Ölvuð börn verða færð í athvarf í kvöld Árni Sæberg skrifar 20. ágúst 2022 20:29 Börnum er frjálst að skemmta sér fram á nótt í fylgd foreldra en alls ekki ef þau eru ölvuð. Vísir/Daníel Þór Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar að taka hart á drykkju unglinga á Menningarnótt. Hún mun færa börn yngri en sextán ára í athvarf fyrir ungmenni verði þau úti eftir lögboðinn útivistartíma. Þá verða ölvuð börn undir átján ára einnig flutt í sama athvarf. Lögreglan brýnir sérstaklega fyrir foreldrum að skilja börn sín ekki eftir í miðbæ Reykjavíkur þegar dagskrá menningarnætur lýkur með flugeldasýningu í kvöld. Hart verði tekið á drykkju unglinga í kvöld og vonast sé eftir liðveislu foreldra í því. Þetta kemur fram á Facebooksíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt ákvæðum barnalaga mega börn yngri en þrettán ára ekki vera á almannafæri eftir klukkan 22 á tímabilinu 1. maí til fyrsta september. Börn á aldrinum þrettán til sextán ára þurfa að skila sér heim klukkan 24, séu þau ekki í fylgd með foreldrum. Samkvæmt færslu lögreglunnar verða þó aðeins börn yngri en sextán ára flutt í athvarf fyrir ungmenni finnist þau á almannafæri eftir lögboðinn útivistartíma. Börn á aldrinum sextán til átján verða þó færð í sama athvarf séu þau undir áhrifum áfengis og/eða annarra vímugjafa. „Góða skemmtun í kvöld – njótum saman sem fjölskylda og verum góðar fyrirmyndir. Hlökkum til að eiga áfram frábæra Menningarnótt saman,“ segir í lok færslunnar. Menningarnótt Börn og uppeldi Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira
Lögreglan brýnir sérstaklega fyrir foreldrum að skilja börn sín ekki eftir í miðbæ Reykjavíkur þegar dagskrá menningarnætur lýkur með flugeldasýningu í kvöld. Hart verði tekið á drykkju unglinga í kvöld og vonast sé eftir liðveislu foreldra í því. Þetta kemur fram á Facebooksíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt ákvæðum barnalaga mega börn yngri en þrettán ára ekki vera á almannafæri eftir klukkan 22 á tímabilinu 1. maí til fyrsta september. Börn á aldrinum þrettán til sextán ára þurfa að skila sér heim klukkan 24, séu þau ekki í fylgd með foreldrum. Samkvæmt færslu lögreglunnar verða þó aðeins börn yngri en sextán ára flutt í athvarf fyrir ungmenni finnist þau á almannafæri eftir lögboðinn útivistartíma. Börn á aldrinum sextán til átján verða þó færð í sama athvarf séu þau undir áhrifum áfengis og/eða annarra vímugjafa. „Góða skemmtun í kvöld – njótum saman sem fjölskylda og verum góðar fyrirmyndir. Hlökkum til að eiga áfram frábæra Menningarnótt saman,“ segir í lok færslunnar.
Menningarnótt Börn og uppeldi Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira