Eðlilegt að harmafréttir hafi áhrif á okkur í vinnu Rakel Sveinsdóttir skrifar 24. ágúst 2022 07:01 Rannsóknir hafa sýnt að erfiðar fréttir hafa meiri áhrif á okkur en við oft gerum okkur grein fyrir. Líka daglegt líf og vinnu. Það er því eðlilegt að upplifa alls kyns líðan nú þegar hugur okkar er hjá íbúum Húnabyggðar og þeim sem eiga sárast um að binda. Vísir Hugur okkar allra er hjá íbúum Húnabyggðar og þeim sem eiga sárast um að binda. Samhuginn upplifum við víða. Á samfélagsmiðlum. Í fréttum. Í samtölum við vini og vandamenn. Við erum slegin og margir upplifa sig utan við sig eða að eiga erfitt með að einbeita sér í daglegu lífi og í vinnu. Þessi líðan er eðlileg og það hafa fjölmargar rannsóknir sýnt. Þess vegna er mikilvægt að sýna okkur sjálfum og öðru fólki samkennd og skilning og gefa okkur svigrúm fyrir þær tilfinningar sem þurfa að koma fram. Áhrif harmafrétta Síðustu árin hafa áhrif frétta á fólk verið rannsökuð af ýmsum aðilum en gott dæmi um hvað sláandi fréttir geta haft mikil áhrif á okkur er rannsókn sem gerð var í Boston í Bandaríkjunum árið 2013. Þátttakendur í rannsókninni voru fimm þúsund manns sem svöruðu spurningum yfir nokkra vikna tímabil. Þegar rannsóknartímabilið var um hálfnað var sprengjuódæðið í Boston framið, á frídegi þegar að þúsundir fólks voru að hlaupa Boston maraþonið. Um 130 manns særðust, þar af 30 alvarlega og fljótlega bárust fréttir um að átta ára drengur hefði látist. Í kjölfarið áttuðu vísindamennirnir sig á því að sem rannsakendur gætu þeir nú séð og metið hvernig áhrif frétta um sprengjuódæðið hefði á fólk. Fólks sem þó hefði ekki verið á staðnum né þekkti til þeirra sem slösuðust. Í viðtali við BBC segir einn forsvarsmanna rannsóknarinnar að niðurstöðurnar hefðu verið mjög skýrar: Áhrif sláandi frétta væru að hafa miklu meiri á okkur en við gerum okkur oft grein fyrir. Þá sagði hann fólk oftast vanmeta þessi áhrif á okkur. Birtingarmyndirnar væru líka jafn ólíkar og þær eru margar. Allt frá því að hafa áhrif á daglega lífið okkar, vinnuna, viðhorf okkar í einstaka málum og jafnvel líkamlega heilsu síðar meir. Í umfjöllun Harvard Business Review er sagt frá tveimur rannsóknum sem sýna hversu mikil áhrif sláandi fréttir og erfiðar geta haft á okkur í vinnu. Í annarri rannsókninni horfðu 110 manns á myndband fyrir klukkan tíu að morgni. Helmingur hópsins horfði á skemmtilegt myndband en hinn helmingurinn horfði á erfitt og sláandi myndband. Niðurstöðurnar voru skýrar: Mun fleiri í þeim hópi sem horfði á erfiða myndbandið upplifði vinnudaginn ekki góðan í samanburði við fólkið sem sá ekki það myndband. Í hinni rannsókninni horfði fólk á sláandi fréttir á sjónvarpsskjá snemma að morgni þegar það var í ræktinni. Niðurstöður þeirra rannsóknar sýndu að fréttirnar höfðu bein áhrif á það hvernig fólkinu tókst til í verkefnum vinnunnar þann daginn. Góðu ráðin: Samkennd og skilningur Að sýna okkur sjálfum og öðrum samkennd og skilning þessa dagana er því af hinu góða og mikilvægt. Því þegar að við erum öll sem eitt að upplifa erfiðar harmafregnir og sorg, er ekkert nema eðlilegt að okkur líði ekki endilega eins og við eigum helst að venjast. Fyrir þá sem upplifa daglegt líf og vinnudaga mjög erfiða er mælt með: Að fylgjast minna með fréttum og takmarka þann tíma sem þú fylgist með. Þetta á einnig við um samfélagsmiðla. Að breyta áreiti úr umhverfinu. Ef þér finnst til dæmis óþægilegt að heyra of mikið tal vinnufélaga um fréttir fjölmiðla, gæti verið ágætis ráð að hlusta á tónlist og passa þá að stilla frekar á útvarpsstöð sem spilar mikið af tónlist en er með minna af umræðum. Aðrar róandi leiðir gætu einnig verið hugleiðsla eða göngutúr í hádeginu. Byrja fréttaskoðun dagsins á að finna þér efni sem þú veist fyrirfram að þér finnst frekar skemmtilegt, jákvætt eða góð afþreying. Atvinnulífið mælir sérstaklega með fréttum Magnúsar Hlyns á Stöð 2, nýjustu fréttir Magnúsar má sjá HÉR. Heilsa Vinnustaðurinn Góðu ráðin Manndráp á Blönduósi Tengdar fréttir Fjölskylda Brynjars Þórs: „Sonur okkar og bróðir tók hræðilegar ákvarðanir“ Fjölskylda Brynjars Þórs Guðmundssonar, sem grunaður er um að hafa skotið konu til bana og sært eiginmann hennar alvarlega á Blönduósi liðna helgi, segist í yfirlýsingu óska eftir virðingu og skilningi á einkalífi sínu og Brynjars. 