Fyrrverandi lögreglumaður játar sök í máli Breonna Taylor Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. ágúst 2022 21:00 Breonna Taylor var drepin á heimili sínu í mars 2020 þegar lögreglumenn réðust þangað inn undir fölsku flaggi. AP Fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður í Louisville hefur játað að hafa falsað leitarheimild sem leiddi til dauða blökkukonunnar Breonna Taylor. Alríkislögreglan í Bandaríkjunum hefur sakað fyrrverandi rannsóknarlögreglumanninn Kelly Goodlett um að hafa falsað hluta af leitarheimild og síðar búið til, í samráði við annan lögreglumann, falssögu til að hylma yfir atburðarrásina sem leiddi til dauða Taylor. Málið vakti gríðarlega athygli á sínum tíma en Taylor var drepin á heimili sínu þann 13. mars 2020 af lögreglumönnum sem réðust inn á heimili hennar í meintri leit að sönnunargögnum um að heimilismenn seldu fíkniefni. Taylor var þá aðeins 26 ára gömul. Taylor og kærasti hennar voru sofandi í rúmi sínu þegar lögreglumennirnir réðust inn á heimilið og greip kærasti hennar til skammbyssu, sem hann geymdi í náttborðinu sínu, og skaut einn lögreglumannanna þegar þeir réðust inn í svefnherbergið. Lögreglumennirnir hófu þá skothríð sem hæfði Taylor ítrekað. Goodlett, sem er 35 ára gömul, mætti fyrir alríkisdómara í Louisville síðdegis í dag og játaði að hafa falsað leitarheimildina með öðrum lögreglumanni. Þá segir í frétt AP um málið að húnhafi svarað nokkrum spurningum dómarans. Þá segir í fréttinni að Tamika Palmer, móðir Taylor, hafi verið viðstödd í dómsal. Þrír fyrrverandi lögreglumenn voru ákærðir fyrr í mánuðnum fyrir að hafa brotið á glæpsamlegan hátt á borgararéttindum Taylor. Goodlett var ekki ákærð samhliða þeim og telja fjölmiðlar vestanhafs líklegt að Goodlett vilji aðstoða rannsakendur við málið í von um að fá mildari dóm, sem er talið líklegt þar sem húnjátaði sök. Dómur verður kveðinn upp í máli Goodlett 22. nóvember næstkomandi ef áætlanir standast. Hún gæti átt yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsisdóm. Bandaríkin Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Fjögur ákærð vegna máls Breonna Taylor Bandaríska alríkislögreglan hefur handtekið og ákært fjóra nú- og fyrrverandi lögregluþjóna í Louisville í Kentucky vegna máls sjúkraliðans Breonna Taylor. Taylor var skotin til bana af lögregluþjónum sem brutust inn á heimili hennar árið 2020. Hún var aðeins 26 ára gömul. 4. ágúst 2022 16:00 Mótmælendur minnast Breonnu Taylor ári eftir dauða hennar Í dag er eitt ár síðan Breonna Taylor, 26 ára gömul blökkukona og sjúkraliði, var skotin til bana af lögreglu á heimili sínu í Louisville í Bandaríkjunum. Fjöldi fólks kom saman í miðborg Louisville í dag til þess að minnast hennar. 13. mars 2021 22:07 Áfram mótmælt í Louisville Mótmæli á götum Louisville í Kentucky héldu áfram í nótt en fólk er afar ósátt við þá ákvörðun yfirvalda að ákæra lögreglumenn sem skutu Breonnu Taylor til bana, ekki fyrir morð. 25. september 2020 07:32 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Alríkislögreglan í Bandaríkjunum hefur sakað fyrrverandi rannsóknarlögreglumanninn Kelly Goodlett um að hafa falsað hluta af leitarheimild og síðar búið til, í samráði við annan lögreglumann, falssögu til að hylma yfir atburðarrásina sem leiddi til dauða Taylor. Málið vakti gríðarlega athygli á sínum tíma en Taylor var drepin á heimili sínu þann 13. mars 2020 af lögreglumönnum sem réðust inn á heimili hennar í meintri leit að sönnunargögnum um að heimilismenn seldu fíkniefni. Taylor var þá aðeins 26 ára gömul. Taylor og kærasti hennar voru sofandi í rúmi sínu þegar lögreglumennirnir réðust inn á heimilið og greip kærasti hennar til skammbyssu, sem hann geymdi í náttborðinu sínu, og skaut einn lögreglumannanna þegar þeir réðust inn í svefnherbergið. Lögreglumennirnir hófu þá skothríð sem hæfði Taylor ítrekað. Goodlett, sem er 35 ára gömul, mætti fyrir alríkisdómara í Louisville síðdegis í dag og játaði að hafa falsað leitarheimildina með öðrum lögreglumanni. Þá segir í frétt AP um málið að húnhafi svarað nokkrum spurningum dómarans. Þá segir í fréttinni að Tamika Palmer, móðir Taylor, hafi verið viðstödd í dómsal. Þrír fyrrverandi lögreglumenn voru ákærðir fyrr í mánuðnum fyrir að hafa brotið á glæpsamlegan hátt á borgararéttindum Taylor. Goodlett var ekki ákærð samhliða þeim og telja fjölmiðlar vestanhafs líklegt að Goodlett vilji aðstoða rannsakendur við málið í von um að fá mildari dóm, sem er talið líklegt þar sem húnjátaði sök. Dómur verður kveðinn upp í máli Goodlett 22. nóvember næstkomandi ef áætlanir standast. Hún gæti átt yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsisdóm.
Bandaríkin Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Fjögur ákærð vegna máls Breonna Taylor Bandaríska alríkislögreglan hefur handtekið og ákært fjóra nú- og fyrrverandi lögregluþjóna í Louisville í Kentucky vegna máls sjúkraliðans Breonna Taylor. Taylor var skotin til bana af lögregluþjónum sem brutust inn á heimili hennar árið 2020. Hún var aðeins 26 ára gömul. 4. ágúst 2022 16:00 Mótmælendur minnast Breonnu Taylor ári eftir dauða hennar Í dag er eitt ár síðan Breonna Taylor, 26 ára gömul blökkukona og sjúkraliði, var skotin til bana af lögreglu á heimili sínu í Louisville í Bandaríkjunum. Fjöldi fólks kom saman í miðborg Louisville í dag til þess að minnast hennar. 13. mars 2021 22:07 Áfram mótmælt í Louisville Mótmæli á götum Louisville í Kentucky héldu áfram í nótt en fólk er afar ósátt við þá ákvörðun yfirvalda að ákæra lögreglumenn sem skutu Breonnu Taylor til bana, ekki fyrir morð. 25. september 2020 07:32 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Fjögur ákærð vegna máls Breonna Taylor Bandaríska alríkislögreglan hefur handtekið og ákært fjóra nú- og fyrrverandi lögregluþjóna í Louisville í Kentucky vegna máls sjúkraliðans Breonna Taylor. Taylor var skotin til bana af lögregluþjónum sem brutust inn á heimili hennar árið 2020. Hún var aðeins 26 ára gömul. 4. ágúst 2022 16:00
Mótmælendur minnast Breonnu Taylor ári eftir dauða hennar Í dag er eitt ár síðan Breonna Taylor, 26 ára gömul blökkukona og sjúkraliði, var skotin til bana af lögreglu á heimili sínu í Louisville í Bandaríkjunum. Fjöldi fólks kom saman í miðborg Louisville í dag til þess að minnast hennar. 13. mars 2021 22:07
Áfram mótmælt í Louisville Mótmæli á götum Louisville í Kentucky héldu áfram í nótt en fólk er afar ósátt við þá ákvörðun yfirvalda að ákæra lögreglumenn sem skutu Breonnu Taylor til bana, ekki fyrir morð. 25. september 2020 07:32
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent