Landspítalinn ekki á leið í þrot í dag eða á morgun Árni Sæberg og Snorri Másson skrifa 19. ágúst 2022 23:37 Heilbrigðisráðherra neitar því ekki að aukið fjármagn þurfi inn í heilbrigðiskerfið en segir Landspítalann ekki á leið í þrot. Forstjóri spítalans hefur hins vegar sagt hann stefna í þá átt, ef ekki verður brugðist við álagi. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir mönnun mikinn vanda og að eftirspurnin muni bara aukast, þannig að stjórnvöld eigi margþætt verkefni fyrir höndum. „Þetta er bara mjög mikið verkefni að manna heilbrigðiskerfið til framtíðar. Það er búið að vera mikið álag og fólk finnur fyrir því,“ segir Willum Þór í samtali við fréttastofu. Hafnar þú því þá að það sé nauðsynlegt að spýta inn auknu fé í heilbrigðiskerfið? „Ég hafna því ekki neitt, það eru auðvitað þessi tvö blikkandi ljós, að fjármagna heilbrigðiskerfið og manna það. Það er risaverkefni, það blasir við og það eru mjög mikil verkefni fram undan. Hins vegar er spítalinn ekkert á leiðinni í þrot,“ segir Willum Þór. Þrot blasi við að óbreyttu Runólfur Pálsson, forstjóri spítalans, sagði í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins á dögunum að mannekla væri mest á meðal hjúkrunarfræðinga en einnig á meðal lækna. Hann sagði að fjölga yrði nemendum í geirunum hér heima og fara nýjar leiðir, á borð við að nýta hermikennslu til að þjálfa færni. „Niðurstaðan er einfaldlega sú að við munum fara í þrot með þennan mannafla ef við finnum ekki lausnir,“ sagði Runólfur sem tók við starfi forstjóra í febrúar á þessu ári eftir átta ára setu Páls Matthíassonar í embætti. Landspítalinn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Segir þrot að óbreyttu blasa við Landspítalanum Forstjóri Landspítalans segir að Landspítalinn fari í þrot verði ekki brugðist við mannekluvandamálum spítalans. Staðan hafi aldrei verið jafnþung og í sumar þegar hleypa þurfti starfsfólki í langþráð frí eftir heimsfaraldurinn. 17. ágúst 2022 13:59 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Forstjóri spítalans hefur hins vegar sagt hann stefna í þá átt, ef ekki verður brugðist við álagi. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir mönnun mikinn vanda og að eftirspurnin muni bara aukast, þannig að stjórnvöld eigi margþætt verkefni fyrir höndum. „Þetta er bara mjög mikið verkefni að manna heilbrigðiskerfið til framtíðar. Það er búið að vera mikið álag og fólk finnur fyrir því,“ segir Willum Þór í samtali við fréttastofu. Hafnar þú því þá að það sé nauðsynlegt að spýta inn auknu fé í heilbrigðiskerfið? „Ég hafna því ekki neitt, það eru auðvitað þessi tvö blikkandi ljós, að fjármagna heilbrigðiskerfið og manna það. Það er risaverkefni, það blasir við og það eru mjög mikil verkefni fram undan. Hins vegar er spítalinn ekkert á leiðinni í þrot,“ segir Willum Þór. Þrot blasi við að óbreyttu Runólfur Pálsson, forstjóri spítalans, sagði í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins á dögunum að mannekla væri mest á meðal hjúkrunarfræðinga en einnig á meðal lækna. Hann sagði að fjölga yrði nemendum í geirunum hér heima og fara nýjar leiðir, á borð við að nýta hermikennslu til að þjálfa færni. „Niðurstaðan er einfaldlega sú að við munum fara í þrot með þennan mannafla ef við finnum ekki lausnir,“ sagði Runólfur sem tók við starfi forstjóra í febrúar á þessu ári eftir átta ára setu Páls Matthíassonar í embætti.
Landspítalinn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Segir þrot að óbreyttu blasa við Landspítalanum Forstjóri Landspítalans segir að Landspítalinn fari í þrot verði ekki brugðist við mannekluvandamálum spítalans. Staðan hafi aldrei verið jafnþung og í sumar þegar hleypa þurfti starfsfólki í langþráð frí eftir heimsfaraldurinn. 17. ágúst 2022 13:59 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Segir þrot að óbreyttu blasa við Landspítalanum Forstjóri Landspítalans segir að Landspítalinn fari í þrot verði ekki brugðist við mannekluvandamálum spítalans. Staðan hafi aldrei verið jafnþung og í sumar þegar hleypa þurfti starfsfólki í langþráð frí eftir heimsfaraldurinn. 17. ágúst 2022 13:59