Aldrei búið á Spáni og fyrirliðinn vildi hann ekki en gæti mætt Íslandi á morgun Sindri Sverrisson skrifar 23. ágúst 2022 14:30 Lorenzo Brown í vináttulandsleik gegn Litháen fyrr í þessum mánuði. EPA-EFE/Elvira Urquijo A NBA-leikmaðurinn fyrrverandi Lorenzo Brown talar ekki spænsku og hefur aldrei búið á Spáni en hann er samt í spænska landsliðshópnum sem undirbýr sig fyrir leikinn mikilvæga við Ísland á morgun í undankeppni HM. Brown hlaut spænskan ríkisborgararétt fyrr á þessu ári en spænska körfuknattleikssambandið sóttist mjög eftir því vegna forfalla leikstjórnenda landsliðsins. Óhætt er að segja að það sé umdeilt að Brown sé orðinn spænskur landsliðsmaður en á meðal gagnrýnenda þess er fyrirliði liðsins, Rudy Fernández, sem benti á að Brown hefði engin tengsl við spænskan körfubolta. „Það hljómar ekki rétt. Ég heyrði það bara í fjölmiðlum að það væri kominn ríkisborgararéttur fyrir leikmann sem hefði engin tengsl við landið. Mér hlotnaðist sá heiður að spila með Mirotic og Ibaka. Þeir voru erlendir leikmenn en þeir höfðu æft í spænskum akademíum frá því að þeir voru mjög ungir og voru þannig búnir að mynda sterk tengsl við landið,“ sagði Fernández eftir að tilkynnt var um komu Brown í landsliðið í sumar. Kynntist þjálfaranum hjá Toronto Sergio Scariolo, þjálfari spænska landsliðsins, var aðstoðarþjálfari Toronto Raptors á árunum 2018-2021 og kynntist þar Brown. Scariolo segir það þó alls ekki hafa verið sína hugmynd að Brown fengi spænskan ríkisborgararétt, þó að hann fagni því að fá inn svo öflugan leikstjórnanda. Sjálfur hefur Brown, sem er leikmaður Maccabi Tel Aviv í Ísrael, talað um komuna í spænska landsliðið líkt og hann hafi verið að semja við félagslið og aðeins sagt að sér hafi boðist tækifæri sem hafi verið of gott til að hafna. Brown er eins og fyrr segir í sextán manna hópi Spánar sem æfir fyrir leikina við Ísland og Holland í undankeppni HM, og fyrir lokakeppni EM sem hefst í næsta mánuði. Tólf úr þessum hópi mæta Íslandi annað kvöld, klukkan 19 að íslenskum tíma. Brown hefur farið mikinn með spænska liðinu í æfingaleikjum að undanförnu og skorað næstflest stig að meðaltali fyrir liðið, í leikjum við Litháen og Grikkland. Spánn lék tvo leiki við hvort lið en tapaði þremur leikjanna og vann einn, 87-80 gegn Grikklandi. Körfubolti HM 2023 í körfubolta Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Sjá meira
Brown hlaut spænskan ríkisborgararétt fyrr á þessu ári en spænska körfuknattleikssambandið sóttist mjög eftir því vegna forfalla leikstjórnenda landsliðsins. Óhætt er að segja að það sé umdeilt að Brown sé orðinn spænskur landsliðsmaður en á meðal gagnrýnenda þess er fyrirliði liðsins, Rudy Fernández, sem benti á að Brown hefði engin tengsl við spænskan körfubolta. „Það hljómar ekki rétt. Ég heyrði það bara í fjölmiðlum að það væri kominn ríkisborgararéttur fyrir leikmann sem hefði engin tengsl við landið. Mér hlotnaðist sá heiður að spila með Mirotic og Ibaka. Þeir voru erlendir leikmenn en þeir höfðu æft í spænskum akademíum frá því að þeir voru mjög ungir og voru þannig búnir að mynda sterk tengsl við landið,“ sagði Fernández eftir að tilkynnt var um komu Brown í landsliðið í sumar. Kynntist þjálfaranum hjá Toronto Sergio Scariolo, þjálfari spænska landsliðsins, var aðstoðarþjálfari Toronto Raptors á árunum 2018-2021 og kynntist þar Brown. Scariolo segir það þó alls ekki hafa verið sína hugmynd að Brown fengi spænskan ríkisborgararétt, þó að hann fagni því að fá inn svo öflugan leikstjórnanda. Sjálfur hefur Brown, sem er leikmaður Maccabi Tel Aviv í Ísrael, talað um komuna í spænska landsliðið líkt og hann hafi verið að semja við félagslið og aðeins sagt að sér hafi boðist tækifæri sem hafi verið of gott til að hafna. Brown er eins og fyrr segir í sextán manna hópi Spánar sem æfir fyrir leikina við Ísland og Holland í undankeppni HM, og fyrir lokakeppni EM sem hefst í næsta mánuði. Tólf úr þessum hópi mæta Íslandi annað kvöld, klukkan 19 að íslenskum tíma. Brown hefur farið mikinn með spænska liðinu í æfingaleikjum að undanförnu og skorað næstflest stig að meðaltali fyrir liðið, í leikjum við Litháen og Grikkland. Spánn lék tvo leiki við hvort lið en tapaði þremur leikjanna og vann einn, 87-80 gegn Grikklandi.
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Sjá meira