Innlent

Þórdís Kolbrún sækist eftir endurkjöri

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Þórdís Kolbrún hyggst halda áfram sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins.
Þórdís Kolbrún hyggst halda áfram sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins hyggst sækjast eftir endurkjöri á landsfundi flokksins í haust. 

Þetta kemur fram í pistli Þórdísar í sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Þórdís hlaut kjör sem varaformaður flokksins í mars 2018 og hefur gengt embættinu síðan. Bjarni Benediktsson formaður flokksins hyggst einnig sækjast eftir endurkjöri. 

„Fram undan er vetur þar sem reyna mun á hvernig íslenskt samfélag heldur á þeim góðu spilum sem það hefur í hendi. Þótt meðaltöl og hagvaxtartölur séu ekki huggun þeim sem raunverulega glíma við fátækt og skort, þá er mikilvægt að missa ekki sjónar á heildarmyndinni í opinberri umræðu og stefnumörkun,“ skrifar Þórdís í Morgunblaðið. 

„Það er sameiginlega skylda allra þeirra sem fara með forystu og ábyrgð í íslensku samfélagi að fara fram af ábyrgð, sanngirni, hógværð og gætni til þess að viðhalda góðri stöðu okkar samfélags,“ skrifar Þórdís en stór hluti greinarinnar fjallar um verðbólguna og launamál á Íslandi í samhengi við komandi kjaraviðræður.

„Það er af einlægum metnaði mínum til að tryggja, treysta, efla og bæta stöðu íslensku þjóðarinnar að ég mun sækjast eftir stuðningi landsfundar Sjálfstæðisflokksins nú í haust til þess að gegna áfram embætti varaformanns.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×