23. ágúst 2022 13:26 „Erfiðara en orð fá lýst að ganga í gegnum það sem við erum að upplifa núna“ Uppkomin börn hjónanna sem urðu fyrir skotárás á Blönduós á sunnudag segja það erfiðara en orð fá lýst að ganga í gegnum það sem þau séu að upplifa núna. 23. ágúst 2022 08:24 Fólk með geðrænan vanda hræðist fordóma vegna umræðunnar Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir fólk með geðrænan vanda verða hrætt þegar mál á borð við Blönduósmálið komi upp. Engar rannsóknir sýni tengsl milli geðræns vanda og þess að beita ofbeldi. 22. ágúst 2022 19:02 „Það er í lagi að segja ekki alltaf allt gott“ Í stað þess að segjast alltaf segja allt gott og þykjast vera hress, þurfum við mögulega að læra að segja satt og viðurkenna að okkur líður ekkert alltaf vel. Líka í vinnunni. 20. október 2021 07:01 Starfsfólki tryggt aðgengi að sálfræðingum með lágmarksbiðtíma Það á að vera gaman í vinnunni, sveigjanleikinn á að vera mikill, jafnrétti, fjölbreytileiki og síðast en ekki síst góð andleg heilsa. 20. júní 2022 07:01 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Við erum slegin og margir upplifa sig utan við sig eða að eiga erfitt með að einbeita sér í daglegu lífi og í vinnu. Þessi líðan er eðlileg og það hafa fjölmargar rannsóknir sýnt. Þess vegna er mikilvægt að sýna okkur sjálfum og öðru fólki samkennd og skilning og gefa okkur svigrúm fyrir þær tilfinningar sem þurfa að koma fram. Áhrif harmafrétta Síðustu árin hafa áhrif frétta á fólk verið rannsökuð af ýmsum aðilum en gott dæmi um hvað sláandi fréttir geta haft mikil áhrif á okkur er rannsókn sem gerð var í Boston í Bandaríkjunum árið 2013. Þátttakendur í rannsókninni voru fimm þúsund manns sem svöruðu spurningum yfir nokkra vikna tímabil. Þegar rannsóknartímabilið var um hálfnað var sprengjuódæðið í Boston framið, á frídegi þegar að þúsundir fólks voru að hlaupa Boston maraþonið. Um 130 manns særðust, þar af 30 alvarlega og fljótlega bárust fréttir um að átta ára drengur hefði látist. Í kjölfarið áttuðu vísindamennirnir sig á því að sem rannsakendur gætu þeir nú séð og metið hvernig áhrif frétta um sprengjuódæðið hefði á fólk. Fólks sem þó hefði ekki verið á staðnum né þekkti til þeirra sem slösuðust. Í viðtali við BBC segir einn forsvarsmanna rannsóknarinnar að niðurstöðurnar hefðu verið mjög skýrar: Áhrif sláandi frétta væru að hafa miklu meiri á okkur en við gerum okkur oft grein fyrir. Þá sagði hann fólk oftast vanmeta þessi áhrif á okkur. Birtingarmyndirnar væru líka jafn ólíkar og þær eru margar. Allt frá því að hafa áhrif á daglega lífið okkar, vinnuna, viðhorf okkar í einstaka málum og jafnvel líkamlega heilsu síðar meir. Í umfjöllun Harvard Business Review er sagt frá tveimur rannsóknum sem sýna hversu mikil áhrif sláandi fréttir og erfiðar geta haft á okkur í vinnu. Í annarri rannsókninni horfðu 110 manns á myndband fyrir klukkan tíu að morgni. Helmingur hópsins horfði á skemmtilegt myndband en hinn helmingurinn horfði á erfitt og sláandi myndband. Niðurstöðurnar voru skýrar: Mun fleiri í þeim hópi sem horfði á erfiða myndbandið upplifði vinnudaginn ekki góðan í samanburði við fólkið sem sá ekki það myndband. Í hinni rannsókninni horfði fólk á sláandi fréttir á sjónvarpsskjá snemma að morgni þegar það var í ræktinni. Niðurstöður þeirra rannsóknar sýndu að fréttirnar höfðu bein áhrif á það hvernig fólkinu tókst til í verkefnum vinnunnar þann daginn. Góðu ráðin: Samkennd og skilningur Að sýna okkur sjálfum og öðrum samkennd og skilning þessa dagana er því af hinu góða og mikilvægt. Því þegar að við erum öll sem eitt að upplifa erfiðar harmafregnir og sorg, er ekkert nema eðlilegt að okkur líði ekki endilega eins og við eigum helst að venjast. Fyrir þá sem upplifa daglegt líf og vinnudaga mjög erfiða er mælt með: Að fylgjast minna með fréttum og takmarka þann tíma sem þú fylgist með. Þetta á einnig við um samfélagsmiðla. Að breyta áreiti úr umhverfinu. Ef þér finnst til dæmis óþægilegt að heyra of mikið tal vinnufélaga um fréttir fjölmiðla, gæti verið ágætis ráð að hlusta á tónlist og passa þá að stilla frekar á útvarpsstöð sem spilar mikið af tónlist en er með minna af umræðum. Aðrar róandi leiðir gætu einnig verið hugleiðsla eða göngutúr í hádeginu. Byrja fréttaskoðun dagsins á að finna þér efni sem þú veist fyrirfram að þér finnst frekar skemmtilegt, jákvætt eða góð afþreying. Atvinnulífið mælir sérstaklega með fréttum Magnúsar Hlyns á Stöð 2, nýjustu fréttir Magnúsar má sjá HÉR.
