Félög í ensku úrvalsdeildinni eytt meiru í einum glugga en nokkru sinni fyrr Valur Páll Eiríksson skrifar 21. ágúst 2022 11:30 Darwin Nunez er dýrasti leikmaður félagsskiptagluggans til þessa. Nick Taylor/Liverpool FC/Liverpool FC via Getty Images Með kaupum föstudagsins bættu félög í ensku úrvalsdeildinni met yfir eyðslu í einum félagsskiptaglugga. Þá voru tólf dagar eftir af glugganum og líklegt að meira bætist við. Rannsóknarblaðamaðurinn Nick Harris, sem sérhæfir sig í fjármálum fótboltaheimsins tók saman lista yfir eyðslu félaganna á föstudag. Hann bendir á að alls hafi félög í deildinni eytt 1,465 milljörðum punda í leikmannakaup í sumar. Það jafngildir meira en 243 milljörðum íslenskra króna. Þetta er þrátt fyrir að Leicester City hafi ekki eitt einni krónu í félagsskipti í sumar og því aðeins 19 lið í deildinni sem koma að tölunni. Þá eru ekki tiltalin tilvonandi kaup Manchester United á Brasilíumönnunum Casemiro og Antony sem eru taldir kosta samtals um 140 milljónir punda. Chelsea er efst á lista yfir eyðslu í sumar en félagið hefur keypt leikmenn fyrir 179 milljónir punda. Chelsea hefur einnig eytt mestu umfram sölur, 161 milljón. Nýliðar Nottingham Forest hafa farið mikinn og eftir kaupin á Morgan Gibbs-White frá Wolves fyrir yfir 40 milljónir í vikunni er eyðsla liðsins orðin 142 milljónir, og 137 umfram sölur. Premier League clubs have today (Friday) broken the record for one summer's transfer spending, with 12 days of this window remaining. The £1.465bn so far beats the £1.43bn from 2017. Seven of the 20 clubs have spent £100m+ each, led by Chelsea & Forest. pic.twitter.com/AJyq1Y4KmM— Nick Harris (@sportingintel) August 19, 2022 Alls hafa sjö lið; West Ham, Arsenal, Tottenham, Wolves og Manchester City, auk ofan nefndu félaganna tveggja, borgað umfram 100 milljónir í sumar. Manchester United mun þá bætast við þann lista þegar það gengur frá kaupum á fyrrnefndum Brasilíumönnum síðar í sumar. Manchester City sker sig þó úr frá öðrum stórum liðum þar sem félagið hefur selt fyrir töluvert meira en það hefur keypt. Það er eina liðið sem hefur selt fyrir meira en 100 milljónir, alls 168 milljónir punda, og hefur það því skilað rúmlega 63 milljóna punda hagnaði þegar litið er til kaupa og sala. Allan listann má sjá í tístinu að ofan. Enski boltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Sjá meira
Rannsóknarblaðamaðurinn Nick Harris, sem sérhæfir sig í fjármálum fótboltaheimsins tók saman lista yfir eyðslu félaganna á föstudag. Hann bendir á að alls hafi félög í deildinni eytt 1,465 milljörðum punda í leikmannakaup í sumar. Það jafngildir meira en 243 milljörðum íslenskra króna. Þetta er þrátt fyrir að Leicester City hafi ekki eitt einni krónu í félagsskipti í sumar og því aðeins 19 lið í deildinni sem koma að tölunni. Þá eru ekki tiltalin tilvonandi kaup Manchester United á Brasilíumönnunum Casemiro og Antony sem eru taldir kosta samtals um 140 milljónir punda. Chelsea er efst á lista yfir eyðslu í sumar en félagið hefur keypt leikmenn fyrir 179 milljónir punda. Chelsea hefur einnig eytt mestu umfram sölur, 161 milljón. Nýliðar Nottingham Forest hafa farið mikinn og eftir kaupin á Morgan Gibbs-White frá Wolves fyrir yfir 40 milljónir í vikunni er eyðsla liðsins orðin 142 milljónir, og 137 umfram sölur. Premier League clubs have today (Friday) broken the record for one summer's transfer spending, with 12 days of this window remaining. The £1.465bn so far beats the £1.43bn from 2017. Seven of the 20 clubs have spent £100m+ each, led by Chelsea & Forest. pic.twitter.com/AJyq1Y4KmM— Nick Harris (@sportingintel) August 19, 2022 Alls hafa sjö lið; West Ham, Arsenal, Tottenham, Wolves og Manchester City, auk ofan nefndu félaganna tveggja, borgað umfram 100 milljónir í sumar. Manchester United mun þá bætast við þann lista þegar það gengur frá kaupum á fyrrnefndum Brasilíumönnum síðar í sumar. Manchester City sker sig þó úr frá öðrum stórum liðum þar sem félagið hefur selt fyrir töluvert meira en það hefur keypt. Það er eina liðið sem hefur selt fyrir meira en 100 milljónir, alls 168 milljónir punda, og hefur það því skilað rúmlega 63 milljóna punda hagnaði þegar litið er til kaupa og sala. Allan listann má sjá í tístinu að ofan.
Enski boltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Sjá meira