Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar á Facebook en Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, hefur ekki tjáð sig um málið í dag. Rannsókn málsins heyrir undir hennar embætti.
Í tilkynningunni segir að sakborningur hafi verið látinn laus að loknum skýrslutökum, vettvangsrannsókn og öðrum rannsóknaraðgerðum. Greint var frá því fyrr í dag að tvennt hefði verið handtekið í tengslum við málið.
Annað þeirra er sonur hjónanna sem ráðist var á og hitt unnusta hans. Þau voru á heimili hjónanna þegar árásin var framin og talið er að sonurinn hafi ráðist að árásarmanninum og banað honum. Þetta herma heimilidir fréttastofu.
Í samræmi við stöðu rannsóknarinnar verður ekki gerð krafa um gæsluvarðhald í málinu, að því er segir í tilkynningu lögreglunnar.