Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Árni Sæberg skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir í kvöld.
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir í kvöld. Vísir/arnar

Tveir voru fluttir á sjúkrahús eftir skotárás í verslunarmiðstöð í Malmö nú síðdegis. Íslendingar sem földu sig fyrir árásarmanninum segja mikla skelfingu hafa gripið um sig. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Forsætisráðherra vísar fullyrðingu Bjarkar Guðmundsdóttur söngkonu um aðgerðaleysi í loftslagsmálum algerlega á bug. Ummæli Bjarkar hafa vakið athygli heimsfjölmiðla, en þar segir hún forsætisráðherra hafa gengið á bak orða sinna.

Við ræðum einnig við Kristrúnu Frostadóttur sem tilkynnti í dag um framboð til formanns Samfylkingarinnar, verðum í beinni frá Laugardalshöll þar sem þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoni streyma að til að ná í hlaupagögn auk þess sem við kíkjum á kaffihúsaeiganda í Ólafsfirði sem talar sex tungumál og safnar sögum um konur í bænum.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×