Hætta á að norskir unglingar dópi og Noregur fari í bann frá stórmótum Sindri Sverrisson skrifar 24. ágúst 2022 09:00 Norðmenn eru í fremstu röð í fjölda íþróttagreina en eiga nú á hættu að missa réttinn til að keppa á stórmótum. Getty/Jozo Cabraja Noregur uppfyllir ekki alþjóðlegar kröfur um lyfjaeftirlit. Ef ekki verður bætt úr því gæti norsku þjóðinni verið refsað með banni frá Ólympíuleikum og öðrum stórmótum, eða banni frá því að halda stórmót. Norski ríkisfjölmiðillinn NRK fjallaði um málið í síðustu viku og greindi frá því að ástæðan fyrir mögulegri refsingu séu lög sem sett voru í Noregi árið 2019. Samkvæmt lögunum má ekki taka 15-18 ára íþróttafólk í lyfjapróf nema með samþykki foreldra. Leiðtogar íþróttahreyfingarinnar og lyfjaeftirlitsins í Noregi hafa sent ráðherrum norsku ríkisstjórnarinnar bréf og bent á að verði ekkert gert þá megi gera ráð fyrir að nú um áramótin verði norska lyfjaeftirlitið talið ófullnægjandi. Eins og fyrr segir gætu Norðmenn þá hlotið þunga refsingu. Fyrstu refsingar gætu falist í því að Noregur missi aðild að alþjóða lyfjaeftirlitinu, Wada, og verði bannað að halda alþjóðleg stórmót á norskri grundu. Enn þyngri refsing er svo inni í myndinni; að Norðmenn verði settir í bann frá öllum alþjóðlegum stórmótum; EM, HM og Ólympíuleikum. „Grafalvarleg staða sem verður að leysa“ „Svona getum við ekki haft þetta,“ segir Kåre Geir Lio, formaður norska handknattleikssambandsins, og kollegar hans hjá skíðasambandinu og knattspyrnusambandinu taka í sama streng. Til dæmis stendur til að halda heimsmeistaramót í handbolta í Noregi 2023 og 2025, og Evrópumót 2026 og 2028. „Þetta er grafalvarleg staða sem verður að leysa,“ sagði Espen Bjervig, formaður skíðasambandsins. „Ég er viss um að okkur tekst að finna lausn sem hefur ekki háhrif á norskt íþróttafólk og mótshaldara,“ bætti hann við. Megi ekki vera þannig að unglingar geti svindlað Anders Solheim, yfirmaður hjá lyfjaeftirliti Noregs, segir gríðarlega mikilvægt að eitthvað verði gert í málinu. „Það má ekki vera þannig að unglingar sem keppa á mótum geti verið að dópa sig eins mikið og þá lystir,“ sagði Solheim. „Við viljum ekki að það sé þannig í nokkurri íþrótt að hægt sé að nota ólögleg, árangursaukandi lyf fram til 18 ára aldurs, án þess að þurfa að skila inn prufu. Það gefur möguleika á að svindla og öðlast ósanngjarnt forskot,“ sagði Solheim. Handbolti Fótbolti Skíðaíþróttir Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Sjá meira
Norski ríkisfjölmiðillinn NRK fjallaði um málið í síðustu viku og greindi frá því að ástæðan fyrir mögulegri refsingu séu lög sem sett voru í Noregi árið 2019. Samkvæmt lögunum má ekki taka 15-18 ára íþróttafólk í lyfjapróf nema með samþykki foreldra. Leiðtogar íþróttahreyfingarinnar og lyfjaeftirlitsins í Noregi hafa sent ráðherrum norsku ríkisstjórnarinnar bréf og bent á að verði ekkert gert þá megi gera ráð fyrir að nú um áramótin verði norska lyfjaeftirlitið talið ófullnægjandi. Eins og fyrr segir gætu Norðmenn þá hlotið þunga refsingu. Fyrstu refsingar gætu falist í því að Noregur missi aðild að alþjóða lyfjaeftirlitinu, Wada, og verði bannað að halda alþjóðleg stórmót á norskri grundu. Enn þyngri refsing er svo inni í myndinni; að Norðmenn verði settir í bann frá öllum alþjóðlegum stórmótum; EM, HM og Ólympíuleikum. „Grafalvarleg staða sem verður að leysa“ „Svona getum við ekki haft þetta,“ segir Kåre Geir Lio, formaður norska handknattleikssambandsins, og kollegar hans hjá skíðasambandinu og knattspyrnusambandinu taka í sama streng. Til dæmis stendur til að halda heimsmeistaramót í handbolta í Noregi 2023 og 2025, og Evrópumót 2026 og 2028. „Þetta er grafalvarleg staða sem verður að leysa,“ sagði Espen Bjervig, formaður skíðasambandsins. „Ég er viss um að okkur tekst að finna lausn sem hefur ekki háhrif á norskt íþróttafólk og mótshaldara,“ bætti hann við. Megi ekki vera þannig að unglingar geti svindlað Anders Solheim, yfirmaður hjá lyfjaeftirliti Noregs, segir gríðarlega mikilvægt að eitthvað verði gert í málinu. „Það má ekki vera þannig að unglingar sem keppa á mótum geti verið að dópa sig eins mikið og þá lystir,“ sagði Solheim. „Við viljum ekki að það sé þannig í nokkurri íþrótt að hægt sé að nota ólögleg, árangursaukandi lyf fram til 18 ára aldurs, án þess að þurfa að skila inn prufu. Það gefur möguleika á að svindla og öðlast ósanngjarnt forskot,“ sagði Solheim.
Handbolti Fótbolti Skíðaíþróttir Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Sjá meira