Tveir sem ætluðu að ræna ríkisstjóra dæmdir Samúel Karl Ólason skrifar 23. ágúst 2022 18:16 Barry Croft Jr., og Adam Fox. Þeir voru dæmdir sekir um ráðabrugg varðandi það að ræna ríkisstjóra Michigan og stnada frammi fyrir mögulegu lífstíðarfangelsi. AP/Fógetinn í Kent-sýslu Tveir menn hafa verið dæmdir fyrir ráðabrugg sem gekk út á að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan í Bandaríkjunum. Þeir tilheyrðu hópi sem ætlaði að ræna ríkisstjóranum vegna aðgerða hennar til að sporna gegn útbreiðslu Covid-19. Mennirnir ætluðu að halda einhverskonar „réttarhöld“ gegn Whitmer og mögulega taka hana af lífi. Saksóknarar segja lokamarkmið þeirra hafa verið að hefja nýja borgarastyrjöld í Bandaríkjunum. Þeir Adam Fox (39) og Barry Croft Jr. (46) voru fundnir sekir um að hafa reynt að verða sér út um sprengjuefni, með því markmiði að sprengja upp brú nærri sumarbústað ríkisstjórans og stöðva lögregluna í að koma Whitmer til bjargar. Þeir gætu verið dæmdir til lífstíðarfangelsis. Þetta voru önnur réttarhöldin sem haldin fóru fram, vegna þess að í fyrra skiptið gátu kviðdómendur ekki komist að niðurstöðu, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Í kjölfar þess að mennirnir voru dæmdir sagði Whitmer að niðurstaðan sanni að hótanir og ofbeldi eigi ekki heima í stjórnmálum og þeir sem vilji sundra Bandaríkjamönnum verði dregnir til ábyrgðar. Þá sagði hún nauðsynlegt að líta vel á stöðu stjórnmála í Bandaríkjunum. Ógnanir gegn embættis- og stjórnmálamönnum og starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna, séu birtingarmynd aukinna öfgavæðingar sem ógni grunnstoðum stjórnkerfis Bandaríkjanna. Rannsókn FBI hófst eftir að uppgjafahermaðurinn Dan Chappel gekk til liðs við hópinn sem þeir Fox og Croft tilheyrðu. Chappel leitaði til FBI eftir að hann heyrði umræðu innan hópsins um að myrða lögregluþjóna. Hann gerðist uppljóstrari og seinna meir gáfu tveir aðrir sig fram. Sjá einnig: Fangelsisdómur yfir einum þeirra sem ætlaði að ræna ríkisstjóra Verjendur mannanna héldu því fram að rannsakendur FBI hefðu leitt þá í gildru. Útsendarar FBI hefðu fylgst með þeim og í raun leitt þá á ranga braut. Mennirnir sögðust ekki sekir um neitt annað en að reykja marijúana og nýta sér stjórnarskrárbundinn rétt þeirra til að tala illa um Whitmer og stjórnvöld Bandaríkjanna. „Þetta er ekki Rússland. Það er ekki svona sem landið okkar virkar,“ hefur AP eftir lögmanni Croft. „Þú getur ekki grunað að maður muni mögulega fremja glæpi því þér er illa við það sem hann segir, eða hugmyndafræði hans.“ Lögmaður Fox sakaði FBI um að hafa gert mennina að glæpamönnum. Tveir aðrir úr hópnum hafa verið sýknaðir og tveir til viðbótar hafa gengið við ákærunum gegn þeim og játað fyrir dómi. Bandaríkin Tengdar fréttir Fordæma aðfarir Trump sem „ólýðræðislegar“ Tveir öldungadeildarþingmenn úr Repúblikanaflokki Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, gagnrýna harðlega „ólýðræðislegar“ tilraunir hans til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna sem hann tapaði. 20. nóvember 2020 14:33 Ráðgjafi forsetans hvatti íbúa til að rísa upp gegn sóttvörnum Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, segir henni hafa brugðið þegar hún sá að einn helsti sóttvarnaráðgjafi Donald Trumps, forseta, hefði kallað eftir því að íbúar ríkis hennar risu upp gegn sóttvarnaraðgerðum yfirvalda. 16. nóvember 2020 19:49 „Hann var bara að skemmta sér“ Lara Trump, tengdóttir Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir hann bara hafa verið að gantast á kosningafundi í gær, þar sem hann virtist styðja það að handtaka ætti Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan. Rúm vika er síðan Alríkislögregla Bandaríkjanna opinberaði að ráðabrugg hægri öfgamanna um að ræna Whitmer, rétta yfir henni fyrir landráð og myrða hana. 18. október 2020 18:12 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Sjá meira
Saksóknarar segja lokamarkmið þeirra hafa verið að hefja nýja borgarastyrjöld í Bandaríkjunum. Þeir Adam Fox (39) og Barry Croft Jr. (46) voru fundnir sekir um að hafa reynt að verða sér út um sprengjuefni, með því markmiði að sprengja upp brú nærri sumarbústað ríkisstjórans og stöðva lögregluna í að koma Whitmer til bjargar. Þeir gætu verið dæmdir til lífstíðarfangelsis. Þetta voru önnur réttarhöldin sem haldin fóru fram, vegna þess að í fyrra skiptið gátu kviðdómendur ekki komist að niðurstöðu, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Í kjölfar þess að mennirnir voru dæmdir sagði Whitmer að niðurstaðan sanni að hótanir og ofbeldi eigi ekki heima í stjórnmálum og þeir sem vilji sundra Bandaríkjamönnum verði dregnir til ábyrgðar. Þá sagði hún nauðsynlegt að líta vel á stöðu stjórnmála í Bandaríkjunum. Ógnanir gegn embættis- og stjórnmálamönnum og starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna, séu birtingarmynd aukinna öfgavæðingar sem ógni grunnstoðum stjórnkerfis Bandaríkjanna. Rannsókn FBI hófst eftir að uppgjafahermaðurinn Dan Chappel gekk til liðs við hópinn sem þeir Fox og Croft tilheyrðu. Chappel leitaði til FBI eftir að hann heyrði umræðu innan hópsins um að myrða lögregluþjóna. Hann gerðist uppljóstrari og seinna meir gáfu tveir aðrir sig fram. Sjá einnig: Fangelsisdómur yfir einum þeirra sem ætlaði að ræna ríkisstjóra Verjendur mannanna héldu því fram að rannsakendur FBI hefðu leitt þá í gildru. Útsendarar FBI hefðu fylgst með þeim og í raun leitt þá á ranga braut. Mennirnir sögðust ekki sekir um neitt annað en að reykja marijúana og nýta sér stjórnarskrárbundinn rétt þeirra til að tala illa um Whitmer og stjórnvöld Bandaríkjanna. „Þetta er ekki Rússland. Það er ekki svona sem landið okkar virkar,“ hefur AP eftir lögmanni Croft. „Þú getur ekki grunað að maður muni mögulega fremja glæpi því þér er illa við það sem hann segir, eða hugmyndafræði hans.“ Lögmaður Fox sakaði FBI um að hafa gert mennina að glæpamönnum. Tveir aðrir úr hópnum hafa verið sýknaðir og tveir til viðbótar hafa gengið við ákærunum gegn þeim og játað fyrir dómi.
Bandaríkin Tengdar fréttir Fordæma aðfarir Trump sem „ólýðræðislegar“ Tveir öldungadeildarþingmenn úr Repúblikanaflokki Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, gagnrýna harðlega „ólýðræðislegar“ tilraunir hans til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna sem hann tapaði. 20. nóvember 2020 14:33 Ráðgjafi forsetans hvatti íbúa til að rísa upp gegn sóttvörnum Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, segir henni hafa brugðið þegar hún sá að einn helsti sóttvarnaráðgjafi Donald Trumps, forseta, hefði kallað eftir því að íbúar ríkis hennar risu upp gegn sóttvarnaraðgerðum yfirvalda. 16. nóvember 2020 19:49 „Hann var bara að skemmta sér“ Lara Trump, tengdóttir Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir hann bara hafa verið að gantast á kosningafundi í gær, þar sem hann virtist styðja það að handtaka ætti Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan. Rúm vika er síðan Alríkislögregla Bandaríkjanna opinberaði að ráðabrugg hægri öfgamanna um að ræna Whitmer, rétta yfir henni fyrir landráð og myrða hana. 18. október 2020 18:12 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Sjá meira
Fordæma aðfarir Trump sem „ólýðræðislegar“ Tveir öldungadeildarþingmenn úr Repúblikanaflokki Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, gagnrýna harðlega „ólýðræðislegar“ tilraunir hans til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna sem hann tapaði. 20. nóvember 2020 14:33
Ráðgjafi forsetans hvatti íbúa til að rísa upp gegn sóttvörnum Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, segir henni hafa brugðið þegar hún sá að einn helsti sóttvarnaráðgjafi Donald Trumps, forseta, hefði kallað eftir því að íbúar ríkis hennar risu upp gegn sóttvarnaraðgerðum yfirvalda. 16. nóvember 2020 19:49
„Hann var bara að skemmta sér“ Lara Trump, tengdóttir Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir hann bara hafa verið að gantast á kosningafundi í gær, þar sem hann virtist styðja það að handtaka ætti Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan. Rúm vika er síðan Alríkislögregla Bandaríkjanna opinberaði að ráðabrugg hægri öfgamanna um að ræna Whitmer, rétta yfir henni fyrir landráð og myrða hana. 18. október 2020 18:12