Enginn skorað jafn mikið fyrir eitt lið og Kane í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. ágúst 2022 07:00 Stuðningsmenn Tottenham ættu að vera orðnir vanir þvi að sjá Harry Kane fagna mörkum. Craig Mercer/MB Media/Getty Images Harry Kane, framherji Tottenham og enska landsliðsins, varð í gær sá leikmaður sem hefur skorað flest mörk fyrir eitt og sama liðið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Harry Kane skoraði eina mark leiksins er Tottenham vann nauman 1-0 sigur í þriðju umferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Tottenham hefur farið vel af stað á tímabilinu og lyfti sigurinn liðinu tímabundið á topp deildarinnar. Markið sem Kane skoraði var tímamótamark fyrir leikmanninn af tveimur ástæðum. Þetta var hans 250. mark í treyju Tottenham í öllm keppnum, en markið gerði hann einnig að þeim leikmanni sem hefur skorað flest deildarmörk fyrir eitt og sama liðið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Þá má einnig minnast á það að þetta var einnig tímamótamark fyrir Tottenham Hotspur sem félag, en þetta var þúsundasta markið sem liðið skorar á heimavelli. One goal, three milestones 🔥✅ Most PL goals for one club✅ Fourth in the all-time PL goalscorer standings✅ Scorer of our 1,000th home PL goal pic.twitter.com/KEQn55uEIv— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) August 20, 2022 Kane hefur nú skorað 185 mörk í ensku úrvalsdeildinni fyrir Tottenham. Fyrir leikinn var hann jafn Sergio Agüero sem skoraði á sínum tíma 184 mörk fyrir Manchester City. Kane hefur nú tekið fram úr Agüero og er þar með einn í toppsætinu yfir markahæstu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar fyrir eitt og sama félagið. Þá er Kane einnig orðinn fjórði markahæsti leikmaður sögunnar í deildinni, en aðeins Alan Shearer, Wayne Rooney og Andrew Cole skoruðu fleiri mörk en hann hefur gert. Harry Kane has scored the most goals for one club in #PL history 👏⚪️@HKane | @SpursOfficial pic.twitter.com/VuTEkLCXhq— Premier League (@premierleague) August 20, 2022 Kane er aðeins tveimur mörkum á eftir Cole og því verður að teljast ansi líklegt að hann komi sér í þriðja sætið á næstu vikum. Hvort hann nái að bæta met Shearer, sem skoraði 260 deildarmörk í ensku úrvalsdeildinni, verður þó að koma í ljós. Enski boltinn Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Sjá meira
Harry Kane skoraði eina mark leiksins er Tottenham vann nauman 1-0 sigur í þriðju umferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Tottenham hefur farið vel af stað á tímabilinu og lyfti sigurinn liðinu tímabundið á topp deildarinnar. Markið sem Kane skoraði var tímamótamark fyrir leikmanninn af tveimur ástæðum. Þetta var hans 250. mark í treyju Tottenham í öllm keppnum, en markið gerði hann einnig að þeim leikmanni sem hefur skorað flest deildarmörk fyrir eitt og sama liðið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Þá má einnig minnast á það að þetta var einnig tímamótamark fyrir Tottenham Hotspur sem félag, en þetta var þúsundasta markið sem liðið skorar á heimavelli. One goal, three milestones 🔥✅ Most PL goals for one club✅ Fourth in the all-time PL goalscorer standings✅ Scorer of our 1,000th home PL goal pic.twitter.com/KEQn55uEIv— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) August 20, 2022 Kane hefur nú skorað 185 mörk í ensku úrvalsdeildinni fyrir Tottenham. Fyrir leikinn var hann jafn Sergio Agüero sem skoraði á sínum tíma 184 mörk fyrir Manchester City. Kane hefur nú tekið fram úr Agüero og er þar með einn í toppsætinu yfir markahæstu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar fyrir eitt og sama félagið. Þá er Kane einnig orðinn fjórði markahæsti leikmaður sögunnar í deildinni, en aðeins Alan Shearer, Wayne Rooney og Andrew Cole skoruðu fleiri mörk en hann hefur gert. Harry Kane has scored the most goals for one club in #PL history 👏⚪️@HKane | @SpursOfficial pic.twitter.com/VuTEkLCXhq— Premier League (@premierleague) August 20, 2022 Kane er aðeins tveimur mörkum á eftir Cole og því verður að teljast ansi líklegt að hann komi sér í þriðja sætið á næstu vikum. Hvort hann nái að bæta met Shearer, sem skoraði 260 deildarmörk í ensku úrvalsdeildinni, verður þó að koma í ljós.
Enski boltinn Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Sjá meira