Sport

Dagskráin í dag: Besta-deildin, ítalski boltinn, NFL og rafíþróttir

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Víkingur tekur á móti Val í Bestu-deild karla í kvöld.
Víkingur tekur á móti Val í Bestu-deild karla í kvöld. EPA-EFE/Jakub Kaczmarczyk

Allir ættu að geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi á sportrásum Stöðvar 2 í dag, en alls eru níu beinar útsendingar á dagskrá úr hinum ýmsu íþróttum.

Besta-deild karla í knattspyrnu verður í brennidepli í dag og eru fjórir leikir á dagskrá. Klukkan 17:50 hefst bein útsending frá leik FH og Keflavíkur á Stöð 2 Sport og á sama tíma verður sýnt frá leik Leiknis og KR á hliðarrás Bestu-deildarinnar.

Klukkan 19:10 hefst svo bein útsending frá leik Fram og Breiðabliks á hinni hliðarrás Bestu-deildarinnar áður en stórleikur Víkings og Vals er á dagskrá klukkan 20:00 á Stöð 2 Sport. Stúkan verður svo á sínum stað eftir stórleikinn þar sem farið verður yfir allt það helsta úr leikjum kvöldsins.

Þá eru einnig tveir leikir í ítölsku úrvalsdeildinni á dagskrá í dag. Báðir verða þeir sýndir á Stöð 2 Sport 2, en Roma tekur á móti Cremonese klukkan 16:20 áður en Sampdoria og Juventus eigast við klukkan 18:35.

Þá er Gametíví með sinn vikulega þátt á Stöð 2 eSport klukkan 20:00 og á slaginu miðnætti hefst bein útsending frá leik New York Jets og Atlanta Falcons í NFL-deildinni í amerískum fótbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×