Innlent

Gosið enn í dvala og órói liggur niðri

Atli Ísleifsson skrifar
Eldgos í Fagradalsfjalli hófst að nýju 3. ágúst síðastliðinn.
Eldgos í Fagradalsfjalli hófst að nýju 3. ágúst síðastliðinn. Vísir/Vilhelm

Eldgosið í Fagradalsfjalli er enn í dvala og óróinn liggur sömuleiðis niðri eftir að hafa farið niður í gærmorgun.

Þetta segir Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, í samtali við Vísi.

„Við höldum áfram að fylgjast með en það gerðist í síðasta gosi að það liðu stundum nokkrir dagar milli þess að óróinn fór niður og að hann tók sig aftur upp að nýju. Þannig að við fylgjumst áfram með,“ segir Lovísa.

Hún segir of snemmt að lýsa yfir einhverjum goslokum, enda sé þar vanalega miðað við þrjá mánuði frá því að slokkni á gosóróa.

Eldgos í Meradölum við Fagradalsfjall hófst þann 3. ágúst síðastliðinn. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×