Landspítalinn ekki á leið í þrot í dag eða á morgun Árni Sæberg og Snorri Másson skrifa 19. ágúst 2022 23:37 Heilbrigðisráðherra neitar því ekki að aukið fjármagn þurfi inn í heilbrigðiskerfið en segir Landspítalann ekki á leið í þrot. Forstjóri spítalans hefur hins vegar sagt hann stefna í þá átt, ef ekki verður brugðist við álagi. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir mönnun mikinn vanda og að eftirspurnin muni bara aukast, þannig að stjórnvöld eigi margþætt verkefni fyrir höndum. „Þetta er bara mjög mikið verkefni að manna heilbrigðiskerfið til framtíðar. Það er búið að vera mikið álag og fólk finnur fyrir því,“ segir Willum Þór í samtali við fréttastofu. Hafnar þú því þá að það sé nauðsynlegt að spýta inn auknu fé í heilbrigðiskerfið? „Ég hafna því ekki neitt, það eru auðvitað þessi tvö blikkandi ljós, að fjármagna heilbrigðiskerfið og manna það. Það er risaverkefni, það blasir við og það eru mjög mikil verkefni fram undan. Hins vegar er spítalinn ekkert á leiðinni í þrot,“ segir Willum Þór. Þrot blasi við að óbreyttu Runólfur Pálsson, forstjóri spítalans, sagði í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins á dögunum að mannekla væri mest á meðal hjúkrunarfræðinga en einnig á meðal lækna. Hann sagði að fjölga yrði nemendum í geirunum hér heima og fara nýjar leiðir, á borð við að nýta hermikennslu til að þjálfa færni. „Niðurstaðan er einfaldlega sú að við munum fara í þrot með þennan mannafla ef við finnum ekki lausnir,“ sagði Runólfur sem tók við starfi forstjóra í febrúar á þessu ári eftir átta ára setu Páls Matthíassonar í embætti. Landspítalinn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Segir þrot að óbreyttu blasa við Landspítalanum Forstjóri Landspítalans segir að Landspítalinn fari í þrot verði ekki brugðist við mannekluvandamálum spítalans. Staðan hafi aldrei verið jafnþung og í sumar þegar hleypa þurfti starfsfólki í langþráð frí eftir heimsfaraldurinn. 17. ágúst 2022 13:59 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Sjá meira
Forstjóri spítalans hefur hins vegar sagt hann stefna í þá átt, ef ekki verður brugðist við álagi. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir mönnun mikinn vanda og að eftirspurnin muni bara aukast, þannig að stjórnvöld eigi margþætt verkefni fyrir höndum. „Þetta er bara mjög mikið verkefni að manna heilbrigðiskerfið til framtíðar. Það er búið að vera mikið álag og fólk finnur fyrir því,“ segir Willum Þór í samtali við fréttastofu. Hafnar þú því þá að það sé nauðsynlegt að spýta inn auknu fé í heilbrigðiskerfið? „Ég hafna því ekki neitt, það eru auðvitað þessi tvö blikkandi ljós, að fjármagna heilbrigðiskerfið og manna það. Það er risaverkefni, það blasir við og það eru mjög mikil verkefni fram undan. Hins vegar er spítalinn ekkert á leiðinni í þrot,“ segir Willum Þór. Þrot blasi við að óbreyttu Runólfur Pálsson, forstjóri spítalans, sagði í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins á dögunum að mannekla væri mest á meðal hjúkrunarfræðinga en einnig á meðal lækna. Hann sagði að fjölga yrði nemendum í geirunum hér heima og fara nýjar leiðir, á borð við að nýta hermikennslu til að þjálfa færni. „Niðurstaðan er einfaldlega sú að við munum fara í þrot með þennan mannafla ef við finnum ekki lausnir,“ sagði Runólfur sem tók við starfi forstjóra í febrúar á þessu ári eftir átta ára setu Páls Matthíassonar í embætti.
Landspítalinn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Segir þrot að óbreyttu blasa við Landspítalanum Forstjóri Landspítalans segir að Landspítalinn fari í þrot verði ekki brugðist við mannekluvandamálum spítalans. Staðan hafi aldrei verið jafnþung og í sumar þegar hleypa þurfti starfsfólki í langþráð frí eftir heimsfaraldurinn. 17. ágúst 2022 13:59 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Sjá meira
Segir þrot að óbreyttu blasa við Landspítalanum Forstjóri Landspítalans segir að Landspítalinn fari í þrot verði ekki brugðist við mannekluvandamálum spítalans. Staðan hafi aldrei verið jafnþung og í sumar þegar hleypa þurfti starfsfólki í langþráð frí eftir heimsfaraldurinn. 17. ágúst 2022 13:59