Segir að ekki hafi staðið til að bjóða Jóni Baldvin Atli Ísleifsson skrifar 24. ágúst 2022 07:20 Jón Baldvin Hannibalsson var utanríkisráðherra á árunum 1988 til 1995. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi samflokksmaður Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir að íslensk stjórnvöld og Háskóli Íslands hafi ekki ætlað sér að bjóða Jóni Baldvin á hátíðarsamkomu um sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna sem fyrirhuguð er síðar í vikunni. Forsetar ríkjanna þriggja munu allir mæta á samkomuna. Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og Alþýðuflokksmaður, segir í samtali við Fréttablaðið í morgun að hann hafi gert athugasemd hjá forsetaembættinu vegna þessa og hafi Jón Baldvin svo fengið boðsbréf á viðburðinn, aðeins fjórum dögum fyrir hann. Jón Baldvin segist þó í samtali við blaðið ekki geta sótt viðburinn enda haldi hann til á Spáni og fyrirvarinn of stuttur til að geta þegið boðið. „Þeir sem hafa undirbúið fundinn hafa vitandi vits haldið Jóni Baldvini frá,“ segir Sighvatur, og bætir við að Jón eigi stærstan persónulegan þátt í því að ríkin hafi fengið sjálfstæði. Sighvatur segir ólíðandi að íslensk stjórnvöld komi þannig fram við mann sem hafi verið sýknaður fyrir dómstólum. Jón Baldvin var í nóvember síðastliðinn sýknaður af ákæru fyrir kynferðislega áreitni í garð Carmenar Jóhannsdóttur. „Ég virðist vera í starfs- og framkomubanni,“ segir Jón Baldvin við Fréttablaðið og vísar til þess að hann hafi ekki verið fenginn til kennslu í Háskóla Íslands síðan árið 2015. Á viðburðinum verður þriggja áratuga stjórnmálasambandi Íslands og Eystrasaltsríkjanna Eistlands, Lettlands og Litháens fagnað en Ísland varð fyrst ríkja til að viðurkenna sjálfstæði þeirra árið 1992 – í utanríkisráðherratíð Jóns Baldvins. Uppfært klukkan 9:26: Í yfirlýsingu frá forseta Íslands kemur fram að Jón Baldvin hafi fengið boð á sama tíma og aðrir gestir. Fullyrðingar í forsíðufrétt Fréttablaðsins séu því rangar. Vegna fréttar á forsíðu Fréttablaðsins í dag, 24. ágúst, vill embætti forseta Íslands koma eftirfarandi á framfæri: Ósatt er með öllu að til hafi staðið að bjóða ekki Jóni Baldvin Hannibalssyni, fyrrverandi utanríkisráðherra, til hátíðarviðburðar í tilefni þess að rúm 30 ár eru liðin frá því að Ísland tók á ný upp stjórnmálasamband við Eystrasaltslöndin þrjú, Eistland, Lettland og Litháen. Á boðslista viðburðarins eru, auk sendinefnda Eystrasaltsríkjanna, ráðherrar ríkisstjórna Íslands á árunum 1988-1991 og 1991-1995, og fyrrverandi sendiherrar og ræðismenn frá þessum árum. Fyrrverandi utanríkisráðherra fékk boð sama dag og aðrir boðsgestir eins og ætíð stóð til, með svipuðum fyrirvara og gengur og gerist um viðburði af þessu tagi. Auðvelt hefði verið fyrir blaðið að sannreyna þetta með einu símtali. Auk þess er rétt að leiðrétta þá rangfærslu að viðburðurinn fari fram í Háskólabíói. Hið rétta er að hann fer fram í hátíðarsal Háskóla Íslands. Einnig má taka fram að þegar aldarfjórðungur var liðinn frá endurheimt sjálfstæðis Eystrasaltslandanna árið 2016 bauð forseti Jóni Baldvin Hannibalssyni til viðburðar á Bessastöðum í tilefni þeirra merku tímamóta. Óhætt er að fullyrða að enginn annar Íslendingur en núverandi forseti (fyrir utan Jón sjálfan) hefur vakið eins oft og vel athygli á atbeina hans örlagaárið 1991 þegar íslensk stjórnvöld studdu dyggilega við sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsþjóðanna. Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Háskólar Eistland Lettland Litháen Sovétríkin Skóla - og menntamál Utanríkismál Tengdar fréttir „Þetta er hárrétt niðurstaða“ Jón Baldvin Hannibalsson var í morgun sýknaður af ákæru fyrir kynferðislega áreitni í garð Carmenar Jóhannsdóttur. Lögmaður Jóns Baldvins segir dóminn vel rökstuddan og að það hafi verið hárrétt niðurstaða að sýkna. Saksóknari segir niðurstöðuna ekki í samræmi við það sem héraðssaksóknari lagði upp með en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort málinu verði áfrýjað. 8. nóvember 2021 12:30 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Segir Hitler-samanburð þreyttan Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum Erlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Halla aðstoðar Loga Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Sjá meira
Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og Alþýðuflokksmaður, segir í samtali við Fréttablaðið í morgun að hann hafi gert athugasemd hjá forsetaembættinu vegna þessa og hafi Jón Baldvin svo fengið boðsbréf á viðburðinn, aðeins fjórum dögum fyrir hann. Jón Baldvin segist þó í samtali við blaðið ekki geta sótt viðburinn enda haldi hann til á Spáni og fyrirvarinn of stuttur til að geta þegið boðið. „Þeir sem hafa undirbúið fundinn hafa vitandi vits haldið Jóni Baldvini frá,“ segir Sighvatur, og bætir við að Jón eigi stærstan persónulegan þátt í því að ríkin hafi fengið sjálfstæði. Sighvatur segir ólíðandi að íslensk stjórnvöld komi þannig fram við mann sem hafi verið sýknaður fyrir dómstólum. Jón Baldvin var í nóvember síðastliðinn sýknaður af ákæru fyrir kynferðislega áreitni í garð Carmenar Jóhannsdóttur. „Ég virðist vera í starfs- og framkomubanni,“ segir Jón Baldvin við Fréttablaðið og vísar til þess að hann hafi ekki verið fenginn til kennslu í Háskóla Íslands síðan árið 2015. Á viðburðinum verður þriggja áratuga stjórnmálasambandi Íslands og Eystrasaltsríkjanna Eistlands, Lettlands og Litháens fagnað en Ísland varð fyrst ríkja til að viðurkenna sjálfstæði þeirra árið 1992 – í utanríkisráðherratíð Jóns Baldvins. Uppfært klukkan 9:26: Í yfirlýsingu frá forseta Íslands kemur fram að Jón Baldvin hafi fengið boð á sama tíma og aðrir gestir. Fullyrðingar í forsíðufrétt Fréttablaðsins séu því rangar. Vegna fréttar á forsíðu Fréttablaðsins í dag, 24. ágúst, vill embætti forseta Íslands koma eftirfarandi á framfæri: Ósatt er með öllu að til hafi staðið að bjóða ekki Jóni Baldvin Hannibalssyni, fyrrverandi utanríkisráðherra, til hátíðarviðburðar í tilefni þess að rúm 30 ár eru liðin frá því að Ísland tók á ný upp stjórnmálasamband við Eystrasaltslöndin þrjú, Eistland, Lettland og Litháen. Á boðslista viðburðarins eru, auk sendinefnda Eystrasaltsríkjanna, ráðherrar ríkisstjórna Íslands á árunum 1988-1991 og 1991-1995, og fyrrverandi sendiherrar og ræðismenn frá þessum árum. Fyrrverandi utanríkisráðherra fékk boð sama dag og aðrir boðsgestir eins og ætíð stóð til, með svipuðum fyrirvara og gengur og gerist um viðburði af þessu tagi. Auðvelt hefði verið fyrir blaðið að sannreyna þetta með einu símtali. Auk þess er rétt að leiðrétta þá rangfærslu að viðburðurinn fari fram í Háskólabíói. Hið rétta er að hann fer fram í hátíðarsal Háskóla Íslands. Einnig má taka fram að þegar aldarfjórðungur var liðinn frá endurheimt sjálfstæðis Eystrasaltslandanna árið 2016 bauð forseti Jóni Baldvin Hannibalssyni til viðburðar á Bessastöðum í tilefni þeirra merku tímamóta. Óhætt er að fullyrða að enginn annar Íslendingur en núverandi forseti (fyrir utan Jón sjálfan) hefur vakið eins oft og vel athygli á atbeina hans örlagaárið 1991 þegar íslensk stjórnvöld studdu dyggilega við sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsþjóðanna.
Vegna fréttar á forsíðu Fréttablaðsins í dag, 24. ágúst, vill embætti forseta Íslands koma eftirfarandi á framfæri: Ósatt er með öllu að til hafi staðið að bjóða ekki Jóni Baldvin Hannibalssyni, fyrrverandi utanríkisráðherra, til hátíðarviðburðar í tilefni þess að rúm 30 ár eru liðin frá því að Ísland tók á ný upp stjórnmálasamband við Eystrasaltslöndin þrjú, Eistland, Lettland og Litháen. Á boðslista viðburðarins eru, auk sendinefnda Eystrasaltsríkjanna, ráðherrar ríkisstjórna Íslands á árunum 1988-1991 og 1991-1995, og fyrrverandi sendiherrar og ræðismenn frá þessum árum. Fyrrverandi utanríkisráðherra fékk boð sama dag og aðrir boðsgestir eins og ætíð stóð til, með svipuðum fyrirvara og gengur og gerist um viðburði af þessu tagi. Auðvelt hefði verið fyrir blaðið að sannreyna þetta með einu símtali. Auk þess er rétt að leiðrétta þá rangfærslu að viðburðurinn fari fram í Háskólabíói. Hið rétta er að hann fer fram í hátíðarsal Háskóla Íslands. Einnig má taka fram að þegar aldarfjórðungur var liðinn frá endurheimt sjálfstæðis Eystrasaltslandanna árið 2016 bauð forseti Jóni Baldvin Hannibalssyni til viðburðar á Bessastöðum í tilefni þeirra merku tímamóta. Óhætt er að fullyrða að enginn annar Íslendingur en núverandi forseti (fyrir utan Jón sjálfan) hefur vakið eins oft og vel athygli á atbeina hans örlagaárið 1991 þegar íslensk stjórnvöld studdu dyggilega við sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsþjóðanna.
Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Háskólar Eistland Lettland Litháen Sovétríkin Skóla - og menntamál Utanríkismál Tengdar fréttir „Þetta er hárrétt niðurstaða“ Jón Baldvin Hannibalsson var í morgun sýknaður af ákæru fyrir kynferðislega áreitni í garð Carmenar Jóhannsdóttur. Lögmaður Jóns Baldvins segir dóminn vel rökstuddan og að það hafi verið hárrétt niðurstaða að sýkna. Saksóknari segir niðurstöðuna ekki í samræmi við það sem héraðssaksóknari lagði upp með en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort málinu verði áfrýjað. 8. nóvember 2021 12:30 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Segir Hitler-samanburð þreyttan Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum Erlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Halla aðstoðar Loga Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Sjá meira
„Þetta er hárrétt niðurstaða“ Jón Baldvin Hannibalsson var í morgun sýknaður af ákæru fyrir kynferðislega áreitni í garð Carmenar Jóhannsdóttur. Lögmaður Jóns Baldvins segir dóminn vel rökstuddan og að það hafi verið hárrétt niðurstaða að sýkna. Saksóknari segir niðurstöðuna ekki í samræmi við það sem héraðssaksóknari lagði upp með en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort málinu verði áfrýjað. 8. nóvember 2021 12:30
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent