Fjölskylda Brynjars Þórs: „Sonur okkar og bróðir tók hræðilegar ákvarðanir“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. ágúst 2022 13:26 Málið hefur snert samfélagið á Blönduósi og fólk um allt land. Vísir Fjölskylda Brynjars Þórs Guðmundssonar, sem grunaður er um að hafa skotið konu til bana og sært eiginmann hennar alvarlega á Blönduósi liðna helgi, segist í yfirlýsingu óska eftir virðingu og skilningi á einkalífi sínu og Brynjars. Mbl.is birtir yfirlýsinguna á vef sínum þar sem segir að fjölskyldan biðji fyrir manninum sem liggi þungt hladinn á sjúkrahúsi eftir skotárásina. Þeirra von sé sú að hann nái heilsu. „Frá fjölskyldu Brynjars Þórs Sonur okkar og bróðir tók hræðilegar ákvarðanir sem urðu til þess að hann lét lífið, kunningjakona okkar einnig og eiginmaður hennar liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi. Við syrgjum bróður og son. Við getum ekki svarað fyrir gjörðir hans og hann ekki heldur. Við viljum biðja fjölmiðla að sýna okkur skilning og virða einkalíf okkar, og Brynjars. Við biðjum fyrir því að Kári nái heilsu og sendum fjölskyldunni, vinum og öðrum sem eiga um sárt að binda innilegar samúðarkveðjur. Við viljum biðja fjölmiðla um tillitsemi. Þrátt fyrir ákvarðanir Brynjars þá syrgjum við kæran son og bróður. Með kveðju, Foreldrar og systkini Brynjars“ Börn hjónanna sem urðu fyrir árás Brynjars sendu frá sér yfirlýsingu í morgun. Þar báðu þau fjölmiðla um að virða friðhelgi einkalífs með myndbirtingum og síendurteknum hringingum í þeirra nánustu. Yfirlýsinguna má sjá að neðan. Á sunnudaginn breyttist líf okkar til frambúðar og verður aldrei aftur eins. Við syrgjum móður okkar og faðir okkar er alvarlega særður á spítala. Okkur hafa borist hlýjar kveðjur og stuðningur úr öllum landshornum. Fyrir það erum við þakklát. Það er erfiðara en orð fá lýst að ganga í gegnum það sem við erum að upplifa núna. Það er enn þyngra þegar fjölmiðlar flytja rangar og villandi fréttir af atvikum og ganga nærri friðhelgi einkalífs okkar með myndbirtingum og síendurteknum hringingum í okkur, nánustu vini og ættingja. Þess vegna viljum við góðfúslega biðja fjölmiðla um að virða friðhelgi einkalífs okkar, fjölskyldu og heimilis. Við þurfum frið til þess að takast á við þetta áfall, til að syrgja móður okkar og hlúa að föður okkar. Því í dag er ekkert mikilvægara en að hann nái heilsu á ný. Allt sem við höfum að segja kemur fram hér að ofan. Við munum ekki tjá okkar frekar. Við ítrekum að við biðjum fjölmiðla að virða það. Sandra, Hilmar, Pétur og Karen. Lögreglan á Norðurlandi eystra sendi frá sér stutta tilkynningu í gær þar sem hún sagði að rannsókn málsins miðaði vel. Þótt málið hafi komið upp í umdæmi Lögreglunnar á Norðurlandi vestra þá er rannsókn þess, lögum samkvæmt, í höndum embættisins sem hefur ekki svarað neinum spurningum fjölmiðla varðandi málið. Ekki hefur náðst í Páleyju Bergþórsdóttur lögreglustjóra þrátt fyrir ítrekaðar og formlegar beiðnir þess efnis bæði í gær og í dag. Manndráp á Blönduósi Lögreglumál Húnabyggð Tengdar fréttir „Erfiðara en orð fá lýst að ganga í gegnum það sem við erum að upplifa núna“ Uppkomin börn hjónanna sem urðu fyrir skotárás á Blönduós á sunnudag segja það erfiðara en orð fá lýst að ganga í gegnum það sem þau séu að upplifa núna. 23. ágúst 2022 08:24 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Mbl.is birtir yfirlýsinguna á vef sínum þar sem segir að fjölskyldan biðji fyrir manninum sem liggi þungt hladinn á sjúkrahúsi eftir skotárásina. Þeirra von sé sú að hann nái heilsu. „Frá fjölskyldu Brynjars Þórs Sonur okkar og bróðir tók hræðilegar ákvarðanir sem urðu til þess að hann lét lífið, kunningjakona okkar einnig og eiginmaður hennar liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi. Við syrgjum bróður og son. Við getum ekki svarað fyrir gjörðir hans og hann ekki heldur. Við viljum biðja fjölmiðla að sýna okkur skilning og virða einkalíf okkar, og Brynjars. Við biðjum fyrir því að Kári nái heilsu og sendum fjölskyldunni, vinum og öðrum sem eiga um sárt að binda innilegar samúðarkveðjur. Við viljum biðja fjölmiðla um tillitsemi. Þrátt fyrir ákvarðanir Brynjars þá syrgjum við kæran son og bróður. Með kveðju, Foreldrar og systkini Brynjars“ Börn hjónanna sem urðu fyrir árás Brynjars sendu frá sér yfirlýsingu í morgun. Þar báðu þau fjölmiðla um að virða friðhelgi einkalífs með myndbirtingum og síendurteknum hringingum í þeirra nánustu. Yfirlýsinguna má sjá að neðan. Á sunnudaginn breyttist líf okkar til frambúðar og verður aldrei aftur eins. Við syrgjum móður okkar og faðir okkar er alvarlega særður á spítala. Okkur hafa borist hlýjar kveðjur og stuðningur úr öllum landshornum. Fyrir það erum við þakklát. Það er erfiðara en orð fá lýst að ganga í gegnum það sem við erum að upplifa núna. Það er enn þyngra þegar fjölmiðlar flytja rangar og villandi fréttir af atvikum og ganga nærri friðhelgi einkalífs okkar með myndbirtingum og síendurteknum hringingum í okkur, nánustu vini og ættingja. Þess vegna viljum við góðfúslega biðja fjölmiðla um að virða friðhelgi einkalífs okkar, fjölskyldu og heimilis. Við þurfum frið til þess að takast á við þetta áfall, til að syrgja móður okkar og hlúa að föður okkar. Því í dag er ekkert mikilvægara en að hann nái heilsu á ný. Allt sem við höfum að segja kemur fram hér að ofan. Við munum ekki tjá okkar frekar. Við ítrekum að við biðjum fjölmiðla að virða það. Sandra, Hilmar, Pétur og Karen. Lögreglan á Norðurlandi eystra sendi frá sér stutta tilkynningu í gær þar sem hún sagði að rannsókn málsins miðaði vel. Þótt málið hafi komið upp í umdæmi Lögreglunnar á Norðurlandi vestra þá er rannsókn þess, lögum samkvæmt, í höndum embættisins sem hefur ekki svarað neinum spurningum fjölmiðla varðandi málið. Ekki hefur náðst í Páleyju Bergþórsdóttur lögreglustjóra þrátt fyrir ítrekaðar og formlegar beiðnir þess efnis bæði í gær og í dag.
„Frá fjölskyldu Brynjars Þórs Sonur okkar og bróðir tók hræðilegar ákvarðanir sem urðu til þess að hann lét lífið, kunningjakona okkar einnig og eiginmaður hennar liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi. Við syrgjum bróður og son. Við getum ekki svarað fyrir gjörðir hans og hann ekki heldur. Við viljum biðja fjölmiðla að sýna okkur skilning og virða einkalíf okkar, og Brynjars. Við biðjum fyrir því að Kári nái heilsu og sendum fjölskyldunni, vinum og öðrum sem eiga um sárt að binda innilegar samúðarkveðjur. Við viljum biðja fjölmiðla um tillitsemi. Þrátt fyrir ákvarðanir Brynjars þá syrgjum við kæran son og bróður. Með kveðju, Foreldrar og systkini Brynjars“
Á sunnudaginn breyttist líf okkar til frambúðar og verður aldrei aftur eins. Við syrgjum móður okkar og faðir okkar er alvarlega særður á spítala. Okkur hafa borist hlýjar kveðjur og stuðningur úr öllum landshornum. Fyrir það erum við þakklát. Það er erfiðara en orð fá lýst að ganga í gegnum það sem við erum að upplifa núna. Það er enn þyngra þegar fjölmiðlar flytja rangar og villandi fréttir af atvikum og ganga nærri friðhelgi einkalífs okkar með myndbirtingum og síendurteknum hringingum í okkur, nánustu vini og ættingja. Þess vegna viljum við góðfúslega biðja fjölmiðla um að virða friðhelgi einkalífs okkar, fjölskyldu og heimilis. Við þurfum frið til þess að takast á við þetta áfall, til að syrgja móður okkar og hlúa að föður okkar. Því í dag er ekkert mikilvægara en að hann nái heilsu á ný. Allt sem við höfum að segja kemur fram hér að ofan. Við munum ekki tjá okkar frekar. Við ítrekum að við biðjum fjölmiðla að virða það. Sandra, Hilmar, Pétur og Karen.
Manndráp á Blönduósi Lögreglumál Húnabyggð Tengdar fréttir „Erfiðara en orð fá lýst að ganga í gegnum það sem við erum að upplifa núna“ Uppkomin börn hjónanna sem urðu fyrir skotárás á Blönduós á sunnudag segja það erfiðara en orð fá lýst að ganga í gegnum það sem þau séu að upplifa núna. 23. ágúst 2022 08:24 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
„Erfiðara en orð fá lýst að ganga í gegnum það sem við erum að upplifa núna“ Uppkomin börn hjónanna sem urðu fyrir skotárás á Blönduós á sunnudag segja það erfiðara en orð fá lýst að ganga í gegnum það sem þau séu að upplifa núna. 23. ágúst 2022 08:24