Magnea Hrönn Örvarsdóttir er látin Ólafur Björn Sverrisson skrifar 21. ágúst 2022 19:58 Magnea Hrönn Örvarsdóttir. Ásta Kristjánsdóttir Magnea Hrönn Örvarsdóttir, listakona og fyrrverandi blaðamaður, er látin fimmtíu ára að aldri. Morgunblaðið greinir frá andlátinu en Magnea hefur síðustu ár beitt sér fyrir úrræðum til handa heimilislausum konum. Hún setti sinn svip á miðbæinn en áfengi og fíkniefni náðu tangarhaldi á lífi Magneu síðari ár ævi hennar. Hún var heimilislaus síðustu sex árin. Magnea starfaði sem blaðamaður í nokkur ár. Hún stundaði nám við Menntaskólann í Reykjavík og síðan Háskóla Íslands þar sem hún nam heimspeki. Fjallað var um Magneu Hrönn í þættinum Paradísarheimt á RÚV. Þar segir meðal annars að Magnea hafi verið framúrskarandi námsmaður í menntaskóla. Magnea hafi búið lengi í Englandi, unnið við blaðamennsku, eins og áður sagði, og þýðingar. Þá hafi hún einnig skrifað greinar í Kvennablaðið um veru sína í fangelsi. Egill Helgason minnist Magneu á samfélagsmiðlum: „Magnea Hrönn Örvarsdóttir varð fórnarlamb óstjórnlegrar fíknar sem nú hefur dregið hana til dauða fyrir aldur fram. Fyrir okkur vini hennar var líf hennar í seinni tíð óskiljanlegur harmleikur, hvað var það sem gekk á alla þessa daga og allar þessar nætur? Og símtölin sem eftir á að hyggja voru kannski frekar ákall um einhvers konar viðurkenningu en hjálp. En ég ætla að muna fallegu, gáfuðu og skemmtilegu stelpuna sem ég kynntist fyrir 30 árum og ég gat ekki annað en hrifist af. Ég sakna hennar.“ Andlát Málefni heimilislausra Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Morgunblaðið greinir frá andlátinu en Magnea hefur síðustu ár beitt sér fyrir úrræðum til handa heimilislausum konum. Hún setti sinn svip á miðbæinn en áfengi og fíkniefni náðu tangarhaldi á lífi Magneu síðari ár ævi hennar. Hún var heimilislaus síðustu sex árin. Magnea starfaði sem blaðamaður í nokkur ár. Hún stundaði nám við Menntaskólann í Reykjavík og síðan Háskóla Íslands þar sem hún nam heimspeki. Fjallað var um Magneu Hrönn í þættinum Paradísarheimt á RÚV. Þar segir meðal annars að Magnea hafi verið framúrskarandi námsmaður í menntaskóla. Magnea hafi búið lengi í Englandi, unnið við blaðamennsku, eins og áður sagði, og þýðingar. Þá hafi hún einnig skrifað greinar í Kvennablaðið um veru sína í fangelsi. Egill Helgason minnist Magneu á samfélagsmiðlum: „Magnea Hrönn Örvarsdóttir varð fórnarlamb óstjórnlegrar fíknar sem nú hefur dregið hana til dauða fyrir aldur fram. Fyrir okkur vini hennar var líf hennar í seinni tíð óskiljanlegur harmleikur, hvað var það sem gekk á alla þessa daga og allar þessar nætur? Og símtölin sem eftir á að hyggja voru kannski frekar ákall um einhvers konar viðurkenningu en hjálp. En ég ætla að muna fallegu, gáfuðu og skemmtilegu stelpuna sem ég kynntist fyrir 30 árum og ég gat ekki annað en hrifist af. Ég sakna hennar.“
Andlát Málefni heimilislausra Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira