800 kílóum létt af manni Ester Ósk Árnadóttir skrifar 23. ágúst 2022 20:31 Perry Mclachlan og Jón Stefán Jónsson voru léttir eftir sigur kvöldsins. Mynd/Þór/KA „Einhverjir tala um að það sé þungu fargi af manni létt en þetta voru svona 800 kíló sem er létt af manni,“ sagði Jón Stefán Jónsson, þjálfari Þór/KA kátur eftir mikilvægan 1-0 sigur á Þrótti í Bestu deild kvenna á SaltPay vellinum í kvöld. „Ég er bara gríðarlega ánægður með stelpurnar, ég sagði fyrir leik að við ætluðum að berjast fyrir þessu og ég ætla að vona að allir sjái að það var sannarlega barist fyrir þessu í dag. Þetta var kannski ekki fallegasti fótbolti í heimi en við þurfum stigin og til þess þurfum við að berjast fyrir þeim alveg sama hvort fótboltinn sé fallegur.“ Lið Þórs/KA hefur verið gagnrýnt fyrir baráttuleysi sem vantaði ekki í dag. „Mér finnst gagnrýnin hafa verið sanngjörn, ég er alls ekki að væla yfir því. Við höfum og eigum að geta betur, vinkonur mínar í Bestu mörkunum voru að tala um að við líktumst FH þannig við ákváðum bara að halda áfram að líkjast FH og vinna leik. Við erum að byrja núna sem er slæmt, þótt við höfum unnið í dag er þetta ekki komið í fallbaráttunni. Við þurfum bara að halda áfram nákvæmlega svona.“ Leikurinn var fremur lokaður í kvöld og tilfinnigin var þannig að það lið sem myndi ná inn marki myndi sigla sigrinum í höfn. „Þetta var aldrei að fara vera mörg mörk, leikurinn var lokaður en þegar við náðum markinu þá hafði ég þessa tilfinningu að við myndum klára þetta. Við skoruðum síðast sirka 10. júní þannig það var frábært að ná þessu marki inn. Þetta er líka svo gott því það er svo stutt í sjálfstraustið hjá stelpunum, þær hafa trú á sér og verkefninu.“ Framundan er löng pása í Bestu deild kvenna. „Við erum að fara 18 daga pásu núna og við skulum bara segja að hún verði öllu ljúfari eftir þennan sigur, nú vitum við nákvæmlega hvað við þurfum að gera til þess að vinna leiki.“ „Það er erfitt að fara í svona pásur en mjög skiljanlegt, það er nóg að gerast í kvenna knattspyrnunni og maður styður það bara að sjálfsögðu. Við munum æfa á fullu í þessari pásu og undirbúa okkur fyrir lokakaflan í mótinu.“ Þór Akureyri KA Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Sjá meira
„Ég er bara gríðarlega ánægður með stelpurnar, ég sagði fyrir leik að við ætluðum að berjast fyrir þessu og ég ætla að vona að allir sjái að það var sannarlega barist fyrir þessu í dag. Þetta var kannski ekki fallegasti fótbolti í heimi en við þurfum stigin og til þess þurfum við að berjast fyrir þeim alveg sama hvort fótboltinn sé fallegur.“ Lið Þórs/KA hefur verið gagnrýnt fyrir baráttuleysi sem vantaði ekki í dag. „Mér finnst gagnrýnin hafa verið sanngjörn, ég er alls ekki að væla yfir því. Við höfum og eigum að geta betur, vinkonur mínar í Bestu mörkunum voru að tala um að við líktumst FH þannig við ákváðum bara að halda áfram að líkjast FH og vinna leik. Við erum að byrja núna sem er slæmt, þótt við höfum unnið í dag er þetta ekki komið í fallbaráttunni. Við þurfum bara að halda áfram nákvæmlega svona.“ Leikurinn var fremur lokaður í kvöld og tilfinnigin var þannig að það lið sem myndi ná inn marki myndi sigla sigrinum í höfn. „Þetta var aldrei að fara vera mörg mörk, leikurinn var lokaður en þegar við náðum markinu þá hafði ég þessa tilfinningu að við myndum klára þetta. Við skoruðum síðast sirka 10. júní þannig það var frábært að ná þessu marki inn. Þetta er líka svo gott því það er svo stutt í sjálfstraustið hjá stelpunum, þær hafa trú á sér og verkefninu.“ Framundan er löng pása í Bestu deild kvenna. „Við erum að fara 18 daga pásu núna og við skulum bara segja að hún verði öllu ljúfari eftir þennan sigur, nú vitum við nákvæmlega hvað við þurfum að gera til þess að vinna leiki.“ „Það er erfitt að fara í svona pásur en mjög skiljanlegt, það er nóg að gerast í kvenna knattspyrnunni og maður styður það bara að sjálfsögðu. Við munum æfa á fullu í þessari pásu og undirbúa okkur fyrir lokakaflan í mótinu.“
Þór Akureyri KA Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Sjá meira