Heilsa Vinnustaðurinn Góðu ráðin Manndráp á Blönduósi Tengdar fréttir Fjölskylda Brynjars Þórs: „Sonur okkar og bróðir tók hræðilegar ákvarðanir“ Fjölskylda Brynjars Þórs Guðmundssonar, sem grunaður er um að hafa skotið konu til bana og sært eiginmann hennar alvarlega á Blönduósi liðna helgi, segist í yfirlýsingu óska eftir virðingu og skilningi á einkalífi sínu og Brynjars. 23. ágúst 2022 13:26 „Erfiðara en orð fá lýst að ganga í gegnum það sem við erum að upplifa núna“ Uppkomin börn hjónanna sem urðu fyrir skotárás á Blönduós á sunnudag segja það erfiðara en orð fá lýst að ganga í gegnum það sem þau séu að upplifa núna. 23. ágúst 2022 08:24 Fólk með geðrænan vanda hræðist fordóma vegna umræðunnar Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir fólk með geðrænan vanda verða hrætt þegar mál á borð við Blönduósmálið komi upp. Engar rannsóknir sýni tengsl milli geðræns vanda og þess að beita ofbeldi. 22. ágúst 2022 19:02 „Það er í lagi að segja ekki alltaf allt gott“ Í stað þess að segjast alltaf segja allt gott og þykjast vera hress, þurfum við mögulega að læra að segja satt og viðurkenna að okkur líður ekkert alltaf vel. Líka í vinnunni. 20. október 2021 07:01 Starfsfólki tryggt aðgengi að sálfræðingum með lágmarksbiðtíma Það á að vera gaman í vinnunni, sveigjanleikinn á að vera mikill, jafnrétti, fjölbreytileiki og síðast en ekki síst góð andleg heilsa. 20. júní 2022 07:01 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Fjölskylda Brynjars Þórs: „Sonur okkar og bróðir tók hræðilegar ákvarðanir“ Fjölskylda Brynjars Þórs Guðmundssonar, sem grunaður er um að hafa skotið konu til bana og sært eiginmann hennar alvarlega á Blönduósi liðna helgi, segist í yfirlýsingu óska eftir virðingu og skilningi á einkalífi sínu og Brynjars. 23. ágúst 2022 13:26
„Erfiðara en orð fá lýst að ganga í gegnum það sem við erum að upplifa núna“ Uppkomin börn hjónanna sem urðu fyrir skotárás á Blönduós á sunnudag segja það erfiðara en orð fá lýst að ganga í gegnum það sem þau séu að upplifa núna. 23. ágúst 2022 08:24
Fólk með geðrænan vanda hræðist fordóma vegna umræðunnar Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir fólk með geðrænan vanda verða hrætt þegar mál á borð við Blönduósmálið komi upp. Engar rannsóknir sýni tengsl milli geðræns vanda og þess að beita ofbeldi. 22. ágúst 2022 19:02
„Það er í lagi að segja ekki alltaf allt gott“ Í stað þess að segjast alltaf segja allt gott og þykjast vera hress, þurfum við mögulega að læra að segja satt og viðurkenna að okkur líður ekkert alltaf vel. Líka í vinnunni. 20. október 2021 07:01
Starfsfólki tryggt aðgengi að sálfræðingum með lágmarksbiðtíma Það á að vera gaman í vinnunni, sveigjanleikinn á að vera mikill, jafnrétti, fjölbreytileiki og síðast en ekki síst góð andleg heilsa. 20. júní 2022 07:01