefur hækkað um 8,2% á einu ári en það er þriðji stærsti áhrifavaldurinn á ársverðbólgu sem er nú um tíu prósent. Ef það væri ekki þessi fákeppni á matvörumarkaði þá myndu þessi fyrirtækja hagræða hjá sér þegar kostnaðarhækkanir verða út í heimi eins og verið hefur, en það virðist ekki gert samkvæmt þessum tölum,“ segir Auður. Fréttastofa óskaði eftir viðtali við stjórnarformann Haga sem reka Bónus, Hagkaup og Aðföng í morgun en fékk ekki svör fyrir hádegisfréttir. Kjaramál Neytendur Verslun Tengdar fréttir Telur svigrúm til að hækka lægstu laun um ríflega þrettán prósent Svigrúm er til að hækka lægstu laun um ríflega þrettán prósent að mati sérfræðings í vinnumarkaðsrannsóknum. Fullyrðingar fjármálaráðherra um lítið rými til launahækkana séu villandi. 17. ágúst 2022 22:30 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Sjá meira
Mánaðartekjur æðstu stjórnenda á matvörumarkaði og framleiðenda matvara eða dreifingaraðila á síðasta ári voru á bilinu ríflega þrjár milljónir og upp í 24 milljónir á mánuði sem var hjá Costco á Íslandi. Hjá lágvöruverslununum Krónunni og Bónus voru framkvæmdastjórar með frá ríflega þremur og upp í fimm milljónir. Forstjórar stórra matvælaheildsala voru með þrjár til fimm milljónir á mánuði. Stjórnarformaður og fjármálastjóri einnar slíkrar voru báðir með um 3,2 milljónir á mánuði. Þá voru forstjórar stórra matvöruframleiðenda með um þrjár milljónir á mánuði. Mánaðarlaun æðstu stjórnenda hjá heildsölum á matvælamarkaði, dreifingaraðilum og matvælaframleiðendum samkvæmt nýju Tekjublaði Frjálsrar verslunar. Þetta kom fram í Tekjublaði Frjálsrar verslunar í gær. Inn í þessum tölum eru ekki bílastyrkir, skattfrjálsir dagpeningar, greiðslur í lífeyrissjóði eða fjármagnstekjur. Í launatölu kann að vera falinn bónus vegna ársins 2019. Formaður Neytendasamtakanna kallaði eftir útskýringum frá stjórnum þessara fyrirtækja vegna slíkra launa. Það þyrfti að ná samfélagssátt um hvað væri eðlilegt að æðstu stjórnendur væru með margföld lágmarkslaun. Auður Alfa Ólafsdóttir sérfræðingur hjá ASÍ þetta hafa afar neikvæð áhrif á neytendur. „Þegar forstjórar matvöruverslana og fyrirtækja sem framleiða matvöru eru með tíu til fimmtánföld laun láglaunafólks á sama tíma og miklar verðhækkanir hafa verið á mat og drykk þá veltir maður fyrir sér spurningunni, hvernig samfélagi viljum við búa í og hvort þetta sé siðferðislega rétt,“ segir Auður. Auður segir að þó stjórnendur fyrirtækjanna séu aðeins lítill hluti starfsmanna hafi laun þeirra áhrif á matvöruverð. „Að sjálfsögðu hefur þetta áhrif. Það kostar að viðhalda launum þetta háum. Það er algjörlega óásættanlegt að neytendur taki á sig kostnaðarhækkanir á matvöruverði á sama tíma og stjórnendur þessara fyrirtækja halda sínum stjarnfræðilega háum launum,“ segir hún. Ekki góð skilaboð inn í kjarasamninga Hún telur slíkar tekjur ekki rýma við skilaboð um að það þurfi að halda aftur að launahækkunum. „Þetta eru ekki góð skilaboð í þá kjarasamninga sem eru fram undan á sama tíma og verðlag hækkar og forstjórar eru með þessi laun þá eru skilaboðin til launafólks að það sé ekkert svigrúm til launahækkana. Það er augljóst að þessi fyrirtæki hafa ekki þurft að hagræða í rekstri. Við sjáum að verð á mat og drykk hefur hækkað um 8,2% á einu ári en það er þriðji stærsti áhrifavaldurinn á ársverðbólgu sem er nú um tíu prósent. Ef það væri ekki þessi fákeppni á matvörumarkaði þá myndu þessi fyrirtækja hagræða hjá sér þegar kostnaðarhækkanir verða út í heimi eins og verið hefur, en það virðist ekki gert samkvæmt þessum tölum,“ segir Auður. Fréttastofa óskaði eftir viðtali við stjórnarformann Haga sem reka Bónus, Hagkaup og Aðföng í morgun en fékk ekki svör fyrir hádegisfréttir.
„Að sjálfsögðu hefur þetta áhrif. Það kostar að viðhalda launum þetta háum. Það er algjörlega óásættanlegt að neytendur taki á sig kostnaðarhækkanir á matvöruverði á sama tíma og stjórnendur þessara fyrirtækja halda sínum stjarnfræðilega háum launum,“ segir hún.
Kjaramál Neytendur Verslun Tengdar fréttir Telur svigrúm til að hækka lægstu laun um ríflega þrettán prósent Svigrúm er til að hækka lægstu laun um ríflega þrettán prósent að mati sérfræðings í vinnumarkaðsrannsóknum. Fullyrðingar fjármálaráðherra um lítið rými til launahækkana séu villandi. 17. ágúst 2022 22:30 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Sjá meira
Telur svigrúm til að hækka lægstu laun um ríflega þrettán prósent Svigrúm er til að hækka lægstu laun um ríflega þrettán prósent að mati sérfræðings í vinnumarkaðsrannsóknum. Fullyrðingar fjármálaráðherra um lítið rými til launahækkana séu villandi. 17. ágúst 2022 22:30