Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum í geðheilbrigðismálum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. ágúst 2022 18:49 Dómsmálaráðuneytið, heilbrigðisráðuneytið og félagsmálaráðuneytið vinna að endurbótum í geðheilbrigðismálum. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Vísir Bæði aðstandendur hjónanna sem ráðist var á á Blönduósi um helgina og aðstandendur árársarmannsins báðu í dag um næði frá fjölmiðlum. Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum í geðheilbrigðismálum. Fjögur börn hjónanna sendu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem þau þökkuðu hlýjar kveðjur og stuðning en óskuðu jafnframt eftir næði til að syrgja og huga að særðum föður sínum. Þá sendi fjölskylda meints geranda Morgunblaðinu líka yfirlýsingu þar sem hún bað um næði og sagðist biðja fyrir manninum sem liggur nú á sjúkrahúsi. Litlar upplýsingar frá lögreglu Rannsókn málsins er í höndum lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Litlar upplýsingar hafa fengist um rannsókn málsins að öðru leyti en að henni miði vel. Þá hefur Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri ekki viljað veita fréttastofu viðtal vegna málsins. Margir þegið áfallahjálp Íbúar á Blönduósi hafa margir nýtt sér þá aðstoð sem boðið hefur verið upp á eftir voðaverkin. Tugir hafa nýtt sér áfallahjálp Rauða krossins á staðnum og bæna- og samverustundir hafa verið í kirkjum á svæðinu. Tugir hafa líka nýtt sér Hjálparsímann 1717. Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum Skotveiðifélagið Markviss sem er á staðnum hafði lýst yfir áhyggjum af andlegri líðan árásarmannsins í aðdraganda árásarinnar. Þá hafði verið unnið að því að afturkalla skotvopnaleyfi hans. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir mál sem þessi gríðarlega viðkvæm en verið sé að vinna að nýrri löggjöf varðandi geðheilbrigðismál og m.a. mál þar sem fólk hefur sýnt ógnandi hegðun án þess að hafa brotið af sér áður. „Þetta er fámennur hópur og þarna erum við að ræða um gríðarlega viðkvæm mál þegar kemur að frelsissviptingu fólks sem hefur ekkert brotið af sér og hefur enga sakamálasögu. Sú vinna og endurskoðun er öll í gangi. Það er í undirbúningi löggjöf hjá félagsmálaráðherra sem að þessu snýr.“ segir Jón. Willum Þór Þórsson segir gríðarlega mikilvægt að vanda vel til verka. „Dómsmálaráðuneytið, heilbrigðisráðuneytið og félagsmálaráðuneyti vinna saman að þessum málaflokki. Þetta eru viðkvæm mál en kalla á aukna samvinnu á milli þeirra aðila sem þjónusta þessa hópa,“ segir Willum. Manndráp á Blönduósi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Lögreglan Geðheilbrigði Tengdar fréttir Fjölskylda Brynjars Þórs: „Sonur okkar og bróðir tók hræðilegar ákvarðanir“ Fjölskylda Brynjars Þórs Guðmundssonar, sem grunaður er um að hafa skotið konu til bana og sært eiginmann hennar alvarlega á Blönduósi liðna helgi, segist í yfirlýsingu óska eftir virðingu og skilningi á einkalífi sínu og Brynjars. 23. ágúst 2022 13:26 „Erfiðara en orð fá lýst að ganga í gegnum það sem við erum að upplifa núna“ Uppkomin börn hjónanna sem urðu fyrir skotárás á Blönduós á sunnudag segja það erfiðara en orð fá lýst að ganga í gegnum það sem þau séu að upplifa núna. 23. ágúst 2022 08:24 Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Fjögur börn hjónanna sendu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem þau þökkuðu hlýjar kveðjur og stuðning en óskuðu jafnframt eftir næði til að syrgja og huga að særðum föður sínum. Þá sendi fjölskylda meints geranda Morgunblaðinu líka yfirlýsingu þar sem hún bað um næði og sagðist biðja fyrir manninum sem liggur nú á sjúkrahúsi. Litlar upplýsingar frá lögreglu Rannsókn málsins er í höndum lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Litlar upplýsingar hafa fengist um rannsókn málsins að öðru leyti en að henni miði vel. Þá hefur Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri ekki viljað veita fréttastofu viðtal vegna málsins. Margir þegið áfallahjálp Íbúar á Blönduósi hafa margir nýtt sér þá aðstoð sem boðið hefur verið upp á eftir voðaverkin. Tugir hafa nýtt sér áfallahjálp Rauða krossins á staðnum og bæna- og samverustundir hafa verið í kirkjum á svæðinu. Tugir hafa líka nýtt sér Hjálparsímann 1717. Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum Skotveiðifélagið Markviss sem er á staðnum hafði lýst yfir áhyggjum af andlegri líðan árásarmannsins í aðdraganda árásarinnar. Þá hafði verið unnið að því að afturkalla skotvopnaleyfi hans. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir mál sem þessi gríðarlega viðkvæm en verið sé að vinna að nýrri löggjöf varðandi geðheilbrigðismál og m.a. mál þar sem fólk hefur sýnt ógnandi hegðun án þess að hafa brotið af sér áður. „Þetta er fámennur hópur og þarna erum við að ræða um gríðarlega viðkvæm mál þegar kemur að frelsissviptingu fólks sem hefur ekkert brotið af sér og hefur enga sakamálasögu. Sú vinna og endurskoðun er öll í gangi. Það er í undirbúningi löggjöf hjá félagsmálaráðherra sem að þessu snýr.“ segir Jón. Willum Þór Þórsson segir gríðarlega mikilvægt að vanda vel til verka. „Dómsmálaráðuneytið, heilbrigðisráðuneytið og félagsmálaráðuneyti vinna saman að þessum málaflokki. Þetta eru viðkvæm mál en kalla á aukna samvinnu á milli þeirra aðila sem þjónusta þessa hópa,“ segir Willum.
Manndráp á Blönduósi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Lögreglan Geðheilbrigði Tengdar fréttir Fjölskylda Brynjars Þórs: „Sonur okkar og bróðir tók hræðilegar ákvarðanir“ Fjölskylda Brynjars Þórs Guðmundssonar, sem grunaður er um að hafa skotið konu til bana og sært eiginmann hennar alvarlega á Blönduósi liðna helgi, segist í yfirlýsingu óska eftir virðingu og skilningi á einkalífi sínu og Brynjars. 23. ágúst 2022 13:26 „Erfiðara en orð fá lýst að ganga í gegnum það sem við erum að upplifa núna“ Uppkomin börn hjónanna sem urðu fyrir skotárás á Blönduós á sunnudag segja það erfiðara en orð fá lýst að ganga í gegnum það sem þau séu að upplifa núna. 23. ágúst 2022 08:24 Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Fjölskylda Brynjars Þórs: „Sonur okkar og bróðir tók hræðilegar ákvarðanir“ Fjölskylda Brynjars Þórs Guðmundssonar, sem grunaður er um að hafa skotið konu til bana og sært eiginmann hennar alvarlega á Blönduósi liðna helgi, segist í yfirlýsingu óska eftir virðingu og skilningi á einkalífi sínu og Brynjars. 23. ágúst 2022 13:26
„Erfiðara en orð fá lýst að ganga í gegnum það sem við erum að upplifa núna“ Uppkomin börn hjónanna sem urðu fyrir skotárás á Blönduós á sunnudag segja það erfiðara en orð fá lýst að ganga í gegnum það sem þau séu að upplifa núna. 23. ágúst 2022 08